Fara í efni

Raufarhöfn Varmadæla - Hnitbjörg

Málsnúmer 201910127

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 48. fundur - 22.10.2019

Til kynningar fyrir skipulags- og framkvæmdaráð.
Sótt hefur verið um styrk til Orkusjóðs til fjármögnunar kaupa og uppsetningar á varmadælubúnaði í Hnitbjörgum, félagsheimili á Raufarhöfn í eigu Norðurþings.
Lagt fram til kynningar.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 53. fundur - 17.12.2019

Taka þarf ákvörðun um hvort farið verði í kaup og uppsetningu varmadælubúnaðar til kyndingar í Hnitbjörgum, félagasheimilis á Raufarhöfn á árinu 2020.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að fara í framkvæmdina enda fáist styrkur frá Orkusjóði.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 56. fundur - 28.01.2020

Á fundi skipulags- og framkvæmdaráðs þann 17. desember 2019 var bókað undir máli 201910127.
"Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að fara í framkvæmdina enda fáist styrkur frá Orkusjóði."

Samkomulag hefur verið gert við Orkusjóð um að styrkur verði veittur til þessa verkefnis á kostnað áður úthlutaðs, en ónotaðs styrks frá 2016 til samskonar verkefnis við Íþróttamiðstöð á Raufarhöfn.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að
leita verðtilboða í búnað og uppsetningu á honum og leggja fyrir ráðið.