Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

304. fundur 10. október 2019 kl. 08:30 - 11:48 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Kristján Þór Magnússon
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Silja Jóhannesdóttir varaformaður
  • Hafrún Olgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Bergur Elías Ágústsson aðalmaður
  • Kolbrún Ada Gunnarsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Dagskrá

1.Samstarfssamningur milli Norðurþings og Brunavarna Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar

Málsnúmer 201909139Vakta málsnúmer

Samstarfssamningur milli Slökkviliðs Norðurþings og Brunavarna Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar lagður fram.
Byggðarráð staðfestir samninginn.

2.Samstarfssamningur milli Slökkviðliðs Norðurþings og Slökkviliðs Akureyrar

Málsnúmer 201909140Vakta málsnúmer

Samstarfssamningur milli Slökkviliðs Norðurþings og Slökkviliðs Akureyrar lagður fram.
Byggðarráð staðfestir samninginn.

3.Samstarfssamningur milli Slökkviliðs Norðurþings og Slökkviliðs Langanesbyggðar

Málsnúmer 201909141Vakta málsnúmer

Samstarfssamningur milli Slökkviliðs Norðurþings og Slökkviliðs Langanesbyggðar lagður fram.
Byggðarráð staðfestir samninginn.

4.Fundargerðir Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga ses. 2019

Málsnúmer 201909099Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja fundargerðir 4. - 8. fundar stjórnar Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga ses.
Silja Jóhannesdóttir vék af fundi undir þessum lið.

Lagt fram til kynningar.

5.Fundargerðir framkvæmdastjórnar HNÞ bs. 2019

Málsnúmer 201909095Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja fundargerðir 14. og 15. fundar framkvæmdastjórnar HNÞ frá 13. maí 2019 og 16. september 2019.
Lagt fram til kynningar.

6.Fundargerðir 2019 - Samband íslenskra sveitarfélaga.

Málsnúmer 201902004Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 874. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 27. september s.l.
Lagt fram til kynningar.

7.Hverfisráð Kelduhverfis 2019 - 2021

Málsnúmer 201908037Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 9. fundar hverfisráðs Kelduhverfis frá 3. október s.l.
Byggðarráð þakkar hverfisráði Kelduhverfis fyrir greinargóða fundargerð.

Byggðarráð felur sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga hjá fjarskiptafyrirtækjum varðandi GSM símasamband á Tjörnesi og í Kelduhverfi.

Liðum 4 og 5 er vísað til fjölskylduráðs.
Lið 6 er vísað til skipulags- og framkvæmdaráðs.

Fundargerðir hverfisráða eru birtar á heimasíðu Norðurþings.

8.Fasteignamat 2020

Málsnúmer 201907061Vakta málsnúmer

Þjóðskrá Íslands tilkynnir leiðréttingu á fasteignamati fyrir íbúðir í fjölbýli 2020.
Lagt fram til kynningar.

9.Kvikmyndatökur á vegum Netflix og True North á Húsavík

Málsnúmer 201910052Vakta málsnúmer

Næstu daga mun sveitarfélagið taka á móti kvikmyndafólki frá Netflix og True North, sem taka mun upp atriði í nýjustu kvikmynd stórleikarans og handritshöfundarins Will Ferrell. Mun myndin fjalla um Eurovision söngvakeppnina og verður Húsavík að hluta til sögusvið myndarinnar og sem slíkur leika stórt hlutverk í myndinni. Um einstakan atburð er að ræða sem allar líkur eru á að hafi m.a. jákvæð áhrif á komu ferðamanna inn á svæðið næstu árin. Fyrir byggðarráði liggur bréf frá aðstandendum myndarinnar er varðar framgang verkefnisins og leiðbeinandi reglur sem óskað er eftir að íbúar virði á meðan að tökum stendur.
Lagt fram til kynningar.

10.Úrsögn úr svæðisráði Vatnajökulsþjóðgarðs

Málsnúmer 201910001Vakta málsnúmer

Borist hefur erindi frá Óla Halldórssyni, fulltrúa Norðurþings í svæðisráði Vatnajökulsþjóðgarðs, þar sem hann segir sig úr svæðisráðinu af persónulegum ástæðum.
Byggðarráð tilnefnir Kolbrúnu Ödu Gunnarsdóttur sem aðalmann í svæðisráð Vatnajökulsþjóðgarðs.

