Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

322. fundur 02. apríl 2020 kl. 08:30 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Silja Jóhannesdóttir varaformaður
  • Bergur Elías Ágústsson aðalmaður
  • Hafrún Olgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Kolbrún Ada Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Dagskrá
Fundurinn fer fram í gegnum Teams fjarfundabúnað í samræmi við samþykkt sveitarstjórnar Norðurþings þann 23. mars sl.

1.Ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra varðandi skil á ársreikningum sveitarfélaga.

Málsnúmer 202003106Vakta málsnúmer

Birt hefur verið í Stjórnartíðindum auglýsing um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra varðandi skil á ársreikningum sveitarfélaga. Öllum sveitarstjórnum er nú heimilt að taka eftirfarandi ákvarðanir varðandi skil á ársreikningum sveitarfélaga fyrir árið 2019, sem fela í sér tímabundin frávik frá skilyrðum ákvæða 3. og 4. mgr. 61. gr. og 2. mgr. 76. gr.sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011:

1. Um að ársreikningur verði fullgerður og samþykktur af byggðarráði eða framkvæmda­stjóra sveitarfélags þar sem ekki er byggðarráð, og tilbúinn til endurskoðunar og afgreiðslu í sveitarstjórn fyrir 15. maí 2020 í stað 15.apríl sama ár.
2. Um að ljúka staðfestingu ársreiknings sveitarfélags, stofnana sveitarfélags og fyrirtækja þess fyrir 15. júní 2020 í stað 15. maí sama ár.
3. Um að senda ráðuneytinu og Hagstofu Íslands ársreikning sveitarfélags, ásamt skýrslu endurskoðanda, fyrir 20. júní 2020 í stað 20. maí sama ár.

Heimild þessi gildir til 20. júní 2020.

Auglýsingin er birt með vísan í VI. bráðabirgðaákvæði sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011, sem kveður á um að ráðherra geti veitt sveitarstjórnum tímabundna heimild til að víkja frá tilteknum ákvæðum sveitarstjórnarlagatil að sveitarstjórn sé starfhæf við neyðarástand og til að auðvelda ákvarðanatöku. Þetta er gert til að bregðast við aðstæðum sem skapast hafa vegna Covid-19 kórónaveirufaraldursins.
Lagt fram til kynningar.

2.Breyting á sveitarstjórnarlögum, nr. 138/2011 og lögum um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995

Málsnúmer 202003119Vakta málsnúmer

Alþingi hefur samþykkt lög um breytingu á ýmsum lögum til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónuveiru.

Meðal þess sem lögin taka til er breyting á sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 og varða heimild sveitarstjórna til að víkja frá skilyrðum 1. og 2. tölul. 2. mgr. 64. gr. við stjórn sveitarfélagsins árin 2020-2022, en þar segir;

1. samanlögð heildarútgjöld til rekstrar vegna A- og B-hluta í reikningsskilum skv. 60. gr. séu á hverju þriggja ára tímabili ekki hærri en nemur samanlögðum reglulegum tekjum, og
2. heildarskuldir og skuldbindingar A- og B-hluta í reikningsskilum skv. 60. gr. séu ekki hærri en nemur 150% af reglulegum tekjum.

Einnig taka lögin til laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 og heimildar gjaldenda fasteignaskatta skv. c-lið 3. mgr. 3. gr. sem eiga við tímabundna rekstrarörðugleika að stríða vegna tekjufalls til að óska eftir frestun á allt að þremur greiðslum fasteignaskatts sem eru á gjalddaga 1. apríl 2020 til og með 1. desember 2020, með sömu skilyrðum og málsmeðferðarreglum og kveðið er á um í ákvæði til bráðabirgða VII í lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda, nr. 45/1987. Gjalddagi og eindagi greiðslna sem frestun tekur réttilega til er 15. janúar 2021.
Verði gjaldandi sem frestað hefur greiðslum skv. 1. mgr., að uppfylltum skilyrðum, fyrir miklu tekjufalli á rekstrarárinu 2020 samanborið við fyrra rekstrarár getur hann óskað eftir auknum fresti og dreifingu greiðslna sem hefur verið frestað fram til 15. dags mánaðanna júní, júlí og ágúst 2021. Ósk um aukinn frest og greiðsludreifingu skal gjaldandinn beina til sveitarfélags fyrir 15. janúar 2021.

Lagt fram til kynningar.

3.Breyting á lögum um almannavarnir, nr. 82/2008, með síðari breytingum

Málsnúmer 202003118Vakta málsnúmer

Alþingi hefur samþykkt eftirfarandi breytingu á lögum um almannavarnir, nr. 82/2008, með síðari breytingum (borgaraleg skylda starfsmanna opinberra aðila);

1. gr.

Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
Það er borgaraleg skylda starfsmanna opinberra aðila að gegna störfum í þágu almannavarna á hættustundu. Opinberum aðilum er heimilt að fela starfsmönnum tímabundið breyttar starfsskyldur og að flytja starfsmenn tímabundið milli starfsstöðva og opinberra aðila til að sinna verkefnum sem hafa forgang á hættustundu. Starfsmenn halda óbreyttum launakjörum við slíkar aðstæður. Þó er starfsmaður undanþeginn framangreindri skyldu sé heilsufari hans, eða annars einstaklings sem hann ber ábyrgð á, svo háttað að öryggi hans og heilsu sé stefnt í sérstaka hættu með því að fela honum að gegna slíkum störfum.
Ákvæði þetta fellur úr gildi 1. janúar 2021.
Lagt fram til kynningar.

4.Uppsögn á samstarfssamningi Norðurþings og PCC BakkiSilicon um þjónustu Slökkviliðs Norðurþings.

Málsnúmer 202003116Vakta málsnúmer

Borist hefur bréf frá PCC BakkaSilicon hf. þar sem fyrirtækið segir upp samstarfssamningi þess við Norðurþing um þjónustu slökkviliðs Norðurþings en lýsir sig þó tilbúið að ræða áframhaldandi samstarf samningsaðila.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að taka upp viðræður við PCC BakkiSilicon hf. um áframhaldandi samstarf samningsaðila.

5.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202003051Vakta málsnúmer

Fært í trúnaðarmálabók.

6.Fundargerðir 2020 - Samband íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 202002019Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 880. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 27. mars sl.
Lagt fram til kynningar.

7.Ársþing SSNE 2020

Málsnúmer 202003111Vakta málsnúmer

Í ljósi þeirrar stöðu sem uppi er í samfélaginu vegna CODVID-19 veirunnar hefur stjórn SSNE í samráði við fulltrúa allra aðildarsveitarfélaga ákveðið að fresta fyrirhuguðum aðalfundi sem átti að fara fram í lok apríl. Þess í stað verður boðað til aðalfundar í september.
Lagt fram til kynningar.

8.Skýrsla Flugklasans Air 66N 2020

Málsnúmer 202003115Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur skýrsla Flugklasans Air 66N fyrir tímabilið 12. október 2019 til 31. mars 2020.
Lagt fram til kynningar.

9.Leitað leyfis landeigenda eða annars rétthafa ef nota á tjaldvagna, fellihýsi og annan sambærilegan búnað utan skipulagðra tjaldsvæða.

Málsnúmer 202002075Vakta málsnúmer

Borist hefur erindi frá Sigríði Örnu Arnþórsdóttur, félaga í Félagi Húsbílaeigenda, Sveinbirni Halldórssyni, félaga og formanni 4x4, Þorvarði Inga Þorbjörnssyni, félaga í Félagi Húsbílaeigenda og 4x4 og Boreal ehf., skráðum eiganda að húsbíl þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið beiti sér fyrir breytingu á 22. grein laga um náttúruvernd nr. 60/2013 þar sem fjallað er um "heimild til að tjalda".
Byggðarráð synjar beiðninni og vísar til 10. greinar í lögreglusamþykkt Norðurþings þar sem segir eftirfarandi;

Eigi má gista í tjöldum, húsbílum, hjólhýsum og tjaldvögnum á almannafæri innan lögsagnarumdæmis í og við þéttbýliskjarna sveitarfélagsins utan sérmerktra svæða. Að öðru leyti er vísað til heimilda 22. gr. laga um náttúruvernd nr. 60/2013 hvar einstaklingum er heimilt að tjalda á óræktuðu landi til einnar nætur sé tjaldstæði ekki í næsta nágrenni.

10.Bygging á íbúðakjarna fyrir fatlaða

Málsnúmer 201909041Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja drög að samþykktum og umsókn vegna byggingar íbúðakjarna fyrir fatlaða einstaklinga til kynningar og umræðu.
Lagt fram til kynningar og verður til umræðu aftur í byggðarráði í næstu viku.

11.Aðgerðarhópur Norðurþings til að fást við efnahagsmál vegna Covid-19

Málsnúmer 202003079Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja tillögur aðgerðahóps Norðurþings til að fást við efnahagsmál vegna Covid-19 ásamt sviðsmyndum vegna reksturs A hluta sveitarfélagsins á árinu 2020. Einnig er til umfjöllunar yfirlit yfir framkvæmda- og viðhaldsverkefni á árinu 2020.
Undir þessum lið sátu fundinn:

Hjálmar Bogi Hafliðason
Hrund Ásgeirsdóttir
Heiðbjört Þóra Ólafsdóttir


Byggðarráð samþykkir eftirfarandi tillögur aðgerðahóps um efnahagsaðgerðir Norðurþings vegna COVID-19 og er sveitarstjóra falið að fylgja þeim eftir:

1. Gjöld sem eru greidd eftir á sbr. skólamáltíðir og frístund - innheimt verði skv. veittri þjónustu í mars.
2. Gjöld sem greidd eru fyrirfram sbr. leikskólagjöld verði skv. veittri þjónustu en verði ekki endurgreidd heldur gangi upp í þjónustu síðar á árinu.
3. Leikskólagjöld vegna apríl- og maímánaðar 2020 taka breytingum í samræmi við veitta þjónustu. Þurfi að loka leikskóla fyrir öllum öðrum en forgangshópi er ekki innheimt gjald fyrir þá sem verða fyrir lokun.
4. Ef barn er annan hvern dag í leikskólanum er innheimt 50% gjald. Þá er ekki innheimt gjald fyrir börn sem foreldrar hafa heima á tímabilinu sem takmörkun á skólahaldi nær til. Niðurfellingin fæst aðeins ef fjarveran er samfelld og/eða reglubundin. Nauðsynlegt er að tilkynna fjarveruna til skólastjórnenda viðkomandi leikskóla. Leiðrétting á skertri þjónustu vegna marsmánaðar fer fram samhliða útgáfu á reikningi vegna aprílmánaðar.
5. Aðgerðahópur leggur það til við stjórn OH að opnuð verðir lánalína á milli OH og Norðurþings.
6. Óskað verði eftir frestun á afborgunum af lánum sveitarfélagsins hjá Lánasjóði sveitarfélaga.
7. Lagt er til að samþykkt verði fyrirmæli til ráða sveitarfélagsins, sviðsstjóra og stjórnenda stofnana þess eðlis að almennur rekstrarkostnaður verði lækkaður eins og mögulegt er. Ef stofna á til nýrra útgjalda þarf að leita samþykkis fyrir þeim fyrirfram.
8. Aðgerðahópur leggur til að samþykkt verði að yfirvinna verði ekki heimiluð. Undanþegin er bráðnauðsynleg þjónusta.
9. Fjármálastjóra er falið að kanna lánamöguleika vegna fjármögnunar mannaflsfrekra verkefna.
10. Innheimtuferli hjá Motus verði breytt og gripið til tímabundinnar frestunar á innheimtuaðgerðum gagnvart nýjum kröfum. Kröfur sem eru tilkomnar eftir 1. mars og síðar, á meðan samþykkt þessi er í gildi, verði ekki settar í innheimtuferli.
11. Hætt verði við kaup á bílum og/eða öðrum dýrari tækjum.
12. Vinnuskóli verði efldur fyrir eldri bekki grunnskóla.
13. Sumarstörf ungmenna verði tryggð.
14. Aflað verði tölulegra upplýsinga um atvinnuleysi og leitað eftir mati fyrirtækja á áætluðum samdrætti í tekjum á árinu ásamt mati á áætluðum samdrætti varðandi fjölda starfsmanna. Einnig leitað eftir ábendingum/tillögum um aðgerðir sveitarfélagsins við þessar aðstæður.

15. Viðhaldsframkvæmdir á vegum eignasjóðs verði auknar s.s. viðhald á húsnæði, viðhald á götum og kantsteinum, gönguleiðir, leikvellir, skólalóðir og umhverfisverkefni til að fegra í þéttbýliskjörnum sveitarfélagsins. Bætt verði við 60 milljónum króna í fjárfestingar og viðhald.
16. Framkvæmdaáætlun verði tekin upp og forgangsraðað með tilliti til mannaflsfrekra verkefna.

Aðgerðahópur sveitarfélagsins heldur áfram vinnu sinni og mun koma með fleiri tillögur meðal annars varðandi fasteignagjöld í næstu viku.

12.Sjóvarnir í suðurfjöru

Málsnúmer 202003113Vakta málsnúmer

Borist hefur erindi frá Vegagerðinni þar sem tilkynnt er að líklega verði flýtt framhaldsframkvæmdum við sjóvarnir undir bökkum í Suðurfjöru og að þá verði farið í verkið í sumar.

Áætlaður heildarkostnaður við framkvæmdina er 36 milljónir, verkið er ríkisstyrkt að 7/8 hluta, en 1/8 fellur á sveitarfélagið.

Óskað er eftir staðfestingu frá sveitarfélaginu um framlag þess til verksins sem er áætlað 4,5 milljónir.
Byggðarráð samþykkir fjárheimild til verksins og vísar málinu til skipulags- og framkvæmdaráðs til úrvinnslu.

13.Lántaka Norðurþings hjá Orkuveitu Húsavíkur vegna mögulegs lausafjárskorts í tengslum við Covid-19 faraldurinn

Málsnúmer 202003095Vakta málsnúmer

Aðgerðahópur sem skipuð var af sveitarstjórn Norðurþings til að fást við efnahagsmál vegna Covid-19 leggur til við byggðarráð að leitað verði til Orkuveitu Húsavíkur ohf. varðandi mögulega lánafyrirgreiðslu komi til lausafjárvanda hjá sveitarfélaginu á næstu mánuðum.
Byggðarráð samþykkir tillögu aðgerðahópsins og felur sveitarstjóra að senda erindi til stjórnar Orkuveitu Húsavíkur ohf.

Fundi slitið.