Fara í efni

Áskorun frá íbúum Raufarhafnar

Málsnúmer 201703118

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Norðurþings - 66. fundur - 21.03.2017

Fyrir sveitarstjórn liggur áskorun frá íbúum Raufarhafnar þar sem þeir skora á Byggðastofnun að endurskoða aukaúthlutun sértæks byggðakvóta til fyrirtækja á Raufarhöfn.
Til máls tóku: Óli, Hjálmar og Sif.

Sveitarstjórn Norðurþings hefur borist erindi og undirskriftarlisti vegna úthlutunar Byggðastofnunar á sértækum byggðakvóta á Raufarhöfn. Þessi umsýsla og útdeiling sértæks byggðakvóta er verkefni sem alfarið er á höndum Byggðastofnunar. Byggðastofnun hefur rekið verkefnið "Brothættar byggðir" á Raufarhöfn í góðu samstarfi við heimafólk, fyrirtæki og sveitarfélagið Norðurþing undanfarin misseri. Sveitarstjórn Norðurþings telur afar brýnt að áfram takist að styrkja byggð og samfélag á Raufarhöfn með þeim aðferðum sem beitt er, þ.m.t. úthlutun sértæks byggðakvóta. Þannig verði leitast við að vinna í sátt við heimafólk við að ná því meginmarkmiði að efla byggðina á svæðinu.
Fyrir liggur að Byggðastofnun hefur þegar tekið ákvörðun um úthlutun sértæks byggðakvóta og tilkynnt málsaðilum niðurstöðuna. Sveitarstjórn Norðurþings skorar á Byggðastofnun að auka þegar í stað við sértækan byggðakvóta ársins 2017 á Raufarhöfn. Fyrir því eru sterk málefnaleg byggðarök. Jafnframt er með þeim hætti mögulegt að bregðast við þeim athugasemdum sem fyrir liggja, m.a. um uppbyggingu heilbrigðrar samkeppni á vinnumarkaði á Raufarhöfn, án þess að rýra hlut annarra burðarása í atvinnulífi staðarins.

Bókunin er samþykkt samhljóða.