Fara í efni

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið: frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, með síðari breytingum, og sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011

Málsnúmer 201910042

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 304. fundur - 10.10.2019

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið vekur athygli á eftirfarandi:
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, með síðari breytingum, og sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 hefur verið lagt til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda.

Markmið frumvarpsins er fyrst og fremst að styrkja það lögbundna hlutverk Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga að jafna mismunandi útgjaldaþörf og skatttekjur sveitarfélaga með framlögum til þeirra. Með það að markmiði var farið yfir regluverk sjóðsins,sbr. III. kafla laganna, reglna á grundvelli þeirra og vinnureglna sjóðsins sem staðfestar hafa verið af ráðherra, til að annars vegar styrkja forsendur og grundvöll úthlutana úr Jöfnunarsjóði og hins vegar skýra heimildir löggjafarinnar til skerðinga á framlögum úr sjóðnum í samræmi við dóm Hæstaréttar frá 14. maí 2019, í máli nr. 34/2018. Er frumvarp þetta afrakstur þeirrar vinnu og er tilgangur þess að færa frekari stoð undir þær reglur sem eiga að gilda um úthlutanir jöfnunarframlaga úr sjóðnum.

Sjá hlekk hér: https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=1496
Lagt fram til kynningar.