Fara í efni

Afnot af skólalóð Borgarhólsskóla fyir ökuleikni 11.09.2019

Málsnúmer 201908058

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 39. fundur - 19.08.2019

Fyrir hönd keppnisstjórnar HERO - Icelandic Saga 2019 sækir Tryggvi M. Þórðarson um afnot af bílastæði við Borgarhólsskóla á Húsavík undir ökuleikni þann 11.september 2019.

Um er að ræða hringferð Historic Endurance Rally Organisation (HERO) þar sem að fornbílar taka þátt í ýmsum þrautum víðsvegar um heiminn.
Nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni heroevents.eu
Fjölskylduráð fagnar því að Húsavík sé áfangastaður í viðburðinum. Ráðið samþykkir afnot á bílastæðinu við Borgarhólsskóla í samráði við skólastjórnendur skólans.