Fara í efni

Æskulýðs- og menningarnefnd

11. fundur 13. júní 2017 kl. 16:15 - 18:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Erna Björnsdóttir formaður
  • Jóhanna Sigr Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Dögg Stefánsdóttir varaformaður
  • Áslaug Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Gunnar Illugi Sigurðsson aðalmaður
  • Kjartan Páll Þórarinsson Tómstunda- og æskulýðsful
  • Snæbjörn Sigurðarson
Fundargerð ritaði: Kjartan Páll Þórarinsson Íþrótta- og tómstundafulltrúi
Dagskrá
Snæbjörn Sigurðarson menningarfulltrúi Norðurþings sat fundinn undir liðum 1-4

1.Drög að reglugerð um rekstur héraðsskjalasafna til umsagnar

Málsnúmer 201705134Vakta málsnúmer

Til umfjöllunar eru drög að reglugerð um rekstur héraðsskjalasafna.
Lagt fram til kynningar

2.Aðalfundur Málræktarsjóðs 2017

Málsnúmer 201705109Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur fundarboð á aðalfund Málræktarsjóðs 2017.
Norðurþing hyggst ekki senda fulltrúa á aðalfundinn.

3.Aðalfundur Landkerfis bókasafna hf. 2017

Málsnúmer 201705033Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur fundarboð á aðalfund Landkerfis bókasafna hf. 2017.
Lagt fram til kynningar.

4.Málefni bókasafna Norðurþings

Málsnúmer 201506015Vakta málsnúmer

Til umfjöllunar voru málefni bókasafna Norðurþings.
Snæbjörn Sigurðarson menningarfulltrúi Norðurþings lagði fram samningsdrög milli Norðurþings og Menningarmiðstöðvar Þingeyinga um rekstur bókasafna Norðurþings.
Æskulýðs- og menningarnefnd felur menningarfulltrúa að ganga frá samningnum í samræmi við umræður á fundinum.

5.Vímuefnaneysla íslenskra unglinga í alþjóðlegum samanburði 1995-2015

Málsnúmer 201706013Vakta málsnúmer

Til kynningar og umræðu er skýrsla frá Rannsóknarsetri forvarna við Háskólan á Akureyri um vímuefnaneyslu íslenskra unglinga í alþjóðlegum samanburði 1995-2015
Lagt fram til kynningar

6.Kynning á högum og líðan ungs fólks í Norðurþingi

Málsnúmer 201706060Vakta málsnúmer

Til kynningar er skýrsla frá Rannsóknum og greiningu um hagi og líðan ungs fólks í Norðurþingi sem kynnt var á opnum fundi á Húsavík fyrir stuttu.
Lagt fram til kynningar

7.M.ed. ritgerð um menntun á Húsavík og Qeqertarsuaq

Málsnúmer 201701149Vakta málsnúmer

Þórhildur Jónsdóttir sækir um styrk vegna mastersverkefnis í menntunarfræðum við Háskólan á Akureyri. Þórhildur hyggst heimsækja Qeqertarsuaq, vinabæ Húsavíkur á Grænlandi og kynna sér kennsluaðferðir við skólan.
Æskulýðs- og menningarnefnd samþykkir að veita Þórhildi Jónsdóttir styrk að upphæð 150. þúsund krónur til eflingar vinabæjartengsla Húsavíkur og Qeqertarsuaq.
Nefndin óskar eftir kynningu frá Þórhildi þegar hún hefur skilað inn ritgerðinni.

8.Strandblakvöllur á Húsavík

Málsnúmer 201705186Vakta málsnúmer

Blakráð Völsungs óskar eftir viðræðum við Norðurþing um uppbyggingu á aðstöðu fyrir "strandblak" á Húsavík.
Æskulýðs- og menningarnefnd þakkar blakdeild Völsungs fyrir erindið og felur Íþrótta- og tómstundafulltrúa að hefja viðræður um mögulega staðsetningu og framkvæmd.

9.Íþróttahúsið á Kópaskeri - bætt aðstaða

Málsnúmer 201705125Vakta málsnúmer

Arnar Freyr Jónsson fer fyrir hópi sem hefur áhuga á að bæta aðstöðu til líkamsræktar á Kópaskeri.
Hópurinn hefur safnað fjármunum í verkið og óskar eftir mótframlagi frá Norðurþingi og aðstoð við að hrinda verkinu í framkvæmd.
Nefndin fagnar frumkvæði hópsins og tekur undir þau skilaboð hópsins að hreyfing sé lífsnauðsynleg og leggi grunninn að góðu samfélagi.
Æskulýðs- og menningarnefnd samþykkir að styrkja verkefnið um allt að 300 þúsund krónur.
Íþrótta- og tómstundafulltrúa er falið að vinna að málinu.

10.Þú skiptir máli - Tónsmiðja sumarið 2017

Málsnúmer 201705087Vakta málsnúmer

Forvarnarhópurinn ,,Þú skiptir máli" óskar eftir að fá aðstöðu í Túni fyrir Tónsmiðju.
Einnig óskar hópurinn eftir afnotum af húsinu til að hýsa starfsemi sína.
Þar sem starfandi er forvarnarhópur hjá Norðurþingi leggur Æskulýðs- og menningarnefnd til að forvarnarhópurinn ,,Þú skiptir máli" haldi kynningu á starfsemi sinni fyrir forvarnarhóp Norðurþings og þær nefndir sem forvarnarmál hjá sveitarfélaginu falla undir.

Nefndin felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að kalla saman fund í ágúst.

11.Ársskýrsla HSÞ 2016

Málsnúmer 201706061Vakta málsnúmer

Til kynningar er ársskýrsla HSÞ árið 2016.
Lagt fram til kynningar.

12.Lýðheilsugöngur

Málsnúmer 201706014Vakta málsnúmer

Í tilefni af 90 ára afmæli Ferðafélags Íslands þann 27. nóvember 2017 hyggst félagið bjóða uppá lýðheilsugöngur í öllum sveitarfélögum landsins nú í september.
Ferðafélagið telur mikilvægt að fá sveitarfélög til samstarfs um verkefnið og mun væntanlega hafa samband við öll sveitarfélög landsins á næstunni í því skyni. Samband íslenskra sveitarfélaga vonar að sem flest sveitarfélög muni taka þátt í verkefninu.

Nefndin tekur vel í erindið og mun leggja sitt af mörkum við að hrinda verkefninu í framkvæmd.
Íþrótta- og tómstundafulltrúa er falið að vera í sambandi við íþróttafélög og önnur félagasamtök um að framkvæma verkið.

13.Sundlaugin í Lundi - 2017

Málsnúmer 201703045Vakta málsnúmer

Viðræður eru hafnar við aðila sem er áhugasamur að taka að sér rekstur sundlaugarinnar í Lundi sumarið 2017.
lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 18:00.