Fara í efni

Íþróttahúsið á Kópaskeri - bætt aðstaða

Málsnúmer 201705125

Vakta málsnúmer

Æskulýðs- og menningarnefnd - 11. fundur - 13.06.2017

Arnar Freyr Jónsson fer fyrir hópi sem hefur áhuga á að bæta aðstöðu til líkamsræktar á Kópaskeri.
Hópurinn hefur safnað fjármunum í verkið og óskar eftir mótframlagi frá Norðurþingi og aðstoð við að hrinda verkinu í framkvæmd.
Nefndin fagnar frumkvæði hópsins og tekur undir þau skilaboð hópsins að hreyfing sé lífsnauðsynleg og leggi grunninn að góðu samfélagi.
Æskulýðs- og menningarnefnd samþykkir að styrkja verkefnið um allt að 300 þúsund krónur.
Íþrótta- og tómstundafulltrúa er falið að vinna að málinu.