Fara í efni

Strandblakvöllur á Húsavík

Málsnúmer 201705186

Vakta málsnúmer

Æskulýðs- og menningarnefnd - 11. fundur - 13.06.2017

Blakráð Völsungs óskar eftir viðræðum við Norðurþing um uppbyggingu á aðstöðu fyrir "strandblak" á Húsavík.
Æskulýðs- og menningarnefnd þakkar blakdeild Völsungs fyrir erindið og felur Íþrótta- og tómstundafulltrúa að hefja viðræður um mögulega staðsetningu og framkvæmd.

Æskulýðs- og menningarnefnd - 22. fundur - 10.05.2018

Blakdeild Völsungs hyggst koma upp strandblakvöllum á lóð safnahússins á Húsavík. Óskað er eftir því að Norðurþing leggi til blaknet og súlur fyrir tvo velli.
Æskulýðs- og menningarnefnd samþykkir erindið og felur Íþrótta- og tómstundafulltrúa að vinna málið áfram.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 32. fundur - 21.05.2019

Blakdeild Völsungs óskar eftir styrk til yfirborðsfrágangs umhverfis strandblakvelli við Vallholtsveg á Húsavík.
Óskað er eftir u.þ.b. 300 m2 af þökum til þess að ganga frá yfirborði svæðis í kringum vellina.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur jákvætt að Blakdeild Völsungs hafi gengið í verkið og ljóst er að meðlimir hafa lagt á sig mikla vinnu til að koma strandblakvöllunum í gagnið. Ráðið samþykkir beiðni um styrk og hlakkar til að mæta á völlinn í sumar.