Sveitarstjórn Norðurþings

69. fundur 16. maí 2017 kl. 16:30 - 16:30 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
 • Olga Gísladóttir aðalmaður
 • Soffía Helgadóttir aðalmaður
 • Jónas Hreiðar Einarsson aðalmaður
 • Kjartan Páll Þórarinsson aðalmaður
 • Óli Halldórsson aðalmaður
 • Kristján Þór Magnússon bæjarstjóri
 • Margrét Hólm Valsdóttir Ritari
 • Erna Björnsdóttir Forseti
 • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
 • Trausti Aðalsteinsson 1. varamaður
 • Jóhanna Sigr Kristjánsdóttir 1. varamaður
Starfsmenn
 • Berglind Jóna Þorláksdóttir
Fundargerð ritaði: Margrét Hólm Valsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá

1.Ársreikningur Norðurþings 2016

201704101

Fyrir sveitarstjórn liggur ársreikningur Norðurþings til síðari umræðu.
Til máls tóku: Kristján, Kjartan, Hjálmar, Óli og Jónas.

Kjartan lagði fram eftirfarandi bókun:


"Það er ánægjuefni hversu vel ársreikningur Norðurþings 2016 kemur út.
Hafa ber í huga að framundan eru ýmis kostnaðarsöm verkefni sem eru nauðsynleg til að fylgja eftir þeim framkvæmdum sem nú eru í gangi.
Mikilvægt er að sýna aðhald og skynsemi við stjórnun sveitarfélagsins og ber sérstaklega að nefna að sveitarfélaginu er nú sem áður óheimilt að fara að upp fyrir 150% skuldahlutfall."

Kjartan Páll Þórarinson, Jónas Einarsson

Hjálmar lagði fram eftirfarandi bókun:
"Sveitarfélagið Norðurþing og fjölmargir aðilar hafa undanfarin ár unnið hörðum höndum að atvinnuuppbyggingu í sveitarfélaginu. Ársreikningur fyrir árið 2016 liggur nú fyrir og reglulega ánægjulegt að sjá að áætlanir síðustu ára um auknar tekjur hafa gengið eftir. Ástæður tekjuaukningarinnar eru m.a. uppbygging í orkufrekum iðnaði, ferðaþjónusta og fleiri greinar atvinnulífsins.
Sú uppbygging gjörbreytir tekjumyndun samstæðu sveitarfélagsins og hefur jákvæð áhrif á íbúaþróun til framtíðar. Íbúum fjölgaði um 175 á árinu 2016. Fjárfestingar undanfarinna ára eru að skila sér. Það er gríðarlega mikilvægt að huga að frekari uppbyggingu á Bakka til að tryggja að þær fjárfestingar sem farið hefur verið í nýtist og rekstur sveitarfélagsins haldi áfram að batna.
Rekstrarumhverfi sveitarfélaga er hagstætt; hækkun á fasteignaverði, lágir vextir og lág verðbólga, styrking krónunnar og aukin framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Á sama tíma hafa skuldir Norðurþings aukist og gengið umtalsvert á handbært fé sveitarfélagsins. Lántökur eru því fyrirsjáanlegar nema aðhalds sé gætt í rekstri sveitarfélagsins.
Tekjur á árinu 2016 svipar til þriggja ára áætlunar sem gerð var árið 2013 fyrir árin 2015 til 2017 enda uppbygging á Bakka komin í góðan farveg.
Veltufé frá rekstri samtæðureiknings er 584 milljónir og handbært fé frá rekstri 405 milljónir. Það er góður árangur en ganga þurfti á handbært fé samstæðunnar um 162 milljónir.
Í ársbyrjun 2016 var handbært fé A-hluta 268 milljónir en í árslok 193 milljónir. Því var gengið á handbært fé aðalsjóðs um rúmar 74 milljónir þrátt fyrir að veltufé frá rekstri hafi verið 390 milljónir en 211 milljónir fóru í afborganir langtímalána. Því er alls ekki tímabært að taka ný vaxtaberandi lán, hvorki í A-hluta eða B-hluta fyrirtækjum sem heyra ekki undir uppbyggingu á Bakka. Eigið fé A-hluta var neikvætt um 417 milljónir á árinu en var neikvætt um 564 milljónir árið 2015 sem er skref í rétta átt um 147 milljónir.
Samkvæmt reglum um fjárhagsleg viðmið sveitarfélaga er viðmiðunarhlutfallið skulda 150% af tekjum. Skuldahlutfall Norðurþings í árslok 2016 var 136% sem er mjög ánægjulegt en mikilvægt að greina forsendur lækkunar skuldahlutfallsins. Ástæður þessa eru ytri þættir í rekstri sveitarfélagsins, ekki beinn rekstur þess. Það þarf að sýna ráðdeild og aga í rekstri sveitarfélagsins. Sveitarfélögum er ekki heimilit að fara yfir 150% skuldahlutfallið.
Það er ástæða til að hafa áhyggjur af beinum rekstri sveitarfélagsins. Í skýrslu KPMG frá árinu 2014 er varað við aukinni skuldsetningu. Það er óskynsamlegt að sveitarfélagið ýti undir frekari þenslu á svæðinu og haldi þess í stað að sér höndum, styrki innviði sína, stofnanir og fyrirtæki og hugi að þeim framkvæmdum þegar mestu framkvæmdum vegna Bakka er lokið.
Við erum ánægð með að spár okkar um atvinnuuppbygginu í Þingeyjarsýslu hafi gengið eftir og framtíðin bjartari fyrir vikið fyrir Þingeyinga alla."

Hjálmar Bogi Hafliðason, Soffía Helgadóttir.Óli lagði fram eftirfarandi bókun:

"Meirihluti sveitarstjórnar ítrekar fyrri bókun sína um ársreikning 2016:

Ánægjulegt er að sjá þann viðsnúning á afkomu sveitarfélagsins sem ársreikningur 2016 sýnir. Rekstrarniðurstaða samstæðu Norðurþings er jákvæð um 282 milljónir króna og jákvæð um 100 milljónir króna ef horft er til A-hluta eingöngu. Skuldahlutfall samkvæmt
reglum um fjárhagsviðmið sveitarfélaga er komið niður í 136% fyrir samstæðuna og 128% fyrir A-hlutann. Með því er Norðurþing komið vel niður fyrir 150% viðmið eftirlitsnefndar sveitarfélaga, mun fyrr en áætlað hefur verið. Meirihluti sveitarstjórnar Norðurþings er stoltur af þeirri niðurstöðu sem fyrir liggur. Þessi viðsnúningur er sérstaklega athyglisverður fyrir það að undanfarið hefur verið mikill og uppbyggingartími hjá sveitarfélagin, m.a. við mannaflafreka samningagerð, þróun, skipulag og útfærslu og framkvæmd ýmissa verkefna í tengslum við atvinnulífið á svæðinu. Meirihlutinn vill þakka stjórnsýslu, stjórnendum og öðru starfsfólki Norðurþings sérstaklega fyrir vel unnin verk á álagstímum."

Óli Halldórsson, Erna Björnsdóttir, Olga Gísladóttir, Jóhanna S. Kristjánsdóttir, Trausti Aðalsteinsson.

Ársreikningur Norðurþings er samþykktur samhljóða.
2.Uppbygging slökkvistöðvar

201701015

Á 17. fundi framkvæmdarnefndar var eftirfarandi bókað:

"Miðað við núverandi stöðu mála er ljóst að ný slökkvistöð verður ekki byggð fyrir það fjármagn sem fjárhagsáætlun segir til um.
Framkvæmdanefnd leggur til að farin verði "leið 3" sem kynnt hefur verið og vísar málinu til afgreiðslu í sveitarstjórn."
Til máls tóku: Óli, Jónas, Hjálmar, Erna, Kjartan, Soffía og Kristján.

Sveitarstjórn lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Sveitarstjórn samþykkir að hefja lokahönnun slökkvistöðvar á þeim forsendum sem fjallað hefur verið um og bókað á fundi framkvæmdanefndar Norðurþings 11.maí sl. Til þess að hægt sé að hefja þetta brýna verkefni, telur sveitarstjórn nauðsynlegt að verkefninu verði áfangaskipt og dregið úr kostnaði við fyrsta áfanga. Til verkefnisins liggja fyrir 150 m.kr. á fjárhagsáætlun Norðurþings fyrir árið 2017. Í fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2018 verður væntanlega fjallað um siðari áfanga."

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða ofangreinda tillögu.

3.Breyting aðalskipulags Norðurþings 2010-2030. Stækkun þjónustusvæðis við Héðinsbraut

201611080

Á 16. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var eftirfarandi bókað:

"Vegna athugasemda Skipulagsstofnunar telur nefndin rétt að gera eftirfarandi breytingar á aðalskipulagstillögunni:
1. Gera grein fyrir núverandi stöðu varðandi fjölda gististaða og gistirýma á Húsavík. Skipulagsfulltrúi gerði grein fyrir sínum athugunum þar að lútandi.
2. Skilgreina í greinargerð aðalskipulags að innan lóðarinnar að Héðinsbraut 13 megi að hámarki byggja 1.200 m² með þakhæð allt að 8 m eins og fram kemur í deiliskipulagstillögunni sem kynnt var samhliða aðalskipulagstillögunni.
Vegna athugasemdar Heilbrigðiseftirlits er vísað í umfjöllun um deiliskipulagstillögu.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að aðalskipulagsbreytingin verði samþykkt með ofangreindum breytingum og skipulagsfulltrúa falið að senda skipulagstillöguna til Skipulagsstofnunar til yfirferðar."
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu.

4.Breyting deiliskipulags Höfðavegar

201611081

Á 16. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var eftirfarandi bókað:


"Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillagan verði samþykkt með þeirri breytingu sem tilgreind er hér að ofan. Skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa gildistöku deiliskipulagsins þegar samsvarandi breyting aðalskipulags hefur öðlast gildi."
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu.

5.Norðurhöfn. Tillaga að breyttu deiliskipulagi.

201610076

Á 16. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var eftirfarandi bókað:


"Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við hafnarnefnd og sveitarstjórn að skipulagstillagan verði auglýst til kynningar skv. ákvæðum 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga."
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu.

6.Hækkun gjaldskrár Hitaveitu Öxarfjarðarhéraðs

201705051

Á 213. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:

"Byggðarráð vísar til staðfestingar í sveitarstjórn."
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi gjaldskrá.

7.Gjaldskrá tjaldsvæðis á Húsavík 2017

201705063

Á 17. fundi framkvæmdarnefndar var eftirfarandi bókað:

"Framkvæmdanefnd samþykkir fyrirliggjandi og óbreytta gjaldskrá tjaldsvæðis á Húsavík og vísar málinu til staðfestingar í sveitarstjórn."
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi gjaldskrá.

8.Bókun vegna uppgjörs 2016

201705069

Á 213. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:

"Byggðarráð lýsir því yfir að Norðurþing muni styðja við Leigufélag Hvamms ehf. út yfirstandandi rekstrarár og þar með leggja grunn að forsendum reikningsskila félagsins sem miðast við áframhaldandi rekstur."
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða bókun byggðarráðs.

9.Umsókn um parhúsalóð að Lágholti 1-3

201704110

Á 16. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var eftirfarandi bókað:

"Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að PCC Seaview Residences verði úthlutað lóðinni með fyrirvara um endanlegan frágang deiliskipulags svæðisins."
Forseti bar upp tillögu um að fundaliðir 9-19 yrðu teknir fyrir sameiginlega.

Tillagan var samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða úthlutunina.

10.Umsókn um parhúsalóð að Lágholti 2-4

201704111

Á 16. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var eftirfarandi bókað:

"Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að PCC Seaview Residences verði úthlutað lóðinni með fyrirvara um endanlegan frágang deiliskipulags svæðisins."
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða úthlutunina.

11.Umsókn um parhúsalóð að Lágholti 5-7

201704112

Á 16. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var eftirfarandi bókað:

"Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að PCC Seaview Residences verði úthlutað lóðinni með fyrirvara um endanlegan frágang deiliskipulags svæðisins."
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða úthlutunina.

12.Umsókn um parhúsalóð að Lágholti 6-8

201704113

Á 16. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var eftirfarandi bókað:

"Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að PCC Seaview Residences verði úthlutað lóðinni með fyrirvara um endanlegan frágang deiliskipulags svæðisins."
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða úthlutunina.

13.Umsókn um parhúsalóð að Lágholti 9-11

201704114

Á 16. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var eftirfarandi bókað:

"Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að PCC Seaview Residences verði úthlutað lóðinni með fyrirvara um endanlegan frágang deiliskipulags svæðisins."
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða úthlutunina.

14.Umsókn um parhúsalóð að Lágholti 10-12

201704115

Á 16. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var eftirfarandi bókað:

"Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að PCC Seaview Residences verði úthlutað lóðinni með fyrirvara um endanlegan frágang deiliskipulags svæðisins."
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða úthlutunina.

15.Umsókn um parhúsalóð að Hraunholti 2-4

201704116

Á 16. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var eftirfarandi bókað:

"Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að PCC Seaview Residences verði úthlutað lóðinni með fyrirvara um endanlegan frágang deiliskipulags svæðisins."
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða úthlutunina.

16.Umsókn um parhúsalóð að Hraunholti 6-8

201704117

Á 16. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var eftirfarandi bókað:

"Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að PCC Seaview Residences verði úthlutað lóðinni með fyrirvara um endanlegan frágang deiliskipulags svæðisins."
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða úthlutunina.

17.Umsókn um parhúsalóð að Hraunholti 10-12

201704118

Á 16. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var eftirfarandi bókað:

"Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að PCC Seaview Residences verði úthlutað lóðinni með fyrirvara um endanlegan frágang deiliskipulags svæðisins."
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða úthlutunina.

18.Umsókn um parhúsalóð að Hraunholti 14-16

201704119

Á 16. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var eftirfarandi bókað:

"Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að PCC Seaview Residences verði úthlutað lóðinni með fyrirvara um endanlegan frágang deiliskipulags svæðisins."
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða úthlutunina.

19.Umsókn um parhúsalóð að Hraunholti 18-20

201704120

Á 16. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var eftirfarandi bókað:

"Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að PCC Seaview Residences verði úthlutað lóðinni með fyrirvara um endanlegan frágang deiliskipulags svæðisins."
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða úthlutunina.

20.Orkuveita Húsavíkur ohf - 164

1705001

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 164. fundar Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Fundargerðin er lögð fram.

21.Orkuveita Húsavíkur ohf - 165

1705002

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 165. fundar Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Fundargerðin er lögð fram.

22.Orkuveita Húsavíkur ohf - 166

1705003

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 166. fundar Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Fundargerðin er lögð fram.

23.Skipulags- og umhverfisnefnd - 16

1704011

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 16. fundar skipulags- og umhverfisnefndar Norðurþings.
Til máls tóku undir lið 1 "Breyting aðalskipulags Norðurþings 2010-2030. Stækkun þjónustusvæðis við Héðinsbraut: Hjálmar og Kjartan.

Fundargerðin er lögð fram.

24.Byggðarráð Norðurþings - 213

1705005

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 213. fundar byggðarráðs Norðurþings.
Til máls tók undir lið 2 "Samstarfssamningur um rekstur Húsavíkurvallar": Kjartan.

Til máls tóku undir lið 10 "Sundlaugin í Lundi - 2017": Óli, Olga og Erna.

Fundargerðin er lögð fram.

25.Framkvæmdanefnd - 17

1705004

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 17. fundar framkvæmdanefndar Norðurþings.
Fundargerðin er lögð fram.

26.Fræðslunefnd - 14

1704007

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 14. fundar fræðslunefndar Norðurþings.
Fundargerðin er lögð fram.

27.Stækkun fiskeldis að Núpsmýri í Öxarfirði úr 1600 tonnum í 3000 tonn - beiðni um umsögn

201703043

Fyrir sveitarstjórn liggur beiðni frá Skipulagsstofnun um umsögn vegna stækkunar fiskeldis að Núpsmýri í Öxarfirði úr 1600 tonnum í 3000 tonn.
Til máls tók: Kristján.


Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og byggingafulltrúa að umsögn og felur honum að ganga frá málinu fyrir hönd Norðurþings.

Fundi slitið - kl. 16:30.