Byggðarráð Norðurþings

240. fundur 26. janúar 2018 kl. 12:00 - 14:45 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Olga Gísladóttir varaformaður
  • Jónas Hreiðar Einarsson aðalmaður
  • Kristján Þór Magnússon
  • Gunnlaugur Stefánsson áheyrnarfulltrúi
  • Sif Jóhannesdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Dagskrá

1.Sjúkraflutningar á Raufarhöfn

201712090

Á fundinn kemur Jón Helgi Björnsson forstjóri HSN á Húsavík til að ræða fyrirkomulag sjúkraflutninga á Raufarhöfn og framtíðarsýn stofnunarinnar á starfssvæðinu.
Byggðarráð þakkar Jóni Helga fyrir komuna og leggur áherslu á að HSN tryggi gott viðbragð á svæðinu.

2.Gerð húsnæðisáætlana

201702150

Húsnæðisáætlun Norðurþings er í vinnslu og kemur Ketill Árnason til fundarins til að gera grein fyrir stöðu málsins og eiga samtal um hvernig lúkningu verði háttað.
Byggðarráð þakkar Katli fyrir yfirferðina og stefnt er að því að sveitarstjórn fái áætlunina til umræðu og staðfestingar í mars.

3.Starfsmannamál

201704032

Fært í trúnaðarmálabók.

4.Samþykktir Norðurþings 2018

201801010

Áframhaldandi umræða um samþykktir Norðurþings og breytingar á kjörum fulltrúar í stjórnum, ráðum og nefndum Norðurþings.
Lagt fram til kynningar.

5.Slökkvilið Norðurþings: ársskýrsla 2017

201801029

Fyrir byggðaráði liggur áframhaldandi umfjöllun um skýrslu slökkviliðsstjóra Norðurþings.
Lagt fram til kynningar.

6.Lögreglusamþykkt Norðurþings

201603113

Fyrir byggðarráði liggur lögreglusamþykkt fyrir Norðurþing eftir að tekið var tillit til umsagnar lögreglustjórans á Norðurlandi eystra.
Byggðarráð vísar lögreglusamþykktinni til umræðu í sveitarstjórn.

7.Ósk um viðræður um uppbyggingarsamning við Golfklúbb Húsavíkur

201709170

Sveitarstjóri skýrir frá framgangi málsins og ræðir grunn sveitarfélagsins að uppleggi verkefnisins.
Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.

8.Áskorun vegna uppbyggingar á Akureyrarflugvelli til millilandaflugs

201801104

Fyrir byggðarráði liggur bréf frá Markaðsstofu Norðurlands þar sem skorað er á stjórnvöld að tryggja strax fjármagn til þess að kaupa og setja upp ILS aðflugsbúnað fyrir aðflug úr norðri á Akureyrarflugvelli.
Byggðarráð tekur undir áskorunina.

9.Fakta bygg AS - samskipti

201801105

Sveitarstjórn Norðurþings hefur samþykkt að taka frá lóðina að Vitaslóð 2 á Húsavíkurhöfða, til loka apríl mánaðar 2019, svo að Fakta Bygg AS geti þróað sýnar hugmyndir að uppbyggingu hótels á lóðinni. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa óskað eftir samráðsfundi um verkefnið með fulltrúum sveitarfélagsins í febrúar.
Byggðarráð þakkar fyrir boðið og ákveður að senda fulltrúa sveitarfélagsins á fundinn.

10.Varðar breytingu á umsagnarrétti við afgreiðslu umsókna um rekstrarleyfi skv lögum 85 207

201801116

Fyrir byggðarráði liggur bréf frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra vegna breytinga á afgreiðslu umsókna um rekstrarleyfi.
Lagt fram til kynningar.

11.Dvalarheimili aldraðra - Hvammur, fundargerðir 2017-2018

201702089

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 14:45.