Fara í efni

Gerð húsnæðisáætlana

Málsnúmer 201702150

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 229. fundur - 09.10.2017

Umræða um gerð húsnæðisáætlunar á vegum Norðurþings. Mánudaginn 16. október fer fram Húsnæðisþing 2017 á vegum Íbúðalánasjóðs, en nú vinna fjölmörg sveitarfélög að sínum húsnæðisáætlunum sem að einhverju leiti verða til umræðu á þinginu. Norðurþing vinnur að gerð sinnar áætlunar, á grunni þeirrar vinnu sem ráðist var í með ALTA ráðgjafarstofu á síðasta ári. Markmiðið er að húsnæðisáætlun Norðurþings verði lögð fram til samþykktar á nóvemberfundi sveitarstjórnar.

https://www.ils.is/husnaedisthing/
Lagt fram til kynningar og sveitarstjórnarfulltrúar hvattir til að sækja fundinn.

Byggðarráð Norðurþings - 231. fundur - 26.10.2017

Sveitarstjóri fór yfir stöðu mála við gerð húsnæðisáætlunar Norðurþings en stefnt er að því að hún verði lögð fram til samþykktar fyrir lok ársins. Áætlunin verður til umræðu á fundum félagsmálanefndar, framkvæmdanefndar, skipulags- og umhverfisnefndar auk byggðarráðs í nóvember.
Lagt fram til kynningar. Mikilvægt er að nefndir fái nægjanlegt ráðrúm til að kynna sér efni áætlunarinnar í tíma fyrir næstu nefndarfundi.

Byggðarráð Norðurþings - 240. fundur - 26.01.2018

Húsnæðisáætlun Norðurþings er í vinnslu og kemur Ketill Árnason til fundarins til að gera grein fyrir stöðu málsins og eiga samtal um hvernig lúkningu verði háttað.
Byggðarráð þakkar Katli fyrir yfirferðina og stefnt er að því að sveitarstjórn fái áætlunina til umræðu og staðfestingar í mars.