Fara í efni

Bæjarstjórn Norðurþings

49. fundur 16. júní 2015 kl. 16:15 - 19:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
 • Friðrik Sigurðsson Forseti
 • Olga Gísladóttir aðalmaður
 • Gunnlaugur Stefánsson aðalmaður
 • Soffía Helgadóttir aðalmaður
 • Kjartan Páll Þórarinsson aðalmaður
 • Óli Halldórsson aðalmaður
 • Kristján Þór Magnússon bæjarstjóri
 • Erna Björnsdóttir 1. varamaður
 • Anna Ragnarsdóttir 1. varamaður
 • Trausti Aðalsteinsson 1. varamaður
Starfsmenn
 • test
Fundargerð ritaði: Bergþóra Höskuldsdóttir Skjala- og upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.Umboð til bæjarráðs

Málsnúmer 201506034Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur tillaga um að veita bæjarráði umboð til fullnaðarafgreiðslu mála í sumarorlofi bæjarstjórnar. Umboðið er í einn og hálfan mánuð frá 18. júní til og með 1. ágúst 2015.

Samþykkt samhljóða

2.Norðurþing, kosning í nefndir til eins árs, fjögra ára og tilnefningar á aðalfundi 2014-2018

Málsnúmer 201406045Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu kosning og skipan í eftirfarandi nefndir og ráð.

1. kosning forseta bæjarstjórnar.
2. kosning fyrsta varaforseta bæjarstjórnar.
3. kosning annars varaforseta bæjarstjórnar.
4. skipan fulltrúa í bæjarráð til 1. árs.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að Friðrik Sigurðsson verði forseti bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að Gunnlaugur Stefánsson verði fyrsti varaforseti bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að Sif Jóhannesdóttir verði annar varaforseti bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að eftirtaldir bæjarfulltrúar skipi bæjarráð til júní 2016.

Óli Halldórsson aðalmaður og formaður og til vara verði Sif Jóhannesdóttir.
Gunnlaugur Stefánsson áheyrnarfulltrúi og til vara verði Soffía Helgadóttir.
Friðrik Sigurðsson varaformaður og til vara verði Olga Gísladóttir.
Jónas Einarsson aðalmaður og til vara verði Kjartan Páll Þórarinsson.

Samþykkt samhljóða

3.Breyting á aðalskipulagi Norðurþings vegna sjóbaða

Málsnúmer 201504022Vakta málsnúmer

Eftirfarandi var bókað á 129. fundi skipulags- og byggingarnefndar Norðurþings
Nú er lokið kynningu skipulagslýsingar fyrir breytingu aðalskipulags. Umsagnir við skipulagslýsinguna bárust frá Umhverfisstofnun, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra og Skipulagsstofnun.

Umhverfisstofnun telur skv. bréfi sínu dags. 27. maí s.l. breytinguna jákvæða en bendir á að borun eftir jarðhita á lághitasvæðum er tilkynningarskyld framkvæmd og leggur jafnframt áherslu á að göngustígur meðfram klettóttri ströndinni verði færður inn á deiliskipulagsuppdrátt.

Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra tilgreinir í bréfi sínu dags. 12. maí s.l. að ekki séð gerð athugasemd við skipulagslýsinguna.

Skipulagsstofnun bendir á að gera þarf grein fyrir stærð þess svæðis sem breytingin nær til, gera grein fyrir aðkomu að svæðinu sem og umfangi og yfirbragði byggðar. Tilefni sé til að víkja sérstaklega að samspili breyttrar landnotkunar við landnotkun og fyrirhugaða starfsemi á nærliggjandi svæðum s.s. iðnaðarsvæði á Bakka, hafnarsvæði og athafnasvæði á Höfða.

Skipulags- og byggingarnefnd þakkar fram komnar ábendingar. Gert er ráð fyrir að göngustígur meðfram ströndinni verði færður inn á deiliskipulag. Ábendingum Skipulagsstofnunar verður fylgt.

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu frá Alta að aðalskipulagsbreytingu þar sem tekið hefur verið tillit til athugasemda og ábendinga sem bárust við kynningu skipulagslýsingar. Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kynna tillöguna á almennum fundi skv. ákvæðum 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Jafnframt leggur nefndin til við bæjarstjórn að skipulagstillagan verði auglýst til athugasemda skv. ákvæðum skipulagslaga að fengnu samþykki Skipulagsstofnunar.
Samþykkt samhljóða

4.Deiliskipulag á Höfða vegna sjóbaða

Málsnúmer 201504023Vakta málsnúmer

Eftirfarandi var bókað á 129. fundir skipulags- og byggingarnefndar Norðurþings
"Nú er lokið kynningu skipulagslýsingar fyrir deiliskipulag þjónustusvæðis á Höfða. Umsagnir við skipulagslýsinguna bárust frá Umhverfisstofnun, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra og Skipulagsstofnun.

