Sveitarstjórn Norðurþings

66. fundur 21. mars 2017 kl. 16:15 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
 • Örlygur Hnefill Örlygsson aðalmaður
 • Gunnlaugur Stefánsson aðalmaður
 • Jónas Hreiðar Einarsson aðalmaður
 • Kjartan Páll Þórarinsson aðalmaður
 • Óli Halldórsson aðalmaður
 • Sif Jóhannesdóttir aðalmaður
 • Kristján Þór Magnússon bæjarstjóri
 • Margrét Hólm Valsdóttir Ritari
 • Erna Björnsdóttir Forseti
 • Stefán Jón Sigurgeirsson varamaður
 • Hjálmar Bogi Hafliðason 1. varamaður
Fundargerð ritaði: Margrét Hólm Valsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá

1.Áskorun frá íbúum Raufarhafnar

201703118

Fyrir sveitarstjórn liggur áskorun frá íbúum Raufarhafnar þar sem þeir skora á Byggðastofnun að endurskoða aukaúthlutun sértæks byggðakvóta til fyrirtækja á Raufarhöfn.
Til máls tóku: Óli, Hjálmar og Sif.

Sveitarstjórn Norðurþings hefur borist erindi og undirskriftarlisti vegna úthlutunar Byggðastofnunar á sértækum byggðakvóta á Raufarhöfn. Þessi umsýsla og útdeiling sértæks byggðakvóta er verkefni sem alfarið er á höndum Byggðastofnunar. Byggðastofnun hefur rekið verkefnið "Brothættar byggðir" á Raufarhöfn í góðu samstarfi við heimafólk, fyrirtæki og sveitarfélagið Norðurþing undanfarin misseri. Sveitarstjórn Norðurþings telur afar brýnt að áfram takist að styrkja byggð og samfélag á Raufarhöfn með þeim aðferðum sem beitt er, þ.m.t. úthlutun sértæks byggðakvóta. Þannig verði leitast við að vinna í sátt við heimafólk við að ná því meginmarkmiði að efla byggðina á svæðinu.
Fyrir liggur að Byggðastofnun hefur þegar tekið ákvörðun um úthlutun sértæks byggðakvóta og tilkynnt málsaðilum niðurstöðuna. Sveitarstjórn Norðurþings skorar á Byggðastofnun að auka þegar í stað við sértækan byggðakvóta ársins 2017 á Raufarhöfn. Fyrir því eru sterk málefnaleg byggðarök. Jafnframt er með þeim hætti mögulegt að bregðast við þeim athugasemdum sem fyrir liggja, m.a. um uppbyggingu heilbrigðrar samkeppni á vinnumarkaði á Raufarhöfn, án þess að rýra hlut annarra burðarása í atvinnulífi staðarins.

Bókunin er samþykkt samhljóða.

2.Erindisbréf félagsmálanefndar 2016

201603036

Á 11. fundi félagsmálanefndar var eftirfarandi bókað:
"Gerðar voru leiðréttingar á erindisbréfi nefndarinnar hvað varðar heiti nefnda og nýrra laga sem tóku gildi um sl. áramót. Félagsmálanefnd leggur til við sveitarstjórn að erindisbréfið verði samþykkt."
Til máls tóku: Hjálmar, Örlygur og Sif.

Erindisbréfið er samþykkt samhljóða.

3.Vinnureglur um umsagnir vegna rekstrarleyfa

201703047

Á 14. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var eftirfarandi bókað:
"Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að fyrst um sinn verði eftirfarandi vinnureglur lagðar til grundvallar veitinga umsagna vegna rekstrarleyfa til sölu gistingar: 1. Ekki verði veittar jákvæðar umsagnir fyrir nýjum rekstrarleyfum til sölu gistingar í íbúðarhverfum í þéttbýli skv. gildandi aðalskipulagi. Undantekningar eru eftirfarandi: a. Gisting í heimahúsi gistisöluaðila fyrir allt að 5 einstaklinga. Jákvæð umsögn er háð ábúð rekstraraðila og nægilegum fjölda bílastæða innan lóðar eða á nálægum almennum bílastæðum. Rekstraraðili þarf í umsókn að gera skýra grein fyrir því hversu stór hluti hússins verði notaður til gistisölu og eingöngu er heimilt að selja gistingu í íbúðarherbergjum samkvæmt samþykktum teikningum. b. Þar sem ekki verður séð að þörf sé fyrir húsnæðið til íbúðarnota og sýnt hafi verið fram á að gistisala sé í sátt við næstu nágranna. 2. Við umsögn vegna endurnýjunar rekstrarleyfis til sölu gistingar innan íbúðarsvæða skal horfa til þess hvort nægilegur fjöldi bílastæða sé innan lóðar eða á nálægum almennum bílastæðum. Vegna umsagnar um endurnýjun rekstrarleyfis vegna sölu gistingar í fjölbýlishúsi verði kallað eftir umsögn húsfélags innan hússins. 3. Á miðsvæðum og verslunar- og þjónustusvæðum í þéttbýli verði jákvæð umsögn sveitarfélags háð því að sýnt sé fram á nægilegan fjölda bílastæða innan lóðar eða á nálægum almennum bílastæðum. 4. Í dreifbýli er jákvæð umsögn sveitarfélagsins háð því að umferð gesta sé ekki líkleg til að valda umtalsverðri truflun til nágranna. Það gildir m.a. um frístundahúsasvæði. Byggingarfulltrúa er falið að veita umsagnir til sýslumanns skv. framangreindum reglum. Með þessum reglum þessum falli út vinnureglur sem nefndin setti sér í október 2016. Vinnureglur þessar verði teknar til endurskoðunar í lok þessa árs. "
Til máls tóku: Sif, Kjartan, Jónas, Hjálmar, Óli og Örlygur.

Fyrirliggjandi vinnureglur samþykktar með atkvæðum Ernu, Óla, Stefáns Jóns, Örlygs og Sifjar. Kjartan Páll og Jónas greiða atkvæði á móti, Gunnlaugur og Hjálmar Bogi sitja hjá.

Óli Halldórsson lagði fram eftirfarandi tillögu að viðbót við vinnureglur.
"5. Að umsagnir vegna rekstrarleyfa verði fullafgreiddar í skipulags- og umhverfisnefnd samkvæmt þessum vinnureglum. Þannig fari umsagnarbeiðnir ekki inn í byggðarráð eins og verið hefur."

Samþykkt með atkvæðum Ernu, Óla, Stefáns Jóns, Sifjar, Örlygs, Jónasar og Kjartans. Gunnlaugur og Hjálmar greiða ekki atkvæði.

4.Hugrún Rúnarsdóttir og Bjarki Helgason sækja um stækkun lóðar við Auðbrekku 10.

201703033

Á 14. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var eftirfarandi bókað:
"Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að lóð Auðbrekku 10 verði stækkuð til samræmis við gildandi deiliskipulag."
Samþykkt samhljóða.

5.Beiðni um tímabundið leyfi frá stöfum í sveitarstjórn Norðurþings

201703098

Fyrir sveitarstjórn liggur beiðni frá Gunnlaugi Stefánssyni um leyfi frá störfum í sveitarstjórn frá 1.4.2017 - 31.10.2017.
Til máls tók: Gunnlaugur.

Gunnlaugur vék síðan af fundi eftir útskýringar varðandi leyfisósk sína.

Samþykkt samhljóða.

6.Fundarboð - fulltrúaráð EBÍ

201703090

Fyrir sveitarstjórn liggur að tilnefna fulltrúa Norðurþings í fulltrúaráð EBÍ út kjörtímabilið 2014-2018, í stað Friðriks Sigurðssonar.
Til máls tók: Erna.

Erna lagði fram þá tillögu að Örlygur Hnefill Örlygsson verði fulltrúi Norðurþings í fulltrúaráði EBÍ út kjörtímabilið 2014-2018.

Tillagan er samþykkt samhljóða.

7.Tilkynning um fyrirhugaða málshöfðun og ósk um afstöðu eigenda jarða er liggja að Ássandi

201701144

Erna Björnsdóttir og Óli Halldórsson óska eftir því að mál er varðar afstöðu eigenda jarða er liggja að Ássandi í Kelduhverfi verði kynnt fyrir sveitarstjórn.
Til máls tóku: Kristján og Óli.

Óli lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að fylgja málinu eftir og senda inn athugasemdir við bréf Landgræðslunnar frá 26. janúar sl., í því augnamiði að af endurheimt lands í landi Ytri-Bakka í Kelduhverfi verði, en því var afsalað til Landgræðslunnar árið 1939."

Tillagan er samþykkt samhljóða.

8.Skýrsla sveitarstjóra

201504047

Sveitarstjóri fer yfir verkefni frá síðasta sveitarstjórnarfundi.
Til máls tók: Kristján.

9.Framkvæmdanefnd - 13

1702009

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 13. fundar framkvæmdanefndar Norðurþings.
Til máls tóku undir lið 10 "Sala eigna": Jónas, Óli, Hjálmar, Gunnlaugur, Erna og Kjartan.

Hjálmar og Kjartan lögðu fram eftirfarandi tillögu:
"Kannaður verði sá möguleiki að selja ekki lögaðilum stakar íbúðir sveitarfélagsins".

Tillagan er samþykkt með atkvæðum Ernu, Óla, Stefáns, Sifjar, Jónasar, Kjartans, Gunnlaugs og Hjálmars. Örlygur greiðir ekki atkvæði.

Til máls tóku undir lið 5 "Iðavellir 8 - Húsavík": Hjálmar, Óli, Sif, Kjartan, Erna, Jónas og Kristján.

Til máls tóku undir lið 3 "Ísland ljóstengt 2017": Jónas, Kristján og Gunnlaugur.

Fundargerðin er lögð fram.

10.Byggðarráð Norðurþings - 206

1702012

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 206. fundar byggðarráðs Norðurþings.
Fundargerðin er lögð fram.

11.Byggðarráð Norðurþings - 207

1703001

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 207. fundar byggðarráðs Norðurþings.
Fundargerðin er lögð fram.

12.Félagsmálanefnd - 11

1703002

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 11. fundar félagsmálanefndar Norðurþings.
Til máls tóku undir lið 1 "Jafnréttis- og framkvæmdaáætlun Norðurþings 2014-2018": Hjálmar, Erna, Örlygur, Gunnlaugur, Óli, Sif, Jónas.

Hjálmar lagði fram eftirfarandi bókun:
"Við skipan í hafnastjórn braut sveitarstjórn eigin jafnréttis- og framkvæmdaáætlun 2014-2018 enda kjörið í nefndina eftir að áætlun tók gildi".

Örlygur lagði fram eftirfarandi bókun:
"Bókun Hjálmars er röng, þar sem hafnanefnd tók til starfa í mars 2016 en reglur um kynjaskiptingu nefnda voru settar í júní 2016.
Tek hins vegar heilshugar undir afstöðu Hjálmars og bendi jafnframt á að ég er sjálfur er einn karl í félagsmálanefnd. Þetta er verkefni okkar allra og á alls ekki að vera pólitískt bitbein."

Fundargerðin er lögð fram.

13.Framkvæmdanefnd - 14

1703003

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 14. fundar framkvæmdanefndar Norðurþings.
Til máls tóku undir lið 3 "Sundlaug Húsavíkur - vatnsrennibraut": Hjálmar, Kjartan, Jónas, Erna, Óli, Gunnlaugur,

Hjálmar og Kjartan lögðu fram eftirfarandi tillögu:

"Það fjármagn sem er fyrirhugað á fjárhagsáætlun fyrir árið 2017 dugar ekki fyrir rennibraut og framkvæmdum. Leggjum til að hluta af fjármununum verði varið í að skoða þann möguleika að byggja sundlaug/kar við íþróttahús, Framhaldsskóla og Borgarhólsskóla verði ekki af fyrirhuguðum framkvæmdum. Þannig megi samnýta húsnæði íþróttahallarinnar, stutt að fara í sund o.fl."

Eftirfarandi bókun var lögð fram af Ernu, Óla, Stefáni, Sif og Örlygi:

"Ekkert er því til fyrirstöðu að hefja skoðun á framtíðaruppbyggingu sundlaugarmannvirkja á Húsavík og alls ótengt áformum um uppsetningu á afþreyingarbúnaði fyrir börn í samfélaginu. Þegar hefur verið ákveðið að veita fé til byggingar rennibrautar fyrir börn í Sundlaug Húsavíkur árið 2017. Æskulýðs- og mennningarnefnd og framkvæmdanefnd hafa fjallað með jákvæðum hætti um málið og hafa tómstunda- og æskulýðsfulltrúi og framkvæmdafulltrúi málið til útfærslu um þessar mundir. Vonandi verður hægt að færa börnum í samfélaginu rennibraut að gjöf með formlegum hætti á Mærudögum sumarið 2017."

Tillaga Hjálmar og Kjartans er felld með atkvæðum Ernu, Óla, Stefáns, Sifjar og Örlygs. Samþykkir eru Hjálmar, Kjartan og Gunnlaugur. Jónas greiðir ekki atkvæði.

Til máls tóku undir lið 6 "Húsbílastæði við íþróttahöll": Örlygur og Kjartan.

Örlygur leggur fram eftirfarandi tillögu:

"Að auki verði tekinn til skoðunar sá kostur að nýta stæði við Sundlaug Húsavíkur, enda eru þar 64 stæði ef frá eru talin stæði fyrir fatlaða. Eru stæði innst á bílaplaninu oft vannýtt. Myndi sá kostur opna á aukna tengingu við tjaldsvæði þar sem boðið er upp á ýmsa gagnlega þjónustu fyrir ferðafólk, auk þess sem notendur stæðanna gætu nýtt hina frábæru sundlaug okkar til sunds og baðferða. Loks er vert að nefna að mun sólríkara er í Laugarbrekkunni en á planinu við íþróttahöllina, sem er stóran hluta dags í skugga af fjallinu og íþróttahöllinni."

Tillaga Örlygs er samþykkt samhljóða.

Til máls tóku undir lið 8 "Þjónustumiðstöð Húsavík - staða": Jónas og Kristján.

Fundargerðin er lögð fram.
14.Fræðslunefnd - 12

1703004

Fyrir fundargerð liggur fundargerð 12. fundar fræðslunefndar Norðurþings.
Til máls tóku undir lið 3 "Viðmið um fjölda leikskólabarna á deild samrekinna leik- og grunnskóla": Jónas og Sif.


Fundargerðin er lögð fram.

15.Byggðarráð Norðurþings - 208

1703006

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 208. fundar byggðarráðs Norðurþings.
Til máls tóku undir lið 4 "Allsherjar- og menntamálanefnd: Til umsagnar 106. mál, frumvarp til laga um breyt. á lögum um verslun áfengis og tóbaks o.fl.(smásala áfengis): Kjartan og Sif.

"Sveitarstjórn Norðurþings leggst eindregið gegn frumvarpi um breytt fyrirkomulag á smásölu á áfengi. Sveitarstjórn skorar á þingmenn að greiða atkvæði gegn breytingunni."

Fundargerðin er lögð fram.

16.Hafnanefnd - 12

1703009

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 12. fundar hafnanefndar Norðurþings.
Til máls tók undir lið 1 "Fjárhagsleg endurskipulagning innan samstæðu Norðurþings": Kristján.

Fundargerðin er lögð fram.

17.Æskulýðs- og menningarnefnd - 9

1703010

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 9. fundar æskulýðs- og menningarnefndar Norðurþing.
Fundargerðin er lögð fram.

18.Byggðarráð Norðurþings - 209

1703015

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 209. fundar byggðarráðs Norðurþings.
Til máls tóku undir lið 4 "Norðurþing - upplýsingamál": Hjálmar, Kristján, Óli og Gunnlaugur.

Hjálmar leggur fram eftirfarandi bókun:

"Hvernig var staðið að því að velja hvaða fyrirtæki skal semja við og var leitað tilboða í verkið? Hvar er tillaga um að fara í verkið?"

Til máls tóku undir lið 11 "Efnahags- og viðskiptanefnd: Til umsagnar 120. mál, frumvarp um tekjustofn sveitarfélaga (afnám lágmarksútsvars): Kjartan, Óli og Gunnlaugur.

Fundargerðin er lögð fram.

19.Skipulags- og umhverfisnefnd - 14

1703012

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 14. fundar skipulags- og umhverfisnefndar Norðurþings.
Fundargerðin er lögð fram.

20.Orkuveita Húsavíkur ohf - 159

1702013

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 159. fundar Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Forseti lagði til að fundargerðir Orkuveitu Húsavíkur Ohf. númer 159,160 og 161 yrðu teknar saman sem einn liður í fundargerð.
Samþykkt samhljóða.

21.Orkuveita Húsavíkur ohf - 160

1703014

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 160. fundar Orkuveitu Húsavíkur ohf.

22.Orkuveita Húsavíkur ohf - 161

1703017

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 161. fundar Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Til umræðu eru þrjár fundargerðir Orkuveitu Húsavíkur ohf.

Til máls tóku: Erna, Gunnlaugur, Jónas, Kristján, Óli og Kjartan.

Hjálmar og Örlygur yfirgáfu sveitarstjórnarfund undir þessum lið með leyfi forseta.

23.Orkuveita Húsavíkur ohf - 162

1703013

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 162. fundar Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Til máls tóku undir lið 5 "Hitaveita í Aðaldal": Gunnlaugur og Erna.

Fundargerðin er lögð fram.

Fundi slitið.