Fara í efni

Fjölskylduráð

39. fundur 19. ágúst 2019 kl. 13:00 - 14:35 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Benóný Valur Jakobsson aðalmaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir aðalmaður
  • Berglind Hauks varaformaður
  • Eiður Pétursson aðalmaður
  • Heiðbjört Þóra Ólafsdóttir varamaður
  • Hafrún Olgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Jón Höskuldsson Fræðslu- og menningarfulltrúi
  • Kjartan Páll Þórarinsson Íþrótta- og tómstundafulltrúi
  • Röðull Reyr Kárason Ritari
Fundargerð ritaði: Röðull Reyr Kárason Þjónustufulltrúi
Dagskrá
Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi sat fundinn í síma undir lið 1.
Kjartan Páll Þórarinsson íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir lið 2-7.

1.Þátttaka foreldra í skólaakstri

Málsnúmer 201908044Vakta málsnúmer

Fyrir ráðið liggja samningsdrög um þátttöku foreldra í skólaakstri á leiðinni Gilhagi - Öxarfjarðarskóli.
Fjölskylduráð felur fræðslufulltrúa að ganga frá samningum varðandi þátttöku foreldra í skólaakstri á leiðinni Gilhagi - Öxarfjörðarskóli og leggja fyrir ráðið.

2.Skandinavísk bjórhátíð á Húsavík

Málsnúmer 201906002Vakta málsnúmer

Um er að ræða mál Þóris sem var tekið fyrir á fundi fjölskylduráðs þann 24. júní síðastliðinn um að halda Skandinavíska bjórhátíð á Húsavík. Meðfylgjandi eru hugmyndir og útlistanir hans á aðkomu sveitarfélagsins að hátíðinni.
Fjölskylduráð þakkar fyrir upplýsingarnar frá Þóri Má og tekur jákvætt í erindið og felur fjölmenningarfulltrúa að vera í áframhaldandi samtali við hann.

3.Umsókn í lista- og menningarsjóð 2019 - Tónleikasýning Tónasmiðjunnar

Málsnúmer 201908050Vakta málsnúmer

Tónasmiðjan sækir um 75.000 kr. styrk úr lista- og menningarsjóði Norðurþings til að halda tónleikana ,,Aðeins eitt líf - ROKKUM gegn sjálfsvígum" í Húsavíkurkirkju þann 10. september, 2019.
Fjölskylduráð þakkar fyrir umsóknina en synjar umsókninni á þeim forsendum að Tónasmiðjan hlaut styrk úr Lista- og menningarsjóði Norðurþings upp á 60.000 á 31. fundi ráðsins í maí sl.

Bylgja Steingrímsdóttir vék af fundi við afgreiðslu erindisins.

4.Völsungur - Ársreikningur og skýrsla 2018

Málsnúmer 201908053Vakta málsnúmer

Til kynningar er ársreikningur og ársskýrsla Völsungs fyrir starfsárið 2018.
Lagt fram til kynningar

5.Göngum í skólann 2019

Málsnúmer 201908052Vakta málsnúmer

Verkefni ÍSÍ ,,Göngum í skólann" hefst miðvikudaginn 4. september næstkomandi og lýkur formlega með alþjóðlega Göngum í skólann deginum miðvikudaginn 2. október. Markmið verkefnisins er að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferð.

Óskað er eftir liðsinni Norðurþings til að hvetja alla skóla svæðinu til þátttöku og auðvelda foreldrum og börnum að velja virkan ferðamáta.

Einnig hvetur ÍSÍ til að tryggja að göngu- og hjólreiðastígar séu öruggir og greiðir með því að huga að hreinsun, viðhaldi og lýsingu.
Fjölskylduráð hvetur skólastjórnendur skóla Norðurþings til að taka þátt í verkefninu með formlegum hætti og virkja nemendur, foreldra og starfsfólk til þátttöku í þessu frábæra verkefni. Ráðið bendir á vefsíðuna www.gongumiskolann.is þar sem m.a. má finna hugmyndabanka varðandi verkefnið.

Fjölskylduráð hvetur framkvæmdasvið Norðurþings til að tryggja að göngu- og hjólreiðastígar séu öruggir og greiðfærir.

6.Íþróttamiðstöðin á Raufarhöfn - rekstur

Málsnúmer 201908055Vakta málsnúmer

AG Briem sem hefur séð um rekstur íþróttamiðstöðvarinnar á Raufarhöfn hyggst ekki halda áfram starfseminni eftir að núverandi samningi á Norðurþings og AG Briem líkur þann 31.12.2019. AG Breim hefur rekið líkamsrækt séð um reksturinn síðan febrúar 2018.
Fyrir fjölskylduráði liggur að taka umræðu um framtíðarfyrirkomulag á rekstri íþróttamiðstöðvarinnar.
Fjölskylduráð fjallaði um framtíðarfyrirkomulag á rekstri íþróttamiðstöðvarinnar á Raufarhöfn og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að afla frekari upplýsinga um málið við núverandi rekstraraðila.

7.Afnot af skólalóð Borgarhólsskóla fyir ökuleikni 11.09.2019

Málsnúmer 201908058Vakta málsnúmer

Fyrir hönd keppnisstjórnar HERO - Icelandic Saga 2019 sækir Tryggvi M. Þórðarson um afnot af bílastæði við Borgarhólsskóla á Húsavík undir ökuleikni þann 11.september 2019.

Um er að ræða hringferð Historic Endurance Rally Organisation (HERO) þar sem að fornbílar taka þátt í ýmsum þrautum víðsvegar um heiminn.
Nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni heroevents.eu
Fjölskylduráð fagnar því að Húsavík sé áfangastaður í viðburðinum. Ráðið samþykkir afnot á bílastæðinu við Borgarhólsskóla í samráði við skólastjórnendur skólans.

Fundi slitið - kl. 14:35.