Fara í efni

Skansinn á Hafnarsvæði

Málsnúmer 201709136

Vakta málsnúmer

Framkvæmdanefnd - 22. fundur - 25.10.2017

Lóðarhafar Þekkingarnets og Hvalasafns fara fram á endurbætur og fegrun á svæði sem nefnt er "skansinn" og er á hafnarsvæði milli Hvalasafns og Þekkingarseturs. Sveitarfélagið er einn þriggja aðila sem eiga aðkomu að málinu, en taka þarf afstöðu til þess hvernig staðið skuli að framkvæmdum á svæðinu.
Framkvæmdanefnd styður þær framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru til þess að fegra Skansinn og felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að vinna málið áfram í samvinnu við lóðarhafa.

Framkvæmdanefnd - 27. fundur - 11.04.2018

Komið hafa fram hugmyndir um að fegra Skansinn, baklóð Langaneshúss og Hvalasafnsins á Húsavík og gera umhverfið þar meira aðlaðandi en nú er.
Eignarhald svæðisins sem um ræðir skiptist á milli Norðurþings (42%), Langaneshúss (46%) og Hvalasafnsins (12%). Garðyrkjustjóri NÞ hefur komið að undirbúningi verkefnisins, en að öllum líkindum þarf hönnun útlits að fara fram af hálfu landslagsarkitekts. Skoða þarf hvaða leið er best að fara vaðandi hönnun.
Fyrir framkvæmdanefnd liggur að ákveða framhaldið í málinu.
Framkvæmdanefnd felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að vinna að hönnun svæðisins í samvinnu við eigendur aðliggjandi lóða og leggja fyrir framkvæmdanefnd að því loknu.

Framkvæmdanefnd - 28. fundur - 09.05.2018

Borist hefur bréf frá Langanesi ehf. varðandi þeirra áform um Skansinn á hafnarsvæði.
Langanes ehf. telur skynsamlegt að lóðahafar vinni sameiginlega að fegrun Skansins. Langanes ehf. er með áform um að leggja bundið slitlag með tilheyrandi undirlagi.
Lagt fram til kynningar.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 1. fundur - 26.06.2018

Fyrir liggur tilboð frá Arnhildi Pálmadóttur í hönnun svæðis milli Langaneshúss og Hvalasafns sem nefnt er Skansinn. Samhliða fegrun þessa svæðis er stefnt að því að gera þar minningarreit um skáldkonuna Huldu, en erindi þess efnis var samþykkt í framkvæmdanefd á fyrrihluta árs 2018.

Svæðið sem um ræðir er á forsjá Norðurþings ásamt eigendum þeirra tveggja eigna sem áður eru nefndar.
Lóðahlutdeild þessara aðila er eftirfarandi:
Langanes ehf - 46%
Norðurþing - 42%
Hvalasafnið á Húsavík - 12%

Fyrir liggur óundirrituð viljayfirlýsing um kostnaðarskiptingu verkefnisins m.t.t. eignahlutar, en síðan þá hafa önnur sjónarmið varðandi kostnaðarlega aðkomu að verkefninu skotið upp kollinum.

Taka þarf afstöðu til fyrirliggjandi tilboðs vegna hönnunar á svæðinu.
Fljótlega þarf svo að liggja fyrir ákvörðun um þá kostnaðarskiptingu sem menn sjá fyrir sér varðandi framkvæmdina sjálfa og mögulega verkhlutaskiptingu ef það er eitthvað sem menn vilja skoða.
Skipulags- og framkvæmdaráð hafnar fyrirliggjandi tilboði vegna hönnunar á svæðinu með atkvæðum Kolbrúnar Ödu, Silju og Örlygs.

Heiðar og Hjálmar samþykkja fyrirliggjandi tilboð.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 2. fundur - 03.07.2018

Skipulags- og framkvæmdaráði hefur borist erindi frá Valdimar Halldórssyni f.h. Hvalasafnsins, varðandi Skansinn.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrir sitt leyti að Skansinn verði malbikaður.