Fara í efni

Tilkynning um fyrirhugaða málshöfðun og ósk um afstöðu eigenda jarða er liggja að Ássandi

Málsnúmer 201701144

Vakta málsnúmer

Framkvæmdanefnd - 13. fundur - 20.02.2017

Óskað er eftir því við framkvæmdanefnd að tekin verði afstaða til þess að hvort sveitarfélagið Norðurþing vilji gera athugasemdir við eignarhald Landgræðslu Ríkisins á landi Ássands.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúa er falið að afla frekari gagna um málið og leggja aftur fyrir fund.

Framkvæmdanefnd - 14. fundur - 08.03.2017

Fyrir framkvæmdanefnd liggur að taka afstöðu til þess hvort gera eigi athugasemdir við eignarhald Landgræðslu ríkisins á landi Ássands í Kelduhverfi.
Bréf þess efnis var sent á alla landeigendur sem eiga land að Ássandi og þeim gefin kostur á að gera athugasemdir við eignarhald Landgræðslunnar á því landi sem er undir Skjálftavatni í dag.
Garðar Garðarsson lögmaður Norðurþings lýsti málinu í gegnum síma.
Stefnt er að því að halda fund í næstu viku með landeigendum, sveitarfélaginu og lögfræðingi þess til þess að ræða möguleg næstu skref í málinu.

Sveitarstjórn Norðurþings - 66. fundur - 21.03.2017

Erna Björnsdóttir og Óli Halldórsson óska eftir því að mál er varðar afstöðu eigenda jarða er liggja að Ássandi í Kelduhverfi verði kynnt fyrir sveitarstjórn.
Til máls tóku: Kristján og Óli.

Óli lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að fylgja málinu eftir og senda inn athugasemdir við bréf Landgræðslunnar frá 26. janúar sl., í því augnamiði að af endurheimt lands í landi Ytri-Bakka í Kelduhverfi verði, en því var afsalað til Landgræðslunnar árið 1939."

Tillagan er samþykkt samhljóða.