Fara í efni

Lausaganga stórgripa

Málsnúmer 201705085

Vakta málsnúmer

Framkvæmdanefnd - 17. fundur - 11.05.2017

Fyrir framkvæmdanefnd liggur að taka afstöðu til lausagöngu stórgripa, þ.e. nautgripa og hrossa í Norðurþingi.
Kvartanir hafa borist vegna lausagöngu nautgripa og hrossa.
Önnur sveitarfélög eru með samþykktir um lausagöngu stórgripa. Þær byggja á 4. gr. laga nr. 38/2013 um búfjárhald.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið að útbúa samþykkt um lausagöngu stórgripa í Norðurþingi og leggja fyrir næsta fund framkvæmdanefndar.

Framkvæmdanefnd - 19. fundur - 13.07.2017

Fjalla þarf um samþykkt um bann við lausagöngu stórgripa í Norðurþingi.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúi kynnti mögulegar afleiðingar slíkrar samþykktar fyrir sveitarfélagið.
Hugsanlega dugar að vísa í 6. grein laga um búfjárhald nr. 38 frá 4. apríl 2013 í stað þess að taka upp nýja samþykkt um lausagöngu stórgripa.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið að kynna málið frekar á næsta fundi framkvæmdanefndar.