Umhverfisstofnun telur skv. bréfi sínu dags. 27. maí s.l. breytinguna jákvæða en bendir á að borun eftir jarðhita á lághitasvæðum er tilkynningarskyld framkvæmd og leggur jafnframt áherslu á að göngustígur meðfram klettóttri ströndinni verði færður inn á deiliskipulagsuppdrátt.

Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra tilgreinir í bréfi sínu dags. 12. maí s.l. að ekki sé gerð athugasemd við skipulagslýsinguna.

Skipulagsstofnun bendir á í bréfi sínu dags. 6. maí s.l. að mikilvægt sé að settir verði skýrir skilmálar í deiliskipulagi um útlit mannvirkja og form. Ennfremur er minnt á að kynna þarf tillöguna skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga áður en bæjarstjórn samþykkir hana til auglýsingar.

Skipulags- og byggingarnefnd þakkar fram komnar ábendingar. Gert er ráð fyrir að göngustígur meðfram ströndinni verði færður inn á deiliskipulag. Settir verða skýrir skilmálar fyrir útlit mannvirkja og form.

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu að deiliskipulagi þar sem tekið hefur verið tillit til framkominna athugasemda og ábendinga. Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kynna tillöguna á almennum fundi skv. ákvæðum 4. mgr. 40 gr. skipulagslaga. Jafnframt leggur nefndin til við bæjarstjórn að skipulagstillagan verði auglýst til athugasemda skv. ákvæðum skipulagslaga samhliða tillögu að aðalskipulagsbreytingu sama svæðis."
Samþykkt samhljóða

5.Fyrirkomulag sorpmála í Norðurþingi

Málsnúmer 201410060Vakta málsnúmer

Eftirfarandi var bókað á 140. fundi bæjarráðs Norðurþings
"Fyrir bæjarráð liggja drög að ábyrgðaryfirlýsingu fyrir urðunarstað á Kópaskeri:

Bæjarstjórn Norðurþings ábyrgist að staðið verði við þær skyldur sem settar eru fram varðandi frágang og vöktun urðunarstaðarins við Kópasker, sbr. 60. og 61. gr. laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs. Af hálfu Norðurþings er litið svo á að yfirlýsing þessi jafngildi starfsleyfistryggingu, sbr. 59. gr. laga nr. 55/2003 og 17. gr. reglugerðar nr. 738/2003 um urðun úrgangs. Ábyrgð þessi gildir í 30 ár eftir lokun urðunarstaðarins.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að ábyrgðaryfirlýsingin verði samþykkt."
Til máls tóku Óli Halldórsson, Friðrik Sigurðsson, Soffía Helgadóttir Kjartan Páll Þórarinsson og Gunnlaugur Stefánsson

Ábyrgðaryfirlýsingin samþykkt samhljóða

6.Leikskólinn Grænuvellir, staða vistunarmála

Málsnúmer 201412032Vakta málsnúmer

Fræðslu- og menningarnefnd samþykkti á 50. fundi nefndarinnar reglur Leikskólans Grænuvalla. Reglurnar lagðar fyrir bæjarstjórn til staðfestingar
Til máls tóku Olga Gísladóttir, Gunnlaugur Stefánsson, Friðrik Sigurðsson og Soffía Helgadóttir

Reglurnar samþykktar samhljóða

7.Málefni bókasafna Norðurþings

Málsnúmer 201506015Vakta málsnúmer

Á 50. fundi fræðslu- og menningarnefndar var eftirfarandi tillaga formanns nefndarinnar samþykkt samhljóða;

