Fara í efni

Sjóvarnir í suðurfjöru

Málsnúmer 202003113

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 322. fundur - 02.04.2020

Borist hefur erindi frá Vegagerðinni þar sem tilkynnt er að líklega verði flýtt framhaldsframkvæmdum við sjóvarnir undir bökkum í Suðurfjöru og að þá verði farið í verkið í sumar.

Áætlaður heildarkostnaður við framkvæmdina er 36 milljónir, verkið er ríkisstyrkt að 7/8 hluta, en 1/8 fellur á sveitarfélagið.

Óskað er eftir staðfestingu frá sveitarfélaginu um framlag þess til verksins sem er áætlað 4,5 milljónir.
Byggðarráð samþykkir fjárheimild til verksins og vísar málinu til skipulags- og framkvæmdaráðs til úrvinnslu.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 63. fundur - 07.04.2020

Borist hefur erindi frá Vegagerðinni þar sem tilkynnt er að líklega verði flýtt framhaldsframkvæmdum við sjóvarnir undir bökkum í Suðurfjöru og að þá verði farið í verkið í sumar.
Áætlaður heildarkostnaður við framkvæmdina er 36 milljónir, verkið er ríkisstyrkt að 7/8 hluta en 1/8 fellur á sveitarfélagið. Óskað var eftir staðfestingu frá sveitarfélaginu um framlag þess til verksins sem er áætlað 4,5 milljónir. Erindið var tekið fyrir á Byggðaráðsfundi nr. 322 og þar var eftirfarandi bókað;
“Byggðaráð samþykkir fjárheimild til verksins og vísar málinu til skipulags- og framkvæmdaráð til úrvinnslu."
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að farið verði í verkefnið og felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að fylgja málinu eftir.