Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings
Dagskrá
1.Mærudagur 2015, samningur og skýrsla
Málsnúmer 201508002Vakta málsnúmer
Fyrir nefndinni liggur skýrsla verkefnisstjóra vegna mærudags 2015.
Heiðar Halldórsson verkefnisstjóri mærudags 2015 fór yfir skýrsluna. Húsavíkurstofa mun ekki sjá um hátíðina á næsta ári og því spurning hvert framhaldið verður. Ýmsar hugmyndir eru reifaðar í skýrslunni og mun menningarfulltrúi ræða við hverfisstjóra um framkvæmd hátíðarinnar 2016.
2.Málaflokkur 05, menningarmál, fjárhagsstaða
Málsnúmer 201504009Vakta málsnúmer
Menningarfulltrúi gerði grein fyrir fjárhagsstöðu menningarsviðs fyrstu 10 mánuði 2015.
3.Málefni bókasafna Norðurþings
Málsnúmer 201506015Vakta málsnúmer
Menningarfulltrúi gerði grein fyrir stöðu málefna bókasafna Norðurþings.
Fjárhagsáætlun 2016 gerir ráð fyrir fimm milljón króna lækkun frá áætlun 2015. Menningarfulltrúa er falið í samstarfi við forstöðumenn safnanna að vinna að útfærslum.
4.Málaflokkur 04, fræðslumál, fjárhagsstaða
Málsnúmer 201504008Vakta málsnúmer
Fyrir nefndinni liggur fjárhagsstaða fræðslusviðs fyrir janúar til 20. nóvember 2015.
Lagt fram til kynningar.
5.Fjárhagsáætlun 2016
Málsnúmer 201506018Vakta málsnúmer
Fyrir nefndinni liggur endurskoðuð fjárhagsáætlun fræðslusviðs vegna ákvörðunar bæjarráðs um að hækka launaliði allra fjárhagsáætlana fyrir árið 2016.
Nefndin samþykkir breytingar á fjárhagsáætlun 2016.
6.Sigurborg Ö. Möller og Ásbjörn Kristinsson sækja um námsvist utan lögheimilissveitarfélags fyrir Rakel Jónu Ásbjörnsdóttur
Málsnúmer 201511012Vakta málsnúmer
Fyrir nefndinni liggur umsókn Sigurborgar Ö. Möller og Ásbjörns Kristinssonar um námsvist utan lögheimilissveitarfélags fyrir Rakel Jónu Ásbjörnsdóttur.
Umsókninni er synjað þar sem ekki fylgir henni rökstuðningur eins og kveðið er á um í verklagsreglum Norðurþings um námsvist utan lögheimilissveitarfélags. Þar segir:
"Umsóknum skal fylgja rökstuðningur sérfræðings skólaþjónustu, sálfræðings eða annars meðferðaraðila."
"Umsóknum skal fylgja rökstuðningur sérfræðings skólaþjónustu, sálfræðings eða annars meðferðaraðila."
7.Viðmiðunarreglur um skólaakstur frá 2012; endurskoðun
Málsnúmer 201407032Vakta málsnúmer
Fyrir nefndinni liggja endurskoðaðar viðmiðunarreglur Norðurþings um skólaakstur. Tekið hefur verið tillit til umsagna skólaráða og reglurnar uppfærðar í samræmi við athugasemdir þeirra.
Nefndin samþykkir reglurnar með áorðnum breytingum.
8.Samkomulag um akstur nemenda í Grunnskóla Raufarhafnar
Málsnúmer 201411108Vakta málsnúmer
Fyrir nefndinni liggur aksturssamningur við Nönnu Steinu Höskuldsdóttur vegna aksturs barna hennar í Grunnskólann á Raufarhöfn.
Nefndin samþykkir fyrirliggjandi samning.
9.Tækjaleigusamningur vegna búnaðarkaupa fyrir Borgarhólsskóla
Málsnúmer 201509094Vakta málsnúmer
Fyrir nefndinni liggur tækjaleigusamningur sem gerður hefur verið vegna búnaðarkaupa í Borgarhólsskóla.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 13:00.
Snæbjörn Sigurðarson menningarfulltrúi sat fundinn undir liðum eitt til þrjú.