"Fræðslu- og menningarnefnd leggur til við bæjarstjórn að óskað verði eftir samningi við Héraðsnefnd Þingeyinga um samþættan rekstur bókasafna í Norðurþingi og Menningarmiðstöðvar Þingeyinga. Stefnt verði að nýju fyrirkomulagi frá 1. janúar 2016. Markmiðið verði fagleg efling og samstilling bókasafnsþjónustu í Norðurþingi auk hagræðingar í rekstri.
Fræðslu- og menningarfulltrúa falið að greina þjónustuþörf í sveitarfélaginu og taka saman upplýsingar um opnun og þjónustu núverandi starfsstöðva. Leitað verði upplýsinga um starfsemi og rekstur bókasafnsþjónustu í sambærilegum sveitarfélögum.
Fræðslu- og menningarfulltrúa ásamt forstöðumönnum núverandi bókasafna í Norðurþingi falið í samráði við bæjarstjóra að hefja viðræður við Héraðsnefnd Þingeyinga um sameiginlegan rekstur bókasafnsþjónustu í Norðurþingi og Menningarmiðstöðvar Þingeyinga."
Samþykkt samhljóða

8.Barnaverndarstofa óskar eftir að fá senda framkvæmdaáætlun Norðurþings í barnaverndarmálum 2015 - 2018

Málsnúmer 201502104Vakta málsnúmer

Félags- og barnaverndarnefnd samþykkti á 49. fundi nefndarinnar, framkvæmdaáætlun í barnavernd.
Áætlunin lögð fram til staðfestingar
Til máls tóku Soffía Helgadóttir, Kristján Þór Magnússon, Óli Halldórsson, Kjartan Páll Þórarinsson og Gunnlaugur Stefánsson

Gunnlaugur leggur til að málinu verði vísað til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2016

Tillagan borin undir atkvæði, samþykkt með öllum atkvæðum utan Ernu og Olgu sem sitja hjá

Staðfestingu áætlunarinnar frestað

9.Fyrirspurn um fjárfestingahreyfingar og ráðgjafakostnað hjá Norðurþingi

Málsnúmer 201506047Vakta málsnúmer

Til máls tóku Kristján Þór Magnússon, Gunnlaugur Stefánsson og Óli Halldórsson

Óli lagði til eftirfarandi tillögu;
Mjög mikilvægt er að kjörnir fulltrúar séu vel upplýstir á hverjum tíma um rekstrar- og fjárfestingahreyfingar Norðurþings. Einnig er mikilvægt að hafa sem mest af fjárhagsupplýsingum aðgengilegar fyrir íbúa. Í því samhengi leggur undirritaður fram tillögu þess efnis að skýrsla KPMG um fjárhagsstöðu, rekstur og framtíðarhorfur Norðurþings sem lokið var við í mars 2015 verði þegar birt opinberlega og komið á vef Norðurþings.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða

10.Upphaf framkvæmda á Bakka við Húsavík

Málsnúmer 201506048Vakta málsnúmer

Til máls tóku Kristján Þór Magnússon, Gunnlaugur Stefánsson, Soffía Helgadóttir, Óli Halldórsson, Friðrik Sigurðsson, Erna Björnsdóttir, Trausti Aðalsteinsson og Kjartan Páll Þórarinsson

Bókun;

Bæjarstjórn Norðurþings lýsir yfir mikilli ánægju með þá ákvörðun fyrirtækisins PCC BakkiSilicon hf að hefja uppbyggingu á Bakka. Með þeirri ákvörðun er nýr kafli í atvinnusögu sveitarfélagsins hafinn sem skapa mun fjölmörg tækifæri til styrkingar á öllu NA-landi. Framkvæmdir tengdar uppbyggingunni eru þegar hafnar á Bakka og mun umfang þeirra aukast jafnt og þétt eftir því sem líður á sumarið og vara allt til ársloka 2017, þegar þess er vænst að framleiðsla hefjist. Samhliða munu framkvæmdir við hafnar- og vegagerð hefjast á næstu vikum sem einnig mun ljúka síðla árs 2017. Framundan eru spennandi tímar og tækifæri til sóknar fyrir íbúa í Þingeyjarsýslum. Því er mikilvægt að við sameinumst öll um lokamarkmið þessarar vegferðar sem er að hér standi eftir öflugra samfélag með fjölbreyttum atvinnutækifærum og vandaðri grunnþjónustu við íbúa.
Bæjarstjórn Norðurþings vill jafnframt þakka öllum þeim fjölmörgu aðilum sem lagt hafa lóð sín á vogarskálarnar til að verkefnið verði að veruleika.

11.Skýrsla bæjarstjóra

Málsnúmer 201504047Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri fór yfir verkefni síðasta mánaðar

12.Bæjarráð Norðurþings - 140

Málsnúmer 1505006Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til kynningar fundargerð 140. fundar bæjarráðs.

