Fara í efni

Umsókn um byggingarleyfi fyrir gestahúsi í Reistarnesi

Málsnúmer 201904118

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 30. fundur - 30.04.2019

Kristinn Steinarsson óskar eftir byggingarleyfi fyrir gestahúsi á lóð sinni við Reistarnes. Húsið er 31,5 m² að flatarmáli og teiknað af Guðmundi Sigurbirni Sigurðssyni byggingartæknifræðingi hjá Verkfræðistofunni Riss.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur bygginguna til samræmis við það sem reiknað var með við stofnun lóðarinnar. Ráðið heimilar því skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögnum hefur verið skilað.