Fara í efni

Framkvæmdanefnd

12. fundur 18. janúar 2017 kl. 16:00 - 19:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Sigurgeir Höskuldsson formaður
  • Trausti Aðalsteinsson varaformaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
  • Kjartan Páll Þórarinsson aðalmaður
  • Arnar Guðmundsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Margrét Hólm Valsdóttir Ritari
  • Gunnar Hrafn Gunnarsson framkv.- og þjónustufullt
Fundargerð ritaði: Gunnar Hrafn Gunnarsson Framkvæmda- og þjónustufulltrúi
Dagskrá

1.Uppbygging slökkvistöðvar

Málsnúmer 201701015Vakta málsnúmer

Í tengslum við fyrirhugaða byggingu nýrrar slökkvistöðvar sem kemur einnig til með að nýtast undir starfsemi hafnarinnar hefur komið upp sú umræða hvort starfsemi OH og áhaldahúss eigi eitthvað erindi þar inn.
Framkvæmdanefnd telur ekki skynsamlegt að starfsemi þjónustustöðvar verði staðsett í umræddri byggingu.

2.Fyrirspurn varðandi gangstéttir við Lyngholt á Húsavík

Málsnúmer 201612066Vakta málsnúmer

Sett er fyrir framkvæmdanefnd að taka afstöðu til þess hvenær ráðast skuli í lagningu gangstétta frá gatnamótum Stakkholts og niður Lyngholt.
Framkvæmdanefnd þakkar bréfriturum erindið.
Unnið er að skipulagningu framkvæmda við gangstéttir í Holtahverfi.

3.Færsla ruslagáma á Raufarhöfn í gömlu síldarþrærnar.

Málsnúmer 201610144Vakta málsnúmer

Verkefnið Raufarhöfn og framtíðin veitti styrk til að byrja á því að laga til síldarþrærnar svo að þær gætu verið aðgengilegar fyrir þá sem hirða um ruslið. Styrkurinn er upp á 1,6 milljón sem er fyrir fyrri hluta framkvæmda. Styrkurinn var þó veittur með þeim fyrirvara að Norðurþing setti á framkvæmdaáætlun að klára framkvæmdina í ljósi þess styrks sem hefði komið í framkvæmdina.

Farið er á leit við framkvæmdanefndina að hún setji á framkvæmdaáætlun að klára þessa framkvæmd.
Framkvæmdanefnd samþykkir mótframlag sem nemur upphæð styrks við verkið.

4.Borgarhólsskóli - Umferðaröryggi við sundlaug Húsavíkur

Málsnúmer 201611085Vakta málsnúmer

Fyrir framkvæmdanefnd liggur að taka afstöðu til erindis starfsfólks Borgarhólsskóla sem hefur miklar áhyggjur af umferðaröryggi nemenda á leið í sundkennslu.
Óskað er eftir því að til móts við sundlaugina verði sett upp gönguljós, en að öðrum kosti að gangbrautarvörður tryggi öryggi nemenda á leið þeirra í sundkennslu.
Framkvæmdanefnd samþykkir að gangbraut milli sundlaugar og íþróttasvæðis á þjóðvegi 85 verði færð til suðurs að gatnamótum Auðbrekku og Héðinsbrautar á Húsavík.
Þar verði sett upp gangbrautarljós hið fyrsta og Vegagerðin krafin um aðkomu að verkinu.
Framkvæmdafulltúa er falið að fylgja málinu eftir.

5.Snjómokstur við Grímsstaði.

Málsnúmer 201612117Vakta málsnúmer

Fyrir framkvæmdanefnd liggur að taka afstöðu til þess hvort sveitarfélagið Norðurþing skuli standa straum af kostnaði við helmingamokstur frá gatnamótum við brú yfir Jökulsá á Fjöllum og niður að Grímstungu.
Ferðamannastraumur hefur aukist mikið á síðustu árum á þessu svæði að sögn staðarhaldara og er ferðamannatíminn í auknum mæli að færast inn í veturinn.
Fyrir liggja drög að samningi við Vegagerðina um þennan snjómokstur sem aðeins á eftir að undirrita.
Framkvæmdanefnd samþykkir að standa straum af kostnaði við helmingamokstur við Grímstungu til eins árs í tilraunaskyni frá undirritun samnings við Vegagerðina.

6.Staða gatnaframkvæmda 2017

Málsnúmer 201701037Vakta málsnúmer

Holtahverfi - Undirbúningur er u.þ.b. að hefjast við gatnaframkvæmdir í Holtahverfi á svæði E.
Gatnahönnun hefur farið fram að undirlagi PCC sem unnin var af verkfræðistofunni Eflu, en verið er að vinna í því að fá þau gögn afhent til þess að hægt sé að hefja vinnu við verkefnið.

Höfði - Deiliskipulag liggur fyrir af höfðanum, en hæðarkóta vantar á austurhluta svæðisins svo hægt sé að hefja hönnunarvinnu við gatnagerð. Í raun er ekki gert ráð fyrir miklum breytingum á hæðarlegu gatna þar sem vinna þarf út frá þeim lóðum sem þegar eru fullkláraðar á þessu svæði. Gera þarf ráð fyrir hugsanlegri breytingu á vegtengingu við hafnarsvæði austan við skemmu Eimskips og austan við fyrirhugaða slökkvistöð sem til stendur að byggja þar.

Reykjaheiðarvegur - Vinna er ekki hafin við að forma endanlegt útlit Reykjaheiðarvegar, en að ýmsu er að hyggja áður en farið verður í þær framkvæmdir.

Nýr vegur að tjaldsvæði - Vinna er ekki hafin við hönnun nýs vegar að tjaldsvæði austan íþróttavalla. Um er að ræða ca. 200 m vegtengingu frá Auðbrekku að tjaldsvæði og verður gömlu aðkeyrslunni frá þjóðvegi 85 að tjaldsvæði lokað.

