Fara í efni

Fjárhagsáætlun 2016

Málsnúmer 201506018

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 50. fundur - 10.06.2015

Fyrir nefndinni liggur tillaga að skiptingu fjárhagsramma vegna fræðslu- og menningarmála fyrir fjárhagsárið 2016.
Fræðslu- og menningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu að skiptingu fjárhagsramma og felur fræðslu- og menningarfulltrúa að kynna tillöguna fyrir forstöðumönnum stofnana og kalla eftir tillögum þeirra að fjárhagsáætlun.

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 52. fundur - 16.09.2015

Vegna áhrifa endurskoðunar starfsmats á launakostnað, þörf fyrir fleiri starfsmannafundi og aukið starfshlutfall aðstoðarleikskólastjóra á Grænuvöllum ásamt aukins aksturskostnaðar vegna Öxarfjarðarskóla óskar fræðslu- og menningarnefnd eftir því við bæjarráð að fjárframlög til fræðslumála verði aukin um kr. 6.600.000. Ekki hefur verið tekið tillit til mögulega aukins kostnaðar Grunnskóla Raufarhafnar vegna endurskoðaðs starfsmats og því kann þessi tala að hækka.


Bæjarráð Norðurþings - 154. fundur - 08.10.2015

Jón Höskuldsson mætir á fundinn og fer yfir fjárhagsáætlun 2016 fyrir fræðslumál
Bæjarráð þakkar Jóni góða kynningu

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 55. fundur - 25.11.2015

Fyrir nefndinni liggur endurskoðuð fjárhagsáætlun fræðslusviðs vegna ákvörðunar bæjarráðs um að hækka launaliði allra fjárhagsáætlana fyrir árið 2016.
Nefndin samþykkir breytingar á fjárhagsáætlun 2016.