Fara í efni

Skandinavísk bjórhátíð á Húsavík

Málsnúmer 201906002

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 37. fundur - 24.06.2019

Þórir Már Björgúlfsson óskar eftir viðræðum við Norðurþing um að halda skandinavíska bjórhátíð á Húsavík sumarið 2020.

Hugmyndin er að handvelja 3-4 brugghús frá Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Danmörku til að taka þátt.

Óskað er eftir aðstoð sveitarfélagsins með aðstöðusköpun og svæði fyrir hátíðina.
Fjölskylduráð þakkar fyrir erindið og felur fjölmenningarfulltrúa að afla frekari upplýsinga frá Þóri Má Björgúlfssyni.

Fjölskylduráð - 39. fundur - 19.08.2019

Um er að ræða mál Þóris sem var tekið fyrir á fundi fjölskylduráðs þann 24. júní síðastliðinn um að halda Skandinavíska bjórhátíð á Húsavík. Meðfylgjandi eru hugmyndir og útlistanir hans á aðkomu sveitarfélagsins að hátíðinni.
Fjölskylduráð þakkar fyrir upplýsingarnar frá Þóri Má og tekur jákvætt í erindið og felur fjölmenningarfulltrúa að vera í áframhaldandi samtali við hann.