Byggðarráð Norðurþings
Dagskrá
1.Slökkvilið Norðurþings - rekstur næstu ára
201709064
Til umræðu á fundinum eru áætlanir sveitarfélagsins vegna uppbygginar Slökkviliðs Norðurþings.
Byggðarráð ákveður að efla brunavarnir í Norðurþingi til næstu ára í samhengi við auknar kröfur og aukin umsvif í atvinnulífinu á svæðinu. Sveitarstjóra er falið að ganga frá samkomulagi við PCC Bakkisilicon um uppbyggingu liðsins á grunni fyrirliggjandi samningsdraga og athugasemda byggðarráðs. Fjárveiting til málaflokksins mun taka mið af nýjum liðum í rekstri liðsins svo sem rekstri á nýrri slökkvistöð og nýrri forgangsbifreið liðsins.
2.Fundir hverfisráða Norðurþings
201709006
Sveitarstjóri fer yfir þá fundi sem haldnir verða með hverfisráðum Norðurþings í september.
Fyrir liggja tilnefningar í öll hverfisráð í Norðurþingi. Sveitarstjóri og skrifstofustjóri munu mæta til fundanna og fara yfir helstu hlutverk hverfisráða Norðurþings. Fundirnir verða haldnir fimmtudaginn 21. og þriðjudaginn 26. September.
3.Framlög til stjórnmálasamtaka skv 5. gr. laga nr 162/2006
201603056
Fyrir liggur tillaga um að heildarupphæð til stjórnmálasamtaka skv. lögum nr. 162/2006 verði kr. 400.000 vegna ársins 2017.
Byggðarráð samþykkir að framlög til stjórnmálaflokka verði óbreytt frá fyrra ári kr. 400.000.
4.Beiðni um rekstrarstyrk fyrir starfsárið 2017
201708072
Áframhaldandi umfjöllun um beiðni rekstrarstyrk handa Björgunarsveitinni Garðari að upphæð 4.500.000,- kr.
Byggðarráð samþykkir að leggja Garðari til tveggja milljóna króna rekstrarstyrk fyrir árið 2017. Byggðarráð ítrekar að koma á langtímasamningi um stuðning við björgungarsveitina og vísar því málinu að öðru leyti til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2018.
5.Fjárhagsáætlun Norðurþings 2018
201705145
Fyrir byggðarráði liggur að samþykkja ramma vegna fjárhagsáætlunar fyrir árið 2018.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi ramma fyrir fjárhagsáætlun árið 2018 og vísar þeim til nefnda til úrvinnslu.
6.Fundargerðir 2017 - Samband íslenskra sveitarfélaga
201702033
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 852. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Fundargerðin er lögð fram.
Fundi slitið - kl. 18:00.