Fara í efni

Æskulýðs- og menningarnefnd

22. fundur 10. maí 2018 kl. 10:00 - 12:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Jóhanna Sigr Kristjánsdóttir formaður
  • Dögg Stefánsdóttir varaformaður
  • Áslaug Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Gunnar Illugi Sigurðsson aðalmaður
  • Kjartan Páll Þórarinsson Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi
  • Stefán Jón Sigurgeirsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Kjartan Páll Þórarinsson Íþrótta- og tómstundafulltrúi
Dagskrá

1.Styrkumsókn frá Skákfélaginu Hróknum 2018

Málsnúmer 201804171Vakta málsnúmer

Skákfélagið Hrókur fagnar tuttugu ára afmæli á árinu 2018. Félagið hyggst heimsækja öll sveitarfélög landsins á árinu og býður þeim uppá að gerast bakhjarl félagsins.
Boðið er uppá að gerast ; Gullbakhjarl = 150.000 kr, Silfurbakhjarl = 75.000 kr, Bronsbakhjarl = 25.000 kr
Æskulýðs- og menningarnefnd óskar Hróknum til hamingju með afmælið og samþykkir að gerast bronsbakhjarl.
Nefndin hvetur félagið til að koma í heimsókn í alla skóla sveitarfélagsins.

2.Húsavíkurvöllur - frjálsíþróttaaðstaða

Málsnúmer 201805093Vakta málsnúmer

Íþróttafélagið Völsungur óskar eftir leyfi frá æskulýðs- og menningarnefnd til að leggja gras yfir kastgeira á Húsavíkurvelli. Tilgangur verksins er að fá aukið svæði til knattspyrnuiðkunar.
Æskulýðs- og menningarnefnd veitir Völsungi leyfi til að leggja gras yfir kastgeira á Húsavíkurvelli enda er um afturkræfa aðgerð að ræða. Nefndin leggur áherslu á að kasthringur verði ekki fjarlægður.

3.Vinnuskóli 2018

Málsnúmer 201804111Vakta málsnúmer

Fyrir æskulýðs- og menningarnefnd liggja drög að vinnutíma og launum starfsmanna í vinnuskóla Norðurþings sumarið 2018.
Æskulýðs- og menningarnefnd samþykkir eftirfarandi laun og vinnutímabil :

Unglingar fæddir 2003, 691 kr. Unnið í 5 vikur - Tímabil 11.júní ? 13. júlí
Unglingar fæddir 2004, 557 kr. Unnið í 4 vikur - Tímabil 11.júní ? 6. júlí
Unglingar fæddir 2005, 490 kr. Unnið í 3 vikur - Tímabil 2.júlí ? 20. Júlí

Nefndin samþykkir einnig að styðja við handverkshópinn Heimöx með því að leggja til starfsfólk úr vinnuskólanum.

4.Sundlaugin í Lundi 2018

Málsnúmer 201712092Vakta málsnúmer

Búið er að handsala samning við Neil Robertson um að sjá um sundlaugina í Lundi sumarið 2018. Opnun verður frá 1.júní - 31. ágúst.
Nefndin fagnar því að mögulegt er að lengja opnun sundlaugarinnar í Lundi um einn mánuð sumarið 2018.

5.Hreyfivika UMFÍ 2018

Málsnúmer 201805094Vakta málsnúmer

Hreyfivika UMFÍ fer fram 28.maí - 3.júní næskomandi.
Norðurþing hefur tekið þátt síðustu 3 ár.
Æskulýðs- og menningarnefnd tekur að sjálfsögðu þátt í Hreyfiviku UMFÍ og hyggst setja allt að 200 þúsund krónur í verkefnið.

6.Endurnýjun búnaðar til fimleikaiðkunar

Málsnúmer 201802136Vakta málsnúmer

Æskulýðs- og menningarnefnd samþykkir að styrkja Völsung um 70 þúsund krónur til kaupa á búnaði til fimleikaiðkunar.

7.Strandblakvöllur á Húsavík

Málsnúmer 201705186Vakta málsnúmer

Blakdeild Völsungs hyggst koma upp strandblakvöllum á lóð safnahússins á Húsavík. Óskað er eftir því að Norðurþing leggi til blaknet og súlur fyrir tvo velli.
Æskulýðs- og menningarnefnd samþykkir erindið og felur Íþrótta- og tómstundafulltrúa að vinna málið áfram.

8.Kynning íþrótta- og tómstundafulltrúa

Málsnúmer 201606156Vakta málsnúmer

Íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti ársreikning Norðurþings.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:00.