Fara í efni

Framkvæmdanefnd - 14

Málsnúmer 1703003

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Norðurþings - 66. fundur - 21.03.2017

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 14. fundar framkvæmdanefndar Norðurþings.
Til máls tóku undir lið 3 "Sundlaug Húsavíkur - vatnsrennibraut": Hjálmar, Kjartan, Jónas, Erna, Óli, Gunnlaugur,

Hjálmar og Kjartan lögðu fram eftirfarandi tillögu:

"Það fjármagn sem er fyrirhugað á fjárhagsáætlun fyrir árið 2017 dugar ekki fyrir rennibraut og framkvæmdum. Leggjum til að hluta af fjármununum verði varið í að skoða þann möguleika að byggja sundlaug/kar við íþróttahús, Framhaldsskóla og Borgarhólsskóla verði ekki af fyrirhuguðum framkvæmdum. Þannig megi samnýta húsnæði íþróttahallarinnar, stutt að fara í sund o.fl."

Eftirfarandi bókun var lögð fram af Ernu, Óla, Stefáni, Sif og Örlygi:

"Ekkert er því til fyrirstöðu að hefja skoðun á framtíðaruppbyggingu sundlaugarmannvirkja á Húsavík og alls ótengt áformum um uppsetningu á afþreyingarbúnaði fyrir börn í samfélaginu. Þegar hefur verið ákveðið að veita fé til byggingar rennibrautar fyrir börn í Sundlaug Húsavíkur árið 2017. Æskulýðs- og mennningarnefnd og framkvæmdanefnd hafa fjallað með jákvæðum hætti um málið og hafa tómstunda- og æskulýðsfulltrúi og framkvæmdafulltrúi málið til útfærslu um þessar mundir. Vonandi verður hægt að færa börnum í samfélaginu rennibraut að gjöf með formlegum hætti á Mærudögum sumarið 2017."

Tillaga Hjálmar og Kjartans er felld með atkvæðum Ernu, Óla, Stefáns, Sifjar og Örlygs. Samþykkir eru Hjálmar, Kjartan og Gunnlaugur. Jónas greiðir ekki atkvæði.

Til máls tóku undir lið 6 "Húsbílastæði við íþróttahöll": Örlygur og Kjartan.

Örlygur leggur fram eftirfarandi tillögu:

"Að auki verði tekinn til skoðunar sá kostur að nýta stæði við Sundlaug Húsavíkur, enda eru þar 64 stæði ef frá eru talin stæði fyrir fatlaða. Eru stæði innst á bílaplaninu oft vannýtt. Myndi sá kostur opna á aukna tengingu við tjaldsvæði þar sem boðið er upp á ýmsa gagnlega þjónustu fyrir ferðafólk, auk þess sem notendur stæðanna gætu nýtt hina frábæru sundlaug okkar til sunds og baðferða. Loks er vert að nefna að mun sólríkara er í Laugarbrekkunni en á planinu við íþróttahöllina, sem er stóran hluta dags í skugga af fjallinu og íþróttahöllinni."

Tillaga Örlygs er samþykkt samhljóða.

Til máls tóku undir lið 8 "Þjónustumiðstöð Húsavík - staða": Jónas og Kristján.

Fundargerðin er lögð fram.