Fara í efni

Rekstraráætlun 2020 - 10 Umferðar- og samgöngumál

Málsnúmer 201909123

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 45. fundur - 01.10.2019

Til kynningar og umræðu er útgönguspá vegna reksturs umferðar- og samgöngumála fyrir yfirstandandi rekstrarár, ásamt rekstraráætlun vegna rekstrarársins 2020.
Gunnar Hrafn, framkvæmda- og þjónustufulltrúi gerði grein fyrir drögum að áætlun.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 47. fundur - 15.10.2019

Til umræðu er rekstraráætlun fyrir rekstrarárið 2020 vegna málaflokks 10-Umferðar- og samgöngumál.

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðaráð að rammi Umferðar- og samgöngumála 10 verði samþykktur samkvæmt fyrirliggjandi áætlun.

Byggðarráð Norðurþings - 305. fundur - 17.10.2019

Á 47. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs þann 15. október s.l. var tekin fyrir fjárhagsáætlun málaflokks 10, umferðar- og samgöngumál fyrir árið 2020.
Á fundi ráðsins var bókað;
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðaráð að rammi Umferðar- og samgöngumála 10 verði samþykktur samkvæmt fyrirliggjandi áætlun.
Lagt fram til kynningar.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 52. fundur - 26.11.2019

Á fundi byggðarráðs þann 21. nóvember var samþykkt neðangreind breyting á fjárhagsramma vegna reksturs umferðar- og samgöngumála fyrir árið 2020.
10 - Umferðar- og samgöngumál
Fjárheimild fyrir árið 2020 lækkar um 5 milljónir, fer úr 159.426.000 kr. í 154.426.000 kr.
Fyrir skipulags- og framvkæmdaráði liggur að samþykkja breytingu byggðaráðs á fjárhagsramma umferðar- og samgöngumála með rökstuðningi.
Tillaga að bókun.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir breytingarnar og leggur til að áætlun vegna snjómoksturs og hálkueyðingar verði skorin niður sem nemur samþykktum breytingum byggðaráðs á fjárhagsramma til umferðar- og samgöngumála.