Til máls tóku undir 8. lið Soffía Helgadóttir og Friðrik Sigurðsson
Til máls tóku undir 3. lið Kjartan Páll Þórarinsson, Kristján Þór Magnússon, Gunnlaugur Stefánsson, Soffía Helgadóttir og Friðrik Sigurðsson
Til máls tóku undir 11. lið Kjartan Páll Þórarinsson, Soffía Helgadóttir, Óli Halldórsson og Kristján Þór Magnússon

Fundargerð 140. fundar bæjarráðs lögð fram.

13.Bæjarráð Norðurþings - 141

Málsnúmer 1505008Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til kynningar fundargerð 141. fundar bæjarráðs.

Til máls tók undir 9. lið tók Óli Halldórsson

Fundargerð 141. fundar bæjarráðs lögð fram.

14.Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 58

Málsnúmer 1505007Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til kynningar fundargerð 58. fundar framkvæmda- og hafnanefndar.

Til máls tóku undir 15. lið Óli Halldórsson
Óli óskar bókað;

"Þann 1. júní sl. var tekið upp nýtt fyrirkomulag og rekstrarform sorpmála í stórum hluta Norðurþings. Með þriggja íláta flokkun og margháttaðri endurvinnslu skapast tækifæri fyrir sveitarfélagið til að komast í fremstu röð á þessu sviði meðal sveitarfélaga á Íslandi. Lykillinn að árangri er þátttaka og góð virkni íbúanna sjálfra. Bæjarstjórn vill af þessu tilefni færa íbúum sérstakar þakkir fyrir mjög góðar viðtökur og samvinnu við breytingarnar. Jafnframt bjóða nýja aðila, Íslenska gámafélagið, velkomna til samstarfs í þessum mikilvæga málaflokki."

Undir bókunina taka Friðrik Sigurðsson, Olga Gísladóttir, Erna Björnsdóttir, Trausti Aðalsteinsson, Anna Ragnarsdóttir og Kjartan Páll Þórarinsson

Fundargerð 58. fundar framkvæmda- og hafnanefndar lögð fram.

15.Félags- og barnaverndarnefnd Norðurþings - 49

Málsnúmer 1506001Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til kynningar fundargerð 49. fundar félags- og barnaverndarnefndar Norðurþings.

Fundargerð 49. fundar félags- og barnaverndarnefndar Norðurþings lögð fram.

16.Bæjarráð Norðurþings - 142

Málsnúmer 1506003Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til kynningar fundargerð 142. fundar bæjarráðs.

Til máls tóku undir 2. lið Kjartan Páll Þórarinsson og Soffía Helgadóttir

Fundargerð 142. fundar bæjarráðs lögð fram.

17.Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 129

Málsnúmer 1506005Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til kynningar fundargerð 129. fundar skipulags- og byggingarnefndar.


Fundargerð 129. fundar skipulags- og byggingarnefndar lögð fram.

18.Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 42

Málsnúmer 1506002Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til kynningar fundargerð 42. fundar tómstunda-og æskulýðsnefndar.

Til máls tóku undir 5. lið Gunnlaugur Stefánsson, Kjartan Páll Þórarinsson og Óli Halldórsson

Fundargerð 42. fundar tómstunda- og æskulýðsnefndar lögð fram.

19.Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 50

Málsnúmer 1506004Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til kynningar fundargerð 50. fundar fræðslu- og menningarnefndar.
Til máls tóku undir 9. lið, Óli Halldórsson og Kjartan Páll Þórarinsson

Óli Halldórsson lagði fram tillögu að bókun undir lið nr. 9 í fundargerðinni;

"Fram eru komnar hugmyndir mennta- og menningarmálaráðherra um að veita öllu því fjármagni sem ætlað er til framhaldsnáms í tónlist til eins tónlistarskóla í Reykjavík. Bæjarstjórn tekur undir þær athugasemdir stjórnenda tónlistarskóla við þessi áform sem fram hafa komið nýverið og mótmælir þeirri ákvörðun að allt framhaldsnám í tónlist verði á hendi eins ríkisrekins tónlistarskóla. Slíkt mun óhjákvæmilega leiða til veikingar tónlistarnáms á landinu og mismunar nemendum til tónlistarnáms."
Bókunin samþykkt samhljóða

Til máls tók undir 12. lið Olga Gísladóttir

Fundargerð 50. fundar fræðslu- og menningarnefndar lögð fram.

20.Bæjarráð Norðurþings - 143

Málsnúmer 1506007Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til kynningar fundargerð 143. fundar bæjarráðs.

Til máls tóku undir 4. lið Soffía Helgadóttir og Kristján Þór Magnússon

Fundargerð 143. fundar bæjarráðs lögð