Fara í efni

Anna Karen Jónsdóttir, Árdís Rún Þráinsdóttir og Steinar Bergsson óska eftir bættri líkamsræktaraðstöðu í bænum.

Málsnúmer 201911030

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 49. fundur - 18.11.2019

Nemendur við Framhaldsskólann á Húsavík, Steinarr Bergsson, Anna Karen Jónsdóttir og Árdís Rún Þráinsdóttir óska eftir að Norðurþing finni húsnæði eða lóð undir líkamsræktarstöð. Aðstaðan gæti einnig nýst sem húsnæði fyrir Cross-fit og Metabolic þar sem sú iðkun hefur vaxið gríðalega á síðustum árum hér á Húsavík. Þessi aðstaða myndi einnig nýtast fyrir íþróttatíma hjá framhaldsskóla- og grunnskólanemendum. Þau telja eðlilegt að leita samstarfs við þá aðila sem eru að stunda líkamsrækt í bænum til uppbyggingar á aðstöðu.
Fjölskylduráð þakkar fyrir erindið og áhuga viðkomandi á málaflokknum. Íþrótta- og tómstundafulltrúi kannaði þá starfsemi sem er í gangi og fékk staðfestingu á því að staða einkaaðila sem taldir eru upp í erindinu er eftirfarandi: CrossFit, er að flytja í nýtt húsnæði og eru með leigusaming til tveggja ára, Metabolic leigir aðstöðu í íþróttahöllinni á Húsavík og Töff-heilsurækt heldur starfsemi áfram að öllu óbreyttu. Ráðið sér því ekki ástæðu til þess að bregðast við erindinu að svo stöddu en fylgist reglulega með stöðu mála.