Fjölskylduráð
Dagskrá
1.Gullkistan - sjálfsefling fyrir stúlkur
202001070
Huld Hafliðadóttir mætti fyrir fund Fjölskylduráðs með nánari kynningu á námskeiðinu ,,Gullkistan - sjálfsefling fyrir stúlkur" sem var til umfjöllunar á 53.fundi fjölskylduráðs.
Fjölskylduráð þakkar Huld Hafliðadóttir fyrir kynninguna á námskeiðinu "Gullkistan - sjálfsefling fyrir stúlkur" sem mun hefjast 6.febrúar.
Ráðið áætlar að fá Huld til fundar við sig eftir að námskeiðinu er lokið og fara yfir hvernig til tókst. Ráðið telur námskeið af þessu tagi mikilvægt í nútíma samfélagi.
Ráðið áætlar að fá Huld til fundar við sig eftir að námskeiðinu er lokið og fara yfir hvernig til tókst. Ráðið telur námskeið af þessu tagi mikilvægt í nútíma samfélagi.
2.Skíðasvæði í Reyðarárhnjúk - rekstur 2020
202001008
Til umfjöllunar er opnunartími í skíðalyftu við Reyðarárhnjúk árið 2020.
Fjölskylduráð leggur til að almennur opnunartími í skíðalyftu við Reyðarárhnjúk verði eftirfarandi:
Mánudaga er lokað.
Þriðjudaga - föstudaga verður opið frá 15:30 - 19:00.
Um helgar verði opið frá 13:00 - 17:00.
Ráðið felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að virkja aðgengi að upplýsingum um opnunartíma.
Ráðið minnir á að stakan dag verður hægt að greiða í lyftuskúr við Reyðarárhnjúk.
Árskort eru seld í afgreiðslu Sundlaugar Húsavíkur. Gjaldskrá Skíðasvæðis má finna á vef Norðurþings www.nordurthing.is/is/stjornsysla/skjol-og-utgefid-efni/gjarldskra-prufa
Gjaldskrá tekur gildi 1. febrúar 2020.
Mánudaga er lokað.
Þriðjudaga - föstudaga verður opið frá 15:30 - 19:00.
Um helgar verði opið frá 13:00 - 17:00.
Ráðið felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að virkja aðgengi að upplýsingum um opnunartíma.
Ráðið minnir á að stakan dag verður hægt að greiða í lyftuskúr við Reyðarárhnjúk.
Árskort eru seld í afgreiðslu Sundlaugar Húsavíkur. Gjaldskrá Skíðasvæðis má finna á vef Norðurþings www.nordurthing.is/is/stjornsysla/skjol-og-utgefid-efni/gjarldskra-prufa
Gjaldskrá tekur gildi 1. febrúar 2020.
3.Rekstur mötuneyta leik- og grunnskóla á Húsavík
202001072
Fjölskylduráð heldur áfram umfjöllun sinni um rekstur mötuneyta í leik- og grunnskólum á Húsavík.
Fjölskylduráð hélt áfram að fjalla um rekstur mötuneyta í leik- og grunnskóla á Húsavík. Ráðið fól á 53.fundi ráðsins fræðslufulltrúa að kanna leiðir til þess að hagræða í viðkomandi rekstri.
Fræðslustjóri gerði grein fyrir stöðu málsins og honum falið að leita ráðgjafar.
Fræðslustjóri gerði grein fyrir stöðu málsins og honum falið að leita ráðgjafar.
4.Skólastefna Norðurþings - Endurskoðun
201912124
Fjölskylduráð heldur áfram umfjöllun sinni um endurskoðun skólastefnu Norðurþings sem samþykkt var á síðasta fundi ráðsins. Fyrir liggur að mynda þurfi stýrihóp til að vinna að málinu.
Ráðið heldur áfram umfjöllun sinni um endurskoðun á Skólastefnu Norðurþings en ráðið fjallaði um sama mál á 53. fundi ráðsins.
Myndaður verður 9 manna stýrihópur sem skipaður verður af fjölskylduráði með fulltrúum frá leik-, grunn- og tónlistarskóla og samfélaginu. Starfsmaður stýrihópsins verður fræðslufulltrúi.
Stefnt er að því að fyrsti fundur hópsins verði í febrúar þar sem að fullrúi Tröppu mun fara yfir skipulag vinnunar. Einnig er stefnt að því að halda íbúafund í lok febrúarmánuðar.
Myndaður verður 9 manna stýrihópur sem skipaður verður af fjölskylduráði með fulltrúum frá leik-, grunn- og tónlistarskóla og samfélaginu. Starfsmaður stýrihópsins verður fræðslufulltrúi.
Stefnt er að því að fyrsti fundur hópsins verði í febrúar þar sem að fullrúi Tröppu mun fara yfir skipulag vinnunar. Einnig er stefnt að því að halda íbúafund í lok febrúarmánuðar.
5.Skólastarf austan Húsavíkur
202001071
Fjölskylduráð heldur áfram umfjöllun sinni um skólastarf austan Húsavíkur.
Fjölskylduráð hélt áfram umfjöllun sinni um skólastarf austan Húsavíkur.
6.Trúnaðarmál
202001124
Fyrir ráðinu liggur trúnaðarmál til afgreiðslu. fundargerð skráist í trúnaðarbók.
Fært í trúnaðarmálabók.
Fundi slitið - kl. 15:15.
Hróðný Lund Félagsmálastjóri sat fundinn undir lið 6.
Huld Hafliðadóttir f.h. Spirit North sat fundinn undir lið 1.
Dagskráliður 6 var ritaður í Trúnaðarmálabók.