Fara í efni

Breyting á lögum um almannavarnir, nr. 82/2008, með síðari breytingum

Málsnúmer 202003118

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 322. fundur - 02.04.2020

Alþingi hefur samþykkt eftirfarandi breytingu á lögum um almannavarnir, nr. 82/2008, með síðari breytingum (borgaraleg skylda starfsmanna opinberra aðila);

1. gr.

Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
Það er borgaraleg skylda starfsmanna opinberra aðila að gegna störfum í þágu almannavarna á hættustundu. Opinberum aðilum er heimilt að fela starfsmönnum tímabundið breyttar starfsskyldur og að flytja starfsmenn tímabundið milli starfsstöðva og opinberra aðila til að sinna verkefnum sem hafa forgang á hættustundu. Starfsmenn halda óbreyttum launakjörum við slíkar aðstæður. Þó er starfsmaður undanþeginn framangreindri skyldu sé heilsufari hans, eða annars einstaklings sem hann ber ábyrgð á, svo háttað að öryggi hans og heilsu sé stefnt í sérstaka hættu með því að fela honum að gegna slíkum störfum.
Ákvæði þetta fellur úr gildi 1. janúar 2021.
Lagt fram til kynningar.