Fara í efni

Erindi frá Búfesti hsf. Ósk um samþykki fyrir fráviki frá gildandi deiliskipulagi að Grundargarði 2 og Ásgarðsvegi 27

Málsnúmer 201911066

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 51. fundur - 19.11.2019

Búfesti hsf óskar eftir samþykki fyrir frávíkum frá fyrirliggjandi deiliskipulagi íbúðarsvæðis í Reitnum. Eiríkur H. Hauksson, framkvæmdastjóri Búfestis gerði grein fyrir uppbyggingarhugmyndum um síma.

1) Á lóðinni að Grundargarði 2 verði heimiluð bygging eins sex íbúða raðhúss á tveimur hæðum í stað tveggja fjögurra íbúða fjölbýlishúsa. Fyrirhugað mannvirki rúmast innan fyrirliggjandi byggingarreits.

2) Á lóðinni að Ásgarðsvegi 27 verði heimiluð uppbygging sex íbúða raðhúss í stað fimm íbúða raðhúss. Erindið felur í sér tvo valkosti með mismunandi fyrirkomulagi bílastæða. Annar valkosturinn (A) felur í sér að byggingarreit hússins er hliðrað um 2 m til austurs svo unnt sé að koma öllum bílastæðum á lóðinni vestan við húsið. Hinn valkosturinn (B) miðar við að bílastæði verði við hverja eign frá Ásgarðsvegi og aukabílastæði vestast á lóðinni.

Með erindinu fylgja skýringarmyndir.
Skipulags- og framkvæmdaráð getur fyrir sitt leyti fallist á framkomnar hugmyndir. Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að láta vinna tillögu að skipulagsbreytingu til samræmis við fyrirhugaða uppbyggingu.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 52. fundur - 26.11.2019

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu skipulagsráðgjafa að breytingu deiliskipulags íbúðarsvæðis Í5 í Reitnum til samræmis við óskir Búfesti hsf. Tillagan felur í sér breytingar á byggingarrétti lóðanna að Grundargarði 2 og Ásgarðsvegi 27 eins og nánar er lýst í fundargerð skipulags- og framkvæmdaráðs 19. nóvember s.l.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur breytingar skipulagsins það óverulegar að ekki sé tilefni til fullrar kynningar þeirra skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Ráðið leggur því til við sveitarstjórn að skipulagsbreytingin verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Grennd í því samhengi telur ráðið hæfilega ákvarðaða sem lóðir að Grundargarði 1-3, 4, 6 og 13-15 auk Ásgarðsvegar 21, 22, 25 og 26.

Sveitarstjórn Norðurþings - 97. fundur - 04.12.2019

Á 52. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs kynnti Skipulags- og byggingarfulltrúi tillögu skipulagsráðgjafa að breytingu deiliskipulags íbúðarsvæðis Í5 í Reitnum til samræmis við óskir Búfesti hsf. Tillagan felur í sér breytingar á byggingarrétti lóðanna að Grundargarði 2 og Ásgarðsvegi 27 eins og nánar er lýst í fundargerð skipulags- og framkvæmdaráðs 19. nóvember s.l.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur breytingar skipulagsins það óverulegar að ekki sé tilefni til fullrar kynningar þeirra skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Ráðið leggur því til við sveitarstjórn að skipulagsbreytingin verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Grennd í því samhengi telur ráðið hæfilega ákvarðaða sem lóðir að Grundargarði 1-3, 4, 6 og 13-15 auk Ásgarðsvegar 21, 22, 25 og 26.
Samþykkt samhljóða.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 57. fundur - 04.02.2020

Nú er lokið grenndarkynningu á breytingu deiliskipulags íbúðarsvæðis Í5. Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagsbreytingin verði samþykkt eins og hún var kynnt.

Sveitarstjórn Norðurþings - 99. fundur - 18.02.2020

Á 57. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagsbreytingin verði samþykkt eins og hún var kynnt.
Til máls tóku: Silja, Hafrún, Kristján og Hjálmar.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.