Fara í efni

Beiðni um rekstrarstyrk fyrir starfsárið 2017

Málsnúmer 201708072

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 225. fundur - 04.09.2017

Fyrir fundinum liggur beiðni um rekstrarstyrk til handa Björgunarsveitinni Garðari að upphæð 4.500.000,- kr.

Kemur fram í erindinu að sveitin hafi stólað á velvilja einstaklinga og fyrirtækja þegar kemur að rekstrarfé og eða strykjum vegna kaupa á tækjum og búnaði sem nauðsynleg eru til að gera björgunarsveitinni kleyft að sinna þeim fjölmörgu og fjölbreyttu björgunum og aðstoðarbeiðnum sem koma upp á hverju ári.

Vegna aukinna umsvifa á starfssvæði sveitarinnar síðastliðin ár sem meðal annars má rekja til fjölgunnar ferðamanna og uppbyggingu orkufreks iðnaðar á Bakka, er ljóst að þörf fyrir öfluga og vel tækjum búna sveit hefur aukist. Jafnframt vill Björgunarsveitin Garðar þakka sveitarfélaginu fyrir styrki sem veittir hafa verið svo árum skitpir, sem sannarlega hafa nýst til góðra verka.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna ásamt björgunarsveitinni Garðari að langtímasamningi vegna reksturs sveitarinnar. Að öðru leyti frestar byggðarráð afgreiðslu erindisins til næsta fundar.

Byggðarráð Norðurþings - 226. fundur - 11.09.2017

Áframhaldandi umfjöllun um beiðni rekstrarstyrk handa Björgunarsveitinni Garðari að upphæð 4.500.000,- kr.





Byggðarráð samþykkir að leggja Garðari til tveggja milljóna króna rekstrarstyrk fyrir árið 2017. Byggðarráð ítrekar að koma á langtímasamningi um stuðning við björgungarsveitina og vísar því málinu að öðru leyti til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2018.