Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð

47. fundur 15. október 2019 kl. 14:00 - 15:45 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Silja Jóhannesdóttir formaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
  • Kristinn Jóhann Lund varaformaður
  • Guðmundur Halldór Halldórsson aðalmaður
  • Ásta Hermannsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Gunnar Hrafn Gunnarsson framkv.- og þjónustufulltrúi
  • Þórir Örn Gunnarsson hafnarstjóri
  • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir þjónustu- og skjalafulltrúi
Dagskrá
Hjalmar Bogi sat fundinn í fjarfundi.
Þórir Örn Gunnarsson hafnastjóri sat fundinn undir liðum 1-2.
Gunnar Hrafn Gunnarsson framkvæmda- og þjónustufulltrúi sat fundinn undir liðum 3-9.
Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri sat fundinn undir lið 9.

1.Fjárhagsáætlun hafnasjóðs 2020.

Málsnúmer 201909117Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir framlagða tillögu og vísar henni til byggðaráðs.
Hjalmar Bogi situr hjá við afgreiðslu málsins.

2.Gjaldskrá hafnasjóðs 2020

Málsnúmer 201910069Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

3.Hverfisráð Kelduhverfis 2019 - 2021

Málsnúmer 201908037Vakta málsnúmer

Á 304. fundi byggðarráðs Norðurþings var tekin fyrir fundargerð 9. fundar hverfisráðs Kelduhverfis. Á fundinum var bókað;

Byggðarráð þakkar hverfisráði Kelduhverfis fyrir greinargóða fundargerð.

Byggðarráð felur sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga hjá fjarskiptafyrirtækjum varðandi GSM símasamband á Tjörnesi og í Kelduhverfi.

Liðum 4 og 5 er vísað til fjölskylduráðs.

Lið 6 er vísað til skipulags- og framkvæmdaráðs.
Sorpflokkun: Hverfisráð fagnar því að tunnur til flokkunar sorps hafi loksins verið afhentar í Kelduhverfi. Einnig vill ráðið benda á að íbúa skortir upplýsingar um losunardaga og hvaða kröfur eru gerðar um staðsetningu og aðgengi að tunnum. Jafnframt vill hverfisráð hvetja sveitarstjórn til að koma upp flokkun sorps hjá Öxarfjarðarskóla og fyrirtækjum á svæðinu, þar sem mikið sorp fellur til.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar ábendinguna frá hverfisráði og felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að vera í samskiptum við verktaka til að bæta upplýsingaflæði.

4.Rekstraráætlun 2020 - 08 Hreinlætismál

Málsnúmer 201909124Vakta málsnúmer

Til umræðu er rekstraráætlun fyrir rekstrarárið 2020 vegna málaflokks 08-Hreinlætismál.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðaráð að rammi hreinlætismála 08 verði samþykktur samkvæmt fyrirliggjandi áætlun.

5.Rekstraráætlun 2020 - 10 Umferðar- og samgöngumál

Málsnúmer 201909123Vakta málsnúmer

Til umræðu er rekstraráætlun fyrir rekstrarárið 2020 vegna málaflokks 10-Umferðar- og samgöngumál.

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðaráð að rammi Umferðar- og samgöngumála 10 verði samþykktur samkvæmt fyrirliggjandi áætlun.

6.Rekstraráætlun 2020 - 11 Umhverfismál

Málsnúmer 201909125Vakta málsnúmer

Til umræðu er rekstraráætlun fyrir rekstrarárið 2020 vegna málaflokks 11-Umhverfismál
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðaráð að rammi umhverfismála 11 verði samþykktur samkvæmt fyrirliggjandi áætlun.

7.Rekstraráætlun 2020 - 31 Eignasjóður

Málsnúmer 201909121Vakta málsnúmer

Til umræðu er rekstraráætlun fyrir rekstrarárið 2020 vegna málaflokks 31-Eignasjóður.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðaráð að rammi eignasjóðs 31 verði samþykktur samkvæmt fyrirliggjandi áætlun.

8.Rekstraráætlun 2020 - 33 Þjónustumiðstöð

Málsnúmer 201909122Vakta málsnúmer

Til umræðu er rekstraráætlun fyrir rekstrarárið 2020 vegna málaflokks 33-Þjónustumiðstöð.


Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðaráð að rammi þjónustumiðstöðvar 33 verði samþykktur samkvæmt fyrirliggjandi áætlun.

9.Fyrirspurn vegna skipulagsbreytinga á framkvæmdasviði

Málsnúmer 201910040Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og þjónustufulltrúi og sveitarstjóri fara þess á leit að málið verði tekið fyrir á næsta fundi ráðsins þar sem fundargagn barst seint.

Fundi slitið - kl. 15:45.