Byggðarráð Norðurþings

231. fundur 26. október 2017 kl. 12:40 - 15:40 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Óli Halldórsson formaður
  • Olga Gísladóttir varaformaður
  • Jónas Hreiðar Einarsson aðalmaður
  • Kristján Þór Magnússon
  • Soffía Helgadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Drífa Valdimarsdóttir
Fundargerð ritaði: Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Dagskrá

1.Ósk um viðræður um uppbyggingarsamning við Golfklúbb Húsavíkur

201709170

Sveitarstjóri fer yfir stöðu málsins sem kynnt var á síðasta fundi ráðsins. Farið verður yfir upplýsingar sem snúa að hliðstæðum samningum sem önnur sveitarfélög hafa gert við golfklúbba annarsstaðar á landinu. Ljóst er að um metnaðarfullt verkefni golfklúbbsins er að ræða og uppbygging á nýrri aðstöðu muni umbylta starfi klúbbsins.
Byggðarráð fagnar metnaðarfullum áformum Golfklúbbs Húsavíkur og telur þau líkleg til að hafa jákvæð áhrif á skipulag byggðar á Húsavík. Með bættu aðgengi að golfvellinum skapist ennfremur tækifæri til að auka afþreyingarmöguleika og styðja við lýðsheilsumarkmið. Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna drög að uppbyggingarsamningi þegar fyrir liggur nánari fjárhags- og tímaáætlun verkefnisins, fyrir seinni umræður um fjárhagsáætlun Norðurþings.

2.Umsókn um styrk frá Félagi eldriborgara á Húsavík

201710067

Félag eldri borgara á Húsavík óskar eftir styrk að fjárhæð fimm milljónir til að fjármagna lokaátak framkvæmda við húsnæði félagsins að Garðarsbraut 44. Afgreiðslu málsins var frestað á síðasta fundi byggðarráðs.
Fyrir liggur að Norðurþing og Orkuveita Húsavíkur hafa samþykkt fjárveitingar til Félags eldri borgara á Húsavík að fjárhæð 5.000.000 fyrir árið 2017. Byggðarráð telur sér ekki fært að veita styrki til stofnkostnaðar á komandi ári en minnir á að fyrir liggur samþykkt fjárhæð til félagsins á árinu 2018 sem tilgreind er í samningi Félagsþjónustunnar við Félag eldri borgara á Húsavík.

3.Gerð húsnæðisáætlana

201702150

Sveitarstjóri fór yfir stöðu mála við gerð húsnæðisáætlunar Norðurþings en stefnt er að því að hún verði lögð fram til samþykktar fyrir lok ársins. Áætlunin verður til umræðu á fundum félagsmálanefndar, framkvæmdanefndar, skipulags- og umhverfisnefndar auk byggðarráðs í nóvember.
Lagt fram til kynningar. Mikilvægt er að nefndir fái nægjanlegt ráðrúm til að kynna sér efni áætlunarinnar í tíma fyrir næstu nefndarfundi.

4.Hverfisráð Öxarfjarðar 2017

201709132

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar fyrsta fundargerð hverfisráðs Öxarfjarðar.
Lagt fram til kynningar.

5.Hverfisráð Reykjahverfis 2017

201709152

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar fyrsta fundargerð hverfisráðs Reykjahverfis.
Lagt fram til kynningar.

6.Fjárhagsáætlun Norðurþings 2018

201705145

Fyrir byggðarráði liggja rekstraráætlanir málaflokka 07 Brunamál og almannavarnir, 13 Atvinnumál og 21 Sameiginlegur kostnaður fyrir árið 2018. Einnig er lögð fram endurskoðuð tekjuáætlun vegna fjárhagsáætlunar í samræmi við staðgreiðsluáætlun frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga ásamt drögum að heildaráætlun 2018 og þriggja ára áætlun.
Byggðarráð fór yfir gögn fyrir fyrri umræðu fjárhagsáætlunar 2018, þ.e. tekjuáætlun og heildaryfirlit fjárhagsáætlunar. Þá var fjallað um fjárfestingar komandi árs og farið yfir áætlanir fyrir málaflokka sem tilheyra byggðarráði í fjárhagsáætlun 2018, þ.e. sameiginlegan kostnað, atvinnumál og brunamál. Stefnt er að því að afgreiða fjárhagsáætlun úr byggðarráði á fundi mánudaginn 30. október kl. 12:00 til fyrri umræðu í sveitarstjórn þann 31. október.

Fundi slitið - kl. 15:40.