Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

200. fundur 05. janúar 2017 kl. 16:00 - 18:30 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Óli Halldórsson formaður
  • Olga Gísladóttir varaformaður
  • Jónas Hreiðar Einarsson áheyrnarfulltrúi
  • Gunnlaugur Stefánsson aðalmaður
  • Kristján Þór Magnússon
  • Margrét Hólm Valsdóttir
Fundargerð ritaði: Margrét Hólm Valsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá

1.Slökkvilið Norðurþings:Ársskýrsla 2016

Málsnúmer 201701002Vakta málsnúmer

Fyrir byggðaráði liggur skýrsla slökkviliðsstjóra Norðurþings um starfsemi Slökkviliðs Norðurþings árið 2016.
Á fundinn mætti Grímur Snær Kárason, slökkviliðsstjóri og fór yfir skýrslu slökkviliðs 2016.
.

2.Uppbygging slökkvistöðvar

Málsnúmer 201701015Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja fyrstu drög að uppbyggingu nýrrar slökkvistöðvar á Húsavík.
Á fundinn mættu Grímur Snær Kárason, slökkviliðsstjóri ásamt Gunnari Hrafni Gunnarssyni, framkvæmda- og þjónustufulltrúa og Þóri Erni Gunnarssyni, rekstarstjóra hafna og fóru, ásamt sveitarstjóra yfir fyrstu drög að uppbyggingu nýrrar slökkvistöðvar á Húsavík.

Byggðarráð samþykkir að hafin verði vinna við fullnaðarhönnun og útboðsgögn vegna nýrrar slökkvistöðvar. Því er beint til framkvæmda-og hafnanefnda að taka afstöðu til þátttöku í nýbyggingunni. Lögð verði áhersla á að við útlitshönnun byggingarinnar verði þess gætt að húsið falli vel að útliti og ásýnd hafnarsvæðisins.

3.Upplýsingar um tekjur af nýtingu lands og landsréttinda innan þjóðlenda

Málsnúmer 201701006Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur beiðni frá forsætisráðuneyti um upplýsingar um tekjur af nýtingu lands og landsréttinda innan þjóðlendna.
Skv. 5. mgr. 3. gr. laga nr. 58/1998 um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta skal ráðherra árlega gefa Alþingi skýrslu um ráðstöfun landa og landsréttinda innan þjóðlendna og tekna af gjöldum fyrir slík réttindi.
Vinna við skýrsluna er að hefjast í forsætisráðuneytinu. Óskað er eftir upplýsingum frá sveitarfélögum um þær tekjur sem þau hafa haft á árinu 2016, fyrir nýtingu á landi og landsréttindum innan þjóðlendna. Jafnframt er óskað eftir upplýsingum um ráðstöfun tekna af nýtingu lands og landsréttinda inna þjóðlenda, þ.e. í hvaða verkefni voru tekjurnar notaðar í. Skilafrestur er til 16. febrúar næstkomandi.

Beiðnin er lögð fram.

4.Ísland ljóstengt 2017

Málsnúmer 201612061Vakta málsnúmer

Byggðarráð samþykkir að láta vinna umsókn um styrk í verkefnið "Ísland ljóstengt", og senda inn fyrir lok umsóknarfrests.

5.Erindi vegna húsnæðismála Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Húsavík

Málsnúmer 201612112Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Rannsóknarsetri Háskóla Íslands vegna aðkallandi húsnæðisvanda setursins á Húsavík.
Fyrir liggur erindi frá Háskóla Íslands þar sem greint er frá húsnæðisvanda rannsóknaseturs skólans á Húsavík. Háskólinn hefur misst íbúðarhúsnæði sem stofnunin hefur leigt og óskar liðsinnis sveitarfélagsins við úrlausn þessa. Byggðarráð metur starfsemi Rannsóknaseturs Háskóla Íslands afar mikilvæga fyrir samfélagið, en ljóst er að öflug heilsársstarfsemi Háskólans byggir að miklu leyti á því að til staðar sé aðstaða fyrir starfsmenn og gestarannsakendur sem dvelja tímabundið á Húsavík. Byggðarráð felur sveitarstjóra að leita eftir endurnýjun samstarfssamnings Norðurþings við Háskóla Íslands með úrlausn á þessum aðkallandi húsnæðisvanda að markmiði og jafnframt eflingu starfsemi Háskólans. Í þeim samningi verði útfærð útleiga til Háskólans á íbúðarrými í húsinu Túni, sem er í eigu Norðurþings. Stefnt verði að því að geta gert leigusamning sem uppfyllir þörf Háskólans og taki gildi eigi síðar en frá 15. apríl nk. Málinu ennfremur vísað til æskulýðs-, fræðslu- og framkvæmdanefnda til umfjöllunar að því leyti sem þær nefndir fara með starfsemi sem nú er starfrækt í Túni.

