Fara í efni

Samningur um sorphirðu, endurvinnslu úrgangs ásamt rekstri móttökustöðvar á Húsavík.

Málsnúmer 202005111

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 69. fundur - 02.06.2020

Samningur um sorphirðu. Til kynningar.
Hjálmar Bogi óskað bókað:
Fyrirspurn
Hvað hækka sorphirðugjöld mikið miðað við síðasta samning á ársgrundvelli fyrir heimili?
Hvaða breyting, ef einhver, hefur átt sér stað til lækkunar miða við upphaflegt útboð?

Framkvæmda- og þjónustufulltrúa er falið að svara fyrirspurninni á næsta fundi ráðsins.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 70. fundur - 09.06.2020

Á 69. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:
Samningur um sorphirðu. Til kynningar.

Hjálmar Bogi óskað bókað:
Fyrirspurn
Hvað hækka sorphirðugjöld mikið miðað við síðasta samning á ársgrundvelli fyrir heimili?
Hvaða breyting, ef einhver, hefur átt sér stað til lækkunar miða við upphaflegt útboð?
Undirritaður samningur milli Norðurþings og Íslenska Gámafélagsins vegna sorphirðu á Húsavík og í Reykjahverfi byggir á útboðsgögnum og því tilboði sem Íslenska Gámafélagið lagði fram að undangengnu útboðsferli.
Varðandi umræðu um mögulegar breytingar á sorphirðugjöldum er vísað til bókunar byggðaráðs undir máli nr. 2 á 326. fundi byggðaráðs vegna fyrirspurna Bergs Elíasar Ágústssonar varðandi sama efni.

Hjálmar Bogi bókar:
Hvað hækka sorphirðugjöld mikið miðað við síðasta samning á ársgrundvelli fyrir heimili?
Sorphirðugjöld hækka úr 47.269 í 73.676 kr. á ári.
Hvaða breyting, ef einhver, hefur átt sér stað til lækkunar miða við upphaflegt útboð?
Engin breyting hefur verið gerð til lækkunar á upphaflegu útboði.

Silja óskar bókað:
Ljóst er að nýundirskrifaður samningur felur í sér mikla hækkun útgjalda sveitarfélagsins til sorphirðu. Samningurinn felur þó í sér að sveitarfélagið hefur tök á hagræða varðandi sorphirðu og tekin verður ákvörðun um gjaldskrár í fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2021 næsta haust. Því er enn óljóst hver verður raunkostnaður fyrir hvert heimili að svo stöddu.

Byggðarráð Norðurþings - 331. fundur - 25.06.2020

Fyrir byggðarráði liggur til staðfestingar samningur Norðurþings við Íslenska Gámafélagið ehf. vegna söfnunar, flutnings, afsetningar og endurvinnslu úrgangs ásamt rekstri móttökustöðvar á Húsavík fyrir sveitarfélagið Norðurþing 2020-2024. Samningurinn byggir m.a. á útboðs- og verklýsingu verks dagsett í janúar 2020 og tilboði verktaka frá 29. febrúar 2020.
Byggðarráð staðfestir fyrirliggjandi samning um sorphirðu með atkvæðum Helenu Eydísar og Kolbrúnar Ödu.
Bergur Elías situr hjá.