11.Bygging á íbúðakjarna fyrir fatlaða

Málsnúmer 201909041Vakta málsnúmer

Til fundarins kemur Jónas Einarsson, verkefnisstjóri á framkvæmdasviði til að gera grein fyrir stöðu verkefnisins sem möguleiki er á að komi til framkvæmda á næstu misserum.
Byggðarráð þakkar Jónasi fyrir komuna.

12.Staða fjárfestinga og yfirlit yfir viðhald ársins

Málsnúmer 201909092Vakta málsnúmer

Á 302. fundi byggðarráðs Norðurþings þann 26. september s.l. var tekið fyrir ofangreint mál að beiðni Bergs Elíasar Ágústssonar. Á fundinum var bókað að nánari útfærsla yrði tekin fyrir á næsta fundi ráðsins.
Lagt fram til kynningar.

13.Tilraunaverkefni um uppbyggingu í húsnæðismálum á landsbyggðinni

Málsnúmer 201809061Vakta málsnúmer

Til fundar við byggðarráð kemur Eiríkur Haukur Hauksson, framkvæmdastjóri Búfestis og fer yfir stöðuna er varðar samstarf sveitarfélagsins og Búfestis um tilraunverkefni Íbúðalánasjóðs.
Jónas H. Einarsson verkefnisstjóri sat fundinn undir þessum lið.

Byggðarráð þakkar Eiríki fyrir komuna og felur sveitarstjóra að gera drög að samkomulagi við Búfesti um uppbyggingu íbúða á grunni tilraunaverkefnis Íbúðalánsjóðs.

14.Lánamál Norðurþings

Málsnúmer 201910002Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur yfirlit yfir lán Norðurþings, þ.e. Eignasjóðs, Félagslegra íbúða og Hafnasjóðs.
Lagt fram til kynningar.

15.Allsherjar- og menntamálanefnd: Til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um grunnskóla, nr. 91/2008, með síðari breytingum (framlög til sjálfstætt rekinna grunnskóla), 16. mál.

Málsnúmer 201910003Vakta málsnúmer

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um grunnskóla, nr. 91/2008, með síðari breytingum (framlög til sjálfstætt rekinna grunnskóla), 16. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 18. október n.k.
Lagt fram til kynningar.

16.Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið: frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, með síðari breytingum, og sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011

Málsnúmer 201910042Vakta málsnúmer

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið vekur athygli á eftirfarandi:
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, með síðari breytingum, og sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 hefur verið lagt til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda.

Markmið frumvarpsins er fyrst og fremst að styrkja það lögbundna hlutverk Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga að jafna mismunandi útgjaldaþörf og skatttekjur sveitarfélaga með framlögum til þeirra. Með það að markmiði var farið yfir regluverk sjóðsins,sbr. III. kafla laganna, reglna á grundvelli þeirra og vinnureglna sjóðsins sem staðfestar hafa verið af ráðherra, til að annars vegar styrkja forsendur og grundvöll úthlutana úr Jöfnunarsjóði og hins vegar skýra heimildir löggjafarinnar til skerðinga á framlögum úr sjóðnum í samræmi við dóm Hæstaréttar frá 14. maí 2019, í máli nr. 34/2018. Er frumvarp þetta afrakstur þeirrar vinnu og er tilgangur þess að færa frekari stoð undir þær reglur sem eiga að gilda um úthlutanir jöfnunarframlaga úr sjóðnum.

Sjá hlekk hér: https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=1496
Lagt fram til kynningar.

17.Fjárhagsáætlun Norðurþings 2020

Málsnúmer 201906029Vakta málsnúmer

Á fund byggðarráðs kemur Hafnastjóri Norðurþings og fer yfir fjárhagsáætlun Hafnasjóðs fyrir árið 2020 og framkvæmda- og fjárfestingaáætlanir fyrir 2019 og 2020.
Fjármálastjóri fer yfir stöðuna á fjárhagsáætlunarvinnunni.
Byggðarráð þakkar hafnastjóra fyrir yfirferðina.

Byggðarráð felur fjölskylduráði og skipulags- og framkvæmdaráði að endurskoða og útfæra áætlanir sínar með tilliti til útgefinna ramma sinna sviða. Jafnframt er þess óskað að ráðin leggi fram hvaða aðgerða þarf að grípa til svo hægt sé að halda áætlun.

Fundi slitið - kl. 11:48.