Fara í efni

Stjórn Gafls óskar eftir að koma á fundi hjá skipulags- og framkvæmdaráði vegna Kvíabekkjar.

Málsnúmer 201910120

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 49. fundur - 05.11.2019

Gafl, félag um þingeyskan byggingararf, óskar eftir því að fá að mæta á fund skipulags- og framkvæmdaráðs til þess að ræða framtíð Kvíabekkjar.
Skipulags- og framkvæmdaráð tilnefnir Hjálmar Boga Hafliðason, Gauk Hjartarson, Ketil Gauta Árnason ásamt stjórn Gafls í stýrihóp sem munu koma með hugmyndir varðandi notkun á húsinu og áætlun varðandi uppbygginguna og leggja fyrir ráðið að nýju.