Fara í efni

Slökkvilið Norðurþings - rekstur næstu ára

Málsnúmer 201709064

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 226. fundur - 11.09.2017

Til umræðu á fundinum eru áætlanir sveitarfélagsins vegna uppbygginar Slökkviliðs Norðurþings.
Byggðarráð ákveður að efla brunavarnir í Norðurþingi til næstu ára í samhengi við auknar kröfur og aukin umsvif í atvinnulífinu á svæðinu. Sveitarstjóra er falið að ganga frá samkomulagi við PCC Bakkisilicon um uppbyggingu liðsins á grunni fyrirliggjandi samningsdraga og athugasemda byggðarráðs. Fjárveiting til málaflokksins mun taka mið af nýjum liðum í rekstri liðsins svo sem rekstri á nýrri slökkvistöð og nýrri forgangsbifreið liðsins.