Fara í efni

Drög að reglugerð um rekstur héraðsskjalasafna til umsagnar

Málsnúmer 201705134

Vakta málsnúmer

Æskulýðs- og menningarnefnd - 11. fundur - 13.06.2017

Til umfjöllunar eru drög að reglugerð um rekstur héraðsskjalasafna.
Lagt fram til kynningar

Byggðarráð Norðurþings - 217. fundur - 15.06.2017

Fyrir byggðarráði liggja drög að reglugerð um rekstur héraðsskjalasafna til umsagnar. Einnig liggja fyrir athugasemdir við ofangreind drög frá héraðsskjalaverði. Snorri Sigurðsson héraðsskjalavörður mætir til fundarins.
Byggðarráð þakkar héraðsskjalaverði kynninguna. Byggðarráð telur brýnt að standa vörð um starfsemi og sjálfstæði héraðsskjalasafns í Þingeyjarsýslu, sem rekið er innan Menningarmiðstöðvar Þingeyinga.

Byggðarráð telur ýmislegt athugavert við það sem fram kemur í framlögðum drögum að reglugerð. Þá telur byggðarráð að skoða þurfi hvort fjármunir muni fylgja með mögulegum kvöðum í nýrri reglugerð.

Sveitarstjóra er falið að skrifa bréf f.h. Norðurþings á grunni umræðna á fundinum og koma á framfæri fyrir tilskilinn frest.