Fara í efni

Fjölskylduráð

49. fundur 18. nóvember 2019 kl. 13:00 - 14:40 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Benóný Valur Jakobsson aðalmaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir aðalmaður
  • Ásta Hermannsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Berglind Hauks varaformaður
  • Eiður Pétursson aðalmaður
  • Heiðbjört Þóra Ólafsdóttir formaður
Starfsmenn
  • Jón Höskuldsson Fræðslu- og menningarfulltrúi
  • Kjartan Páll Þórarinsson Íþrótta- og tómstundafulltrúi
  • Hróðný Lund félagsmálafulltrúi
  • Röðull Reyr Kárason Ritari
Fundargerð ritaði: Röðull Reyr Kárason Þjónustufulltrúi
Dagskrá
Heiðbjört Þóra Ólafsdóttir og Eiður Pétursson sátu fundinn í síma.

Kjartan Páll Þórarinsson íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir lið 1-5.
Sigrún Björg Aðalgeirsdóttir fjölmenningarfulltrúa sat fundinn undir lið 5.
Jón Höskuldsson fræðslustjóri sat fundinn undir lið 1.
Hróðný félagsmálastjóri sat fundinn undir lið 1.

Bergur Elías Ágústsson kjörinn fulltrúi sat fundinn undir lið 1.

1.Fjárhagsáætlun Norðurþings 2019

Málsnúmer 201805247Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar stöðu fjárhagsáætlunar 2019.
Fjölskylduráð fjallaði um útkomuspá á fjölskyldusviði fyrir fjárhagsáætlun 2019. Ráðið þakkar sviðstjórum fyrir kynninguna.

2.Anna Karen Jónsdóttir, Árdís Rún Þráinsdóttir og Steinar Bergsson óska eftir bættri líkamsræktaraðstöðu í bænum.

Málsnúmer 201911030Vakta málsnúmer

Nemendur við Framhaldsskólann á Húsavík, Steinarr Bergsson, Anna Karen Jónsdóttir og Árdís Rún Þráinsdóttir óska eftir að Norðurþing finni húsnæði eða lóð undir líkamsræktarstöð. Aðstaðan gæti einnig nýst sem húsnæði fyrir Cross-fit og Metabolic þar sem sú iðkun hefur vaxið gríðalega á síðustum árum hér á Húsavík. Þessi aðstaða myndi einnig nýtast fyrir íþróttatíma hjá framhaldsskóla- og grunnskólanemendum. Þau telja eðlilegt að leita samstarfs við þá aðila sem eru að stunda líkamsrækt í bænum til uppbyggingar á aðstöðu.
Fjölskylduráð þakkar fyrir erindið og áhuga viðkomandi á málaflokknum. Íþrótta- og tómstundafulltrúi kannaði þá starfsemi sem er í gangi og fékk staðfestingu á því að staða einkaaðila sem taldir eru upp í erindinu er eftirfarandi: CrossFit, er að flytja í nýtt húsnæði og eru með leigusaming til tveggja ára, Metabolic leigir aðstöðu í íþróttahöllinni á Húsavík og Töff-heilsurækt heldur starfsemi áfram að öllu óbreyttu. Ráðið sér því ekki ástæðu til þess að bregðast við erindinu að svo stöddu en fylgist reglulega með stöðu mála.

3.Frístundaheimilið Tún - Gjaldskrá 2020

Málsnúmer 201910063Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráð liggur breytt gjaldskrá 2020 fyrir Frístundaheimlið Tún.
Á 45. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað:
Fjölskylduráð frestar afgreiðslu á gjaldskrá Frístundarheimilisins fyrir árið 2020 og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að skoða útfærslu á afsláttarflokkum í samræmi við gjaldskrá Grænuvalla og leggja fyrir ráðið að nýju.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá Frístundarheimilisins Tún og vísar henni til samþykktar í sveitarstjórn.

4.Íþróttamiðstöðin á Raufarhöfn - rekstur

Málsnúmer 201908055Vakta málsnúmer

Til umfjöllunar er rekstur íþróttamiðstöðvarinnar á Raufarhöfn árið 2020. Samningur við núverandi rekstraraðila rennur út um næstu áramót. Fyrir fjölskylduráði liggur fyrir að tryggja rekstur fyrir íþróttamiðstöðina á næsta ári.
Fjölskylduráð fjallaði um framtíð rekstursins á íþróttamiðstöðinni á Raufarhöfn en samingur við núverandi rekstraraðila rennur út næstu áramót og verður ekki endurnýjaður.
Ráðið felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að vinna að málinu áfram.

5.Viðburðir um jól og áramót

Málsnúmer 201911062Vakta málsnúmer

Dagskrá viðburða um jól og áramót lögð fram til kynningar.
Fjölmenningarfulltrúi kynnti dagskrá og framkvæmd á tendrun jólatrés á Húsavík og þrettándagleði. Einnig var jólatrésskemmtun á Raufarhöfn og Kópaskeri kynnt, sem og grímuball á þrettándanum í Öxarfirði.
Dagskrá þessara viðburða má finna á vef Norðurþings og á viðburðadagtali á vef Húsavíkurstofu.

Fundi slitið - kl. 14:40.