6.Erindi frá foreldraráði Framhaldsskólans á Húsavík til Mennta- og menningamálaráðuneytisins og Fjármálaráðuneytisins

Málsnúmer 201612134Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur ályktun frá foreldraráði Framhaldsskólans á Húsavík varðandi fjárhagsvanda Framhaldsskólans á Húsavík.
Byggðarráð tekur heilshugar undir ályktun foreldraráðs Framhaldsskólans á Húsavík og vísar til fyrri bókana um stöðu Framhaldsskólans á Húsavík.

7.Hilmar Valur Gunnarsson óskar eftir endurálagningu fasteignagjalda vegna Fossvalla 22

Málsnúmer 201612153Vakta málsnúmer

Hilmar Valur Gunnarsson óskar eftir endurálagningu fasteignagjalda vegna Fossvalla 22.
Óli Halldórsson vék af fundi undir þessum lið.

Byggðarráð samþykkir að endurskoða álagningu fasteignagjalda vegna Fossvalla 22. Einnig samþykkir byggðarráð að reglur verði endurskoðaðar varðandi álagningu fasteignagjalda og þær reglur lagðar að nýju fyrir byggðarráð.

8.Reglur um afslátt á fasteignaskatti

Málsnúmer 201612166Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur tillaga að reglum um afslátt á fasteignagjöldum sem gilda frá 1. janúar 2017.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að reglurnar verði samþykktar

9.Staðgengill sveitarstjóra

Málsnúmer 201701014Vakta málsnúmer

Fyrir liggur að ekki hefur verið ráðinn nýr fjármálastjóri Norðurþings. Mikilvægt er að til staðar sé staðgengill sveitarstjóra, sem fjármálastjóri sinnir alla jafna skv. samþykktum Norðurþings. Í ljósi aðstæðna er lagt til að skrifstofustjóri Norðurþings verði staðgengill sveitarstjóra þar til annað verði ákveðið.
Byggðarráð samþykkir framlagða tillögu sveitarstjóra.

10.Styrkbeiðni

Málsnúmer 201612167Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur styrkbeiðni frá Hvannalindum ehf, um styrk á móti fasteignagjöldum fyrirtækisins.
Byggðarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

11.Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar eftir umsögn um endurnýjun á rekstrarleyfi til sölu gistingar á Víðihól - orlofsíbúðir, Klifagötu 8, Kópaskeri

Málsnúmer 201612177Vakta málsnúmer

Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar eftir umsögn um endurnýjun á rekstrarleyfi til handa Kristbjörgu Sigurðardóttur fyrir verslunina Bakkann ehf. vegna sölu gistingar á Víðihól - orlofsíbúðir, Klifagötu 8, Kópaskeri.
Byggðarráð veitir jákvæða umsögn.

12.Fundargerð 845. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 201612159Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 845. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Fundargerðin er lögð fram.

13.Fundargerðir Dvalaheimils aldraðra 2016

Málsnúmer 201603063Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja fundargerðir DA sf frá 3. október , 31. október og 12. desember. Ennfremur fundargerðir Leigufélagsins Hvamms frá 3. október og 31. október.
Fundargerðirnar eru lagðar fram.

14.Fundargerðir svæðisráðs norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs

Málsnúmer 201510113Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 43. fundar svæðisráðs norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs.
Fundargerðin er lögð fram.

Fundi slitið - kl. 18:30.