Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

230. fundur 17. október 2017 kl. 16:00 - 18:25 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Óli Halldórsson formaður
  • Olga Gísladóttir varaformaður
  • Kristján Þór Magnússon
  • Hjálmar Bogi Hafliðason
Starfsmenn
  • Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Dagskrá

1.Skatttekjur 2017

Málsnúmer 201706196Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri fer yfir þróun og stöðu skatttekna Norðurþings árið 2017.
Lagt fram til kynningar.

2.Fjárhagsáætlun Norðurþings 2018

Málsnúmer 201705145Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri fer yfir stöðuna á fjárhagsáætlunarvinnu fyrir árið 2018. Stefnt er að því að byggðarráð vísi fjárhagsáætlun Norðurþings til fyrri umræðu á næsta fundi sveitarstjórnar 31. október. Farið verður yfir áætlanir stærstu málaflokkanna og drög að framkvæmdaáætlun 2018-2021.
Lagt fram til kynningar og umræðu.

3.Áætlun um uppbyggingu hjúkrunarrýma til ársins 2022

Málsnúmer 201710131Vakta málsnúmer

Velferðarráðuneytið sendi út tilkynningu 17.10.2017 hvar kom fram ný áætlun heilbrigðisráðherra um byggingu 155 hjúkrunarrýma til ársins 2022 til viðbótar þeim 313 rýmum sem þegar eru á framkvæmdastigi samkvæmt eldri framkvæmdaáætlun. Alls munu því verða byggð eða endurgerð 468 hjúkrunarrými á tímabilinu ýmist til fjölgunar rýma eða til að bæta aðbúnað.

Alþingi samþykkti í júní síðastliðnum nýja fjármálaáætlun til næstu fimm ára. Með henni skapaðist svigrúm til aukinnar uppbyggingar hjúkrunarrýma sem áætlun heilbrigðisráðherra miðast við.

Á höfuðborgarsvæðinu verður hjúkrunarrýmum fjölgað um 80 umfram gildandi áætlun og um 10 í Árborg. Uppbygging miðar einnig að því að bæta aðbúnað íbúa á nokkrum hjúkrunarheimilum þar sem þörf er á að færa aðbúnaðinn til nútímalegs horfs, í samræmi við viðmið velferðarráðuneytisins um skipulag hjúkrunarheimila. Áætlað er að byggja 23 rými á Húsavík, 24 á Höfn í Hornafirði og endurgera 18 hjúkrunarrými í Stykkishólmi.

Áform um fjölgun rýma byggist á mati velferðarráðuneytisins á því hvar þörfin er mest og taka mið af fjárhagslegu svigrúmi gildandi fjármálaáætlunar. Áætlaður heildarkostnaður við uppbyggingu 155 hjúkrunarrýma er tæpir fimm milljarðar króna. Í áætluninni er miðað við lágmarksþátttöku hlutaðeigandi sveitarfélaga í framkvæmdakostnaðinum, þ.e. 15% á móti 85% kostnaði ríkissjóðs.
Byggðarráð fagnar fyrirhugaðri byggingu 23 nýrra hjúkrunarrýma á Húsavík eins og fram kemur í tilkynningu á vef velferðarráðuneytisins. Um er að ræða 23 ný hjúkrunarrými.

4.Umsókn um styrk frá Félagi eldriborgara á Húsavík

Málsnúmer 201710067Vakta málsnúmer

Félag eldri borgara á Húsavík óskar eftir styrk að fjárhæð fimm milljónir til að fjármagna lokaátak framkvæmda við húsnæði félagsins að Garðarsbraut 44.
Byggðarráð frestar afgreiðslu erindisins þar til félagsmálanefnd hefur fjallað um málið.

5.Raufarhöfn og framtíðin - staða og framtíðarsýn verkefnisins

Málsnúmer 201710122Vakta málsnúmer

Um áramótin lýkur verkefninu Brothættar byggðir - Raufarhöfn og framtíðin með formlegum hætti. Eftir stendur ákvörðun sveitarstjórnar um framtíð verkefnisins á vegum sveitarfélagsins og hvernig unnið verði með þann árangur sem náðst hefur með verkefninu.

https://www.byggdastofnun.is/is/brothaettar-byggdir/raufarhofn
Byggðarráð felur sveitarstjóra að óska eftir stöðufundi með stjórn Brothættra byggða á Raufarhöfn.

6.Íslands ljóstengt - byggðastyrkur 2018

Málsnúmer 201710087Vakta málsnúmer

Fjarskiptasjóður mun úthluta 450 m.kr. til uppbyggingar sveitarfélaga á ljósleiðarakerfum árið 2018 líkt og sjóðurinn gerði vegna uppbyggingar þeirra árin 2016 og 2017. Í ljósi þess að fjárhagur og aðstæður sveitarfélaga er mismunandi hefur verið ákveðið að styrkja samkeppnisstöðu tiltekinna sveitarfélaga gagnvart umsóknum í samkeppnispott fjarskiptasjóðs vegna 2018. Sérstökum 100 m.kr. byggðastyrk er varið til þessa verkefnis.

Byggðastyrknum er skipt í tvo hluta að þessu sinni. Annars vegar er 10 m.kr. úthlutað beint til tiltekinna
"brothættra byggða" og hins vegar er 90 m.kr. úthlutað samkvæmt aðferð sem hér er útlistuð. Notast er við
vog við samanburðarmat á aðstæðum í sveitarfélögum og fjárfestingargetu þeirra. Sveitarfélög fá þannig
einkunn eða stig í samræmi við innbyrðis uppröðun þeirra á grundvelli töflu 1. Sveitarfélög sem fá fæst
samanlögð stig lenda efst í forgangsröðun gagnvart byggðastyrknum. Þau sveitarfélög sem lenda efst í
forgangsröðun hljóta þannig byggðastyrk vegna 2018.

Alls hlýtur sveitarfélagið Norðurþing styrk að upphæð 9,9 mkr. Hlutfallslega er það skv. útreiknuðum byggðastyrk 6,4 mkr og til brothættra byggða 3,5 mkr.
Styrkveiting ríkisins til lagningar ljósleiðara í dreifbýli á Íslandi hefur verið ómarkviss og upphæðir lágar. Uppbygging hefur því gengið hægt undanfarin ár. Norðurþing mun nýta þessa fjármuni sem hér um ræðir, alls kr. 9,9 milljónir til ljósleiðaralagningar. Ljósleiðari hefur þegar verið lagður frá mörkum Svalbarðshrepps í þéttbýlið á Raufarhöfn. Þá stendur yfir lagning ljósleiðara í Reykjahverfi um þessar mundir. Fyrir liggur að Norðurþing mun senda inn umsókn í stórt verkefni fyrir komandi ár, þar sem sótt verður styrkveiting til lagningar ljósleiðara í þeim dreifðu byggðum Norðurþings sem eftir verða.

7.B-gatnagerðargjöld: bráðabirgðaákvæði í lögum fellt úr gildi áramótin 2017/2018

Málsnúmer 201710074Vakta málsnúmer

Frá 1. janúar 1997 hefur verið í gildi ákvæði til bráðabirgða við lög um gatnagerðargjald um heimild sveitarfélaga til að leggja á B-gatnagerðargjald vegna gatna sem voru enn ómalbikaðar á þeim tíma. Þetta bráðabirgðaákvæði hefur ítrekað verið framlengt en nú, 20 árum eftir samþykkt þess liggur fyrir að það lögin falli úr gildi um næstu áramót.
Lagt fram til kynningar.

8.Ósk um stuðning Norðurþings vegna umsóknar um einkaleyfi á vörumerkinu Arctic Coast Way

Málsnúmer 201710119Vakta málsnúmer

Markaðsstofa Norðurlands óskar eftir því að sveitarfélagið taki þátt í umsókn um að fá einkaleyfi á vörumerkinu Arctic Coast Way. Að sveitarfélagið styðji heils hugar við framtakið og telji einkaleyfið mikilvægt til þess að byggja upp öflugri ferðaþjónustu í sveitarfélaginu. Markmiðið er að vörumerkið Arctic Coast Way verði styrkur fyrir Norðurþing sjálft, ferðaþjónustufyrirtæki og aðra tengda aðila innan sveitarfélagsins hvað varðar atvinnuuppbyggingu til framtíðar.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að svara erindinu.

9.Tilnefning í fagráð Náttúrurannsóknastöðvarinnar á Mývatni

Málsnúmer 201710004Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga frá Skútustaðahreppi og Þingeyjarsveit að skipan í fagráð Náttúrurannsóknarstöðvarinnar á Mýtvatni. Lagt er til að tilnefna Arnheiði Rán Almarsdóttur líftækni og Dr. Helga Arnar Alfreðsson jarðefnafræðing í fagráðið fyrir hönd sveitarfélaganna þriggja til setu í ráðinu.
Byggðarráð samþykkir tilnefningarnar.

10.Ósk um viðræður um uppbyggingarsamning við Golfklúbb Húsavíkur

Málsnúmer 201709170Vakta málsnúmer

Forsvarsmenn Golfklúbbs Húsavíkur hafa fundað með sveitarstjóra nýverið og kynnt hugmyndir klúbbsins að uppbygging og framtíðarsýn félagsins. Sú sýn er afar metnaðarfull og lýsir áhuga golfklúbbsins á því að byggja upp nýja og glæsilega aðstöðu fyrir gesti Katlavallar, austan Þorvaldsstaðarár, á nýjum stað til samræmis við deiliskipulag á svæðinu. Sveitarstjóri fer yfir stöðu viðræðna og hugmyndir golfklúbbsins með hvaða hætti þau sjá fyrir sér að taka næstu skref í málinu.
Lagt fram til umræðu og kynningar.

11.Framkvæmdasjóður ferðamannastaða - umsókn í sjóðinn og forgangsröðun

Málsnúmer 201710130Vakta málsnúmer

Framkvæmdasjóðurinn styrkir framkvæmdir sveitarfélaga og einkaaðila á ferðamannastöðum sem: a) Stuðla að náttúruvernd.
b) Auka öryggi ferðamanna. c) Bæta úr skorti á nauðsynlegum innviðum. d) Framkvæmdum sem búa til nýja ferðamannasegla/staði á „köldum“ svæðum eða árstímum. e) Undirbúning og hönnun fyrir ofangreint.

Umsóknarfrestur er til 25. október n.k. og áætlar Norðurþing að senda inn umsóknir fyrir brýn verkefni í sveitarfélaginu.
Lagt fram til kynningar.

12.Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra

Málsnúmer 201704060Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 195. fundar heilbrigðisnefndar norðurlandssvæðis eystra.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:25.