Fara í efni

Samkomulag um úthlutun lóða í Holtahverfi á Húsavík

Málsnúmer 201701143

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 203. fundur - 27.01.2017

Olga Gísladóttir sat fundinn í síma.
Gestir fundarins: Snæbjörn Sigurðarson verkefnisstjóri, Gunnar Hrafn Gunnarsson, framkvæmda- og þjónustufulltrúi, Garðar Garðarsson lögmaður (í síma).
Fyrir byggðarráði liggja drög að samkomulagi um úthlutun lóða í Holtahverfi á Húsavík og uppbyggingu PCC Seaview Residences á 11 parhúsum innan hverfins. Samkomulagið felur í sér tvær megin skuldbindingar hvors aðila; að sveitarfélagið Norðurþing hefjist handa við gatnagerð alls hverfisins svo skjótt sem verða má á grundvelli útboðs frá sl. sumri, og hinsvegar skuldbindingu PCC SR um að ljúka framkvæmdum við uppbyggingu 11 parhúsa innan hverfisins á næstu 6-8 mánuðum.
Til fundarins mættu Snæbjörn Sigurðarson verkefnisstjóri, Gunnar Hrafn Gunnarsson framkvæmda- og þjónustufulltrúi og Garðar Garðarson lögmaður (í síma).
Sveitarstjóri fór yfir fyrirliggjandi drög að samkomulagi og þær skuldbindingar sem sem því fylgja.
Byggðarráð samþykkir þá tillögu að samkomulagi sem fyrir liggur og felur sveitarstjóra að ljúka málinu af hálfu Norðurþings.

Sveitarstjórn Norðurþings - 65. fundur - 21.02.2017

Fyrir sveitarstjórn liggur undirritað samkomulag milli Norðurþings og PCC Seaview residences um úthlutun lóða í Holtahverfi á Húsavík.
Til máls tóku: Kristján, Soffía og Jónas.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða samkomulag milli Norðurþings og PCC Seaview residences um úthlutun lóða í Holtahverfi á Húsavík.