Fara í efni

Framkvæmdanefnd

19. fundur 13. júlí 2017 kl. 16:00 - 18:15 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Sigurgeir Höskuldsson formaður
  • Trausti Aðalsteinsson varaformaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
  • Arnar Guðmundsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Gunnar Hrafn Gunnarsson framkv.- og þjónustufullt
Fundargerð ritaði: Gunnar Hrafn Gunnarsson framkvæmda- og þjónustufulltrúi
Dagskrá
Hjalmar Bogi Hafliðason sat fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.

1.Uppbygging slökkvistöðvar

Málsnúmer 201701015Vakta málsnúmer

Á fundinn kemur Almar Eggertsson fyrir hönd Faglausnar og kynnir lokadrög að teikningum hússins sem hýsa skal slökkvilið Norðurþings og starfsemi hafna Norðurþings á Húsavík.
Framkvæmdanefnd samþykkir fyrirliggjandi teikningar af nýrri slökkvistöð með aðstöðu fyrir starfsemi hafna Norðurþings, ásamt þeim tímaás sem einnig var lagður fram.

2.Þjónustu- og flokkunarstöð að Víðimóum

Málsnúmer 201706155Vakta málsnúmer

Til máls tóku undir lið 1 "Almennt um sorpmál 2017" og lið 4 "Þjónustumiðstöð á Húsavík - staða": Hjálmar, Jónas, Soffía, Óli og Sif. Hjálmar lagði fram eftirfarandi tillögu: "Fulltrúar Framsóknarflokks og Samfylkingar leggja til að tekið verði til skoðunar að sveitarfélagið taki sorpmálin yfir sjálft, s.s. sorphirðu. Næstu áramót renna út samningar um sorphirðu á austursvæðinu og vorið 2018 á Húsavík og Reykjahverfi. Samhliða þessu verði starfsemi Þjónustustöðvanna endurskoðuð. Í þessu felast tækifæri að byggja upp öfluga Þjónustu- og flokkunarstöð í húsnæði sveitarfélagsins í Víðimóum." Hjálmar Bogi Hafliðason Soffía Helgadóttir Kjartan Páll Þórarinsson Jónas Einarsson Tillagan er samþykkt með atkvæðum Hjálmars, Soffíu, Kjartans, Jónasar, Örlygs, Olgu og Óla. Erna og Sif greiða ekki atkvæði.
Samhliða vinnu við endurskoðun starfsemi þjónustustöðvar á Húsavík, verður aðkoma sveitarfélagsins að sorphirðu skoðuð.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið að vinna málið.

3.Sundlaug Húsavíkur - vatnsrennibraut

Málsnúmer 201611099Vakta málsnúmer

Faglausn hefur tekið saman alla kostnaðarliði við þær tvær lausnir sem ákveðið hefur verið að skoða nánar varðandi nýja vatnsrennibraut við sundlaug Húsavíkur. Fyrir framkvæmdanefnd liggur að taka ákvörðun út frá þeirri greiningu hvor lausnin verður valin.
Framkvæmdanefnd samþykkir að fara "leið 1" í uppsetningu vatnsrennibrautar við sundlaug Húsavíkur.
Skv. kostnaðargreiningu Almars Eggertssonar hjá Faglausn ehf er gert ráð fyrir að heildarkostnaður við verkefnið sé í samræmi við framkvæmdaáætlun fyrir árið 2017.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúa er falið að vinna málið áfram.

Hjálmar Bogi Hafliðason óskar bókað:
Á upphaflegri fjárhagsáætlun 2017 eru 13 milljónir króna áætlaðar í nýja rennibraut við Sundlaug Húsavíkur. Það var skammsýni og er enn. Fyrir liggur kostnaðargreining sem er umtalsvert hærri en sú upphæð. Undirritaður leggur til að hafist verði handa við nýja sundlaug ásamt tilheyrandi enda núverandi laug komin á tíma og verulegt viðhald. Vöndum okkur, hugsum lengra og gerum hlutina vel.

Meirihlutinn óskar bókað:
Til að viðhafa fagleg vinnubrögð var fagaðila falið og kostnaðargreina mismunandi leiðir og er kostnaður við þá leið sem hefur verið valin sambærilegur við það sem fram kemur í framkvæmdaáætlun fyrir 2017. Það er fagnaðarefni að sveitarfélagið geti framkvæmt í þágu barna og fjölskyldufólks á svæðinu. Bygging nýrrar sundlaugar felur í sér kostnað sem sveitarfélagið ræður engan vegin við að svo stöddu og því ekki raunhæft að fara í þá framkvæmd.

4.Ósk um aksturshindrun

Málsnúmer 201706110Vakta málsnúmer

Fyrir framkvæmdanefnd liggur að taka afstöðu til erindis varðandi aksturshindrun frá Túngötu inn á Garðarsbraut milli Garðarsbrautar 36 og 38.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið að sjá til þess að þessari leið verði lokað fyrir bílaumferð.

5.Fegrun Búðarárgils

Málsnúmer 201707062Vakta málsnúmer

Fyrir framkvæmdanefnd liggur að taka afstöðu til erindis varðandi "fegrun Búðarárgils", hvort veita skuli leyfi fyrir skreitingum á brúarstöplum í Búðarárgili.
Framkvæmdanefnd samþykkir fegrun Búðarárgils og felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að klára málið, enda felur þetta ekki í sér neinn verulegan kostnað fyrir sveitarfélagið.

6.Áskorun varðandi frágang á gangstétt við Lyngholt

Málsnúmer 201707075Vakta málsnúmer

Fyrir framkvæmdanefnd liggur að taka ákvörðun um hvort ráðast skuli í framkvæmdir við gangstéttar í Lyngholti á þessu ári.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið að útfæra lagningu gangstétta við Lyngholt á Húsavík og koma inn í framkvæmdaáætlun fyrir árið 2018.

7.Staða gatnaframkvæmda 2017

Málsnúmer 201701037Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og þjónustufulltrúi fer yfir stöðu framkvæmda tengdum Reykjaheiðarvegi ásamt stöðu framkvæmda við gerð hraðahindrunar á Héðinsbraut við gatnamót Laugarbrekku og Auðbrekku.
Framkvæmdanefnd samþykkir að haldið skuli áfram með hönnun Reykjaheiðarvegar á þeim nótum sem kynntar voru á fundinum.
Framkævmda- og þjónustufulltrúa falið að þrýsta á vegagerðina varðandi uppsetningu hraðahindrunar á Héðinsbraut til móts við sundlaug Húsavíkur og íþróttavöll.

8.Tjaldsvæðið á Húsavík

Málsnúmer 201608033Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og þjónustufulltrúi fer yfir stöðu tjaldsvæðis Húsavíkur ásamt þeim kostnaði sem bókfærður hefur verið vegna framkvæmda þar.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúi fór yfir kostnaðartölur vegna framkvæmda við tjaldsvæðið á Húsavík.

9.Lindarholt 10

Málsnúmer 201707064Vakta málsnúmer

Fyrir framkvæmdanefnd liggur að taka ákvörðun um hvort setja skuli eignina Lindarholt 10 á Raufarhöfn á sölu.
Framkvæmdanefnd samþykkir að segja upp leigusamningi við leigjanda að Lindarholti 10 á Raufarhöfn og setja húsið á sölu að uppsagnartíma liðnum.

10.Lausaganga stórgripa

Málsnúmer 201705085Vakta málsnúmer

Fjalla þarf um samþykkt um bann við lausagöngu stórgripa í Norðurþingi.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúi kynnti mögulegar afleiðingar slíkrar samþykktar fyrir sveitarfélagið.
Hugsanlega dugar að vísa í 6. grein laga um búfjárhald nr. 38 frá 4. apríl 2013 í stað þess að taka upp nýja samþykkt um lausagöngu stórgripa.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið að kynna málið frekar á næsta fundi framkvæmdanefndar.

11.Verkefnið Raufarhöfn og framtíðin fer fram á að Síldarstúlkan sem stendur á Óskarsplani verði merkt með platta

Málsnúmer 201707001Vakta málsnúmer

Fyrir framkvæmdanefnd liggur að taka afstöðu til erindis varðandi merkingar listaverks á Raufarhöfn.
Framkvæmdanefnd gerir ekki athugasemdir við að Síldarstúlkan á Óskarsplani verði merkt með platta.

Fundi slitið - kl. 18:15.