Fara í efni

Lántaka Norðurþings hjá Orkuveitu Húsavíkur vegna mögulegs lausafjárskorts í tengslum við Covid-19 faraldurinn

Málsnúmer 202003095

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 322. fundur - 02.04.2020

Aðgerðahópur sem skipuð var af sveitarstjórn Norðurþings til að fást við efnahagsmál vegna Covid-19 leggur til við byggðarráð að leitað verði til Orkuveitu Húsavíkur ohf. varðandi mögulega lánafyrirgreiðslu komi til lausafjárvanda hjá sveitarfélaginu á næstu mánuðum.
Byggðarráð samþykkir tillögu aðgerðahópsins og felur sveitarstjóra að senda erindi til stjórnar Orkuveitu Húsavíkur ohf.

Orkuveita Húsavíkur ohf - 204. fundur - 08.04.2020

Aðgerðahópur sem skipaður var af sveitarstjórn Norðurþings til að fást við efnahagsmál vegna Covid-19 leggur til við byggðarráð að leitað verði til Orkuveitu Húsavíkur ohf. varðandi mögulega lánafyrirgreiðslu komi til lausafjárvanda hjá sveitarfélaginu á næstu mánuðum.
Byggðarráð samþykkir tillögu aðgerðahópsins og felur sveitarstjóra að senda erindi til stjórnar Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Í minnisblaði frá Deloitte dagsettu 14.4.2015 sem unnið var fyrir sveitarfélagið Norðurþing, kemur fram að OH sé óheimilt að lána sveitarfélaginu fjármuni með beinum hætti. Eigandinn á þó möguleika á arðgreiðslum verði tekin ákvörðun um slíkt og niðurfærsla hlutafjár er svo önnur leið.