Fara í efni

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings

56. fundur 13. janúar 2016 kl. 11:00 - 13:30 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Olga Gísladóttir formaður
  • Sigríður Hauksdóttir aðalmaður
  • Sigríður Valdimarsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Jón Höskuldsson
Fundargerð ritaði: Jón Höskuldsson Fræðslufulltrúi
Dagskrá
Málefni bókasafna eru á dagskrá kl. 11.
Málefni Grænuvalla eru á dagskrá kl. 11.20

Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna.

Snæbjörn Sigurðarson menningarfulltrúi sat fundinn undir lið eitt.

1.Málefni bókasafna Norðurþings

Málsnúmer 201506015Vakta málsnúmer

Fyrir nefndinni liggur kynning á nýju fyrirkomulagi á rekstri bókasafna Norðurþings.
Snæbjörn Sigurðarson menningarfulltrúi kynnti fyrirkomulagið. Fyrirkomulagið felur meðal annars í sér sameiningu bókasafna sveitarfélagsins frá 1. janúar 2016.

2.Grænuvellir - starfsmannafundir á föstudögum

Málsnúmer 201601008Vakta málsnúmer

Fyrir nefndinni liggur ósk leikskólastjóra á Grænuvöllum um að starfsmannafundir verði frá klukkan 14 til 16.30 einn föstudag í mánuði á tímabilinu ágúst til apríl á hverju skólaári og leikskólinn loki því klukkan 14 þessa daga.
Sigríður Valdís leikskólastjóri kynnti hugmyndina fyrir nefndinni. Fræðslu- og menningarnefnd samþykkir erindið og leggur til við bæjarstjórn að hún geri slíkt hið sama.

3.Skólaakstur í Norðurþingi, akstur leikskólabarna með skólabifreiðum

Málsnúmer 201308085Vakta málsnúmer

Fyrir nefndinni liggur endurskoðun á viðaukasamningi um akstur leikskólabarna á leiðum 1 og 2.
Afgreiðslu málsins er frestað til næsta fundar.

4.Þjóðarsáttmáli um læsi, samningur milli ríkis og sveitarfélaga

Málsnúmer 201508098Vakta málsnúmer

Fyrir nefndinni liggur samningur Norðurþings og Mennta- og menningarmálaráðuneytisins, Þjóðarsáttmáli um læsi.
Fræðslu- og menningarnefnd felur fræðslufulltrúa að fylgja samningnum eftir.

5.Læsisstefna Norðurþings

Málsnúmer 201601011Vakta málsnúmer

Samkvæmt samningi Norðurþings og Menntamálaráðuneytisins, Þjóðarsáttmála um læsi, ber sveitarfélaginu að setja sér markvissa læsisstefnu í samræmi við ákvæði í aðalnámskrá leik- og grunnskóla. Fyrir nefndinni liggur að taka afstöðu til þess hvernig stefnan skuli unnin.
Fræðslu- og menningarnefnd felur fræðslufulltrúa að mynda starfshóp sem vinnur að gerð læsisstefnu sveitarfélagsins.

6.Skólastefna Norðurþings

Málsnúmer 201601010Vakta málsnúmer

Fræðslufulltrúi óskar eftir því við nefndina að hún hittist á óformlegum fundi þar sem skólastefna Norðurþings verður tekin til umfjöllunar.
Fræðslu- og menningarnefnd samþykkir að hittast á óformlegum vinnufundi miðvikudaginn 10. febrúar kl. 12.

Fundi slitið - kl. 13:30.