Öskjureitur - Áður en hægt er að hefja framkvæmdir við Öskjureit þurfa að eiga sér stað viðræður við Minjastofnun vegna væntanlegra fornleyfa á þessu svæði, um það hvernig þessum framkvæmdum skuli háttað.

Staða vegmerkinga á Húsavík - Þessari vinnu, sem sett var í gang í kjölfar athugasemda frá lögreglunni varðandi umferðamál er að mestu lokið. Þó á enn eftir að tryggja betur umferðaröryggi gangandi vegfarenda við sundlaug og íþróttavelli, en sú vinna er í gangi.
Framkvæmdafulltrúi fór yfir stöðu fyrirhugaðra gatnaframkvæmda.

7.Ísland ljóstengt 2017

Málsnúmer 201612061Vakta málsnúmer

Fyrir liggur samþykki frá byggðarráði að lögð verði fram umsókn um styrk úr fjarskiptasjóði fyrir árið 2017 til ljósleiðaravæðingar í dreifbýli Norðurþings.
Auglýsing um styrkveitingar var send út þann 9. desember 2016 og áttu umsóknir að hafa skilað sér þann 11. janúar 2017. Töluverður undirbúningur þurfti að eiga sér stað fyrir þessa umsókn og nokkuð magn gagna að fylgja með til þess að umsókn yrði tekin til greina.
Fjarskiptasjóður veitir ákveðna styrkupphæð til hvers landshluta og sveitarfélögin sem sækja um styrk úr sjóðnum þurfa svo að deila með sér þeim potti.
Búið er að leggja ljósleiðara í dreifbýli Eyjafjarðar, í Skútustaðahreppi og Þingeyjasveitin klárast í ár ef styrkupphæðin deilist ekki á fleiri.
Í ljósi þess ætti væntanlegur styrkur sem fengist á næsta ári að dekka stærri hluta af kostnaði við lagningu ljósleiðara í Norðurþingi heldur en ef fleiri sveitarfélög væru að deila með sér upphæðinni.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið að kanna hvort möguleiki sé að leggja ljósleiðara í dreifbýli Norðurþings.

8.Erindi vegna húsnæðismála Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Húsavík

Málsnúmer 201612112Vakta málsnúmer

Fyrir framkvæmdanefnd liggur að taka ákvörðun um hvort veita skuli Háskóla Íslands aðgang að húsnæði í eigu sveitarfélagsins til leigu.
Sú hugmynd hefur komið upp að leigja Tún undir Háskólann, en taka þarf afstöðu til þess hvort aðrir og betri möguleikar séu fyrir hendi.
Framkvæmdanefnd samþykkir að fresta afgreiðslu þar til niðurstaða liggur fyrir innan stjórnsýslunnar.

9.Göngustígur við Hvalasafn frá Garðarsbraut niður á Hafnarstétt

Málsnúmer 201701040Vakta málsnúmer

Á undanförnum árum hafa íbúar og hagsmunaaðilar ítrekað komið ábendingum á framfæri um þörf á lagfæringum gönguleiðar frá Garðarsbraut niður að Hafnarstétt (nærri Hvalasafni/Sölku).
Með auknum ferðamannastraumi er mjög brýnt að þessi leið verði greið allt árið ef þess er nokkur kostur. Í hálku verður leiðin mjög varasöm ef hún er ekki upphituð eða vel hreinsuð.
Verið er að kanna möguleika á að tengja snjóbræðslu undir umræddum göngustíg og efla hálkuvarnir.

10.Sala eigna

Málsnúmer 201412024Vakta málsnúmer

Fyrir framkvæmdanefnd liggur að taka ákvörðun um hvort selja eigi eignir sveitarfélagsins að Grundargarði 9, íbúð no. 303 og að Grundargarði 11, íbúð no. 302.
Báðar þessar íbúðir losna um mánaðarmótin janúar-febrúar.

Vegna mikillar eftirspurnar eftir minni íbúðum gæti verið kostur að selja frekar stærri eignir í stað minni íbúða.
Framkvæmdanefnd felur framkvæmda og þjónustufulltrúa að kanna möguleika á sölu eigna til sérstakra húsnæðisfélaga.

Meirihluti framkvæmdanefndar samþykkir að selja íbúð no. 303 að Grundargarði 9.

11.Sundlaug Húsavíkur - vatnsrennibraut

Málsnúmer 201611099Vakta málsnúmer

Fyrir framkvæmdanefnd liggur að fela framkvæmdafulltrúa í samstarfi við íþrótta-og tómstundafulltrúa að leita tilboða í vatnsrennibraut fyrir sundlaug Húsavíkur og ganga frá þeim kaupum.
Áætlaður kostnaður við kaup og uppsetningu rennibrautar er 13 milljónir skv. fjárhagsáætlun 2017.
Framkvæmdanefnd felur framkvæmda og þjónustufulltrúa í samvinnu við íþrótta og tómstundafulltrúa að leita tilboða í vatnsrennibraut fyrir Sundlaug Húsavíkur.

12.Ungmennaráð Norðurþings 2016

Málsnúmer 201609118Vakta málsnúmer

Í framkvæmdaáætlun fyrir árið 2017 er gert ráð fyrir fjármagni til uppbyggingar á athafasvæði barna og unglinga.
Framkvæmdanefnd samþykkir að fela ungmennaráði að koma með tillögu sem fellur að markmiði framkvæmdaáætlunar 2017 og leggja fyrir framkvæmdanefnd.
Miðað er við framkvæmdir að upphæð allt að 2 milljónir.

Fundi slitið - kl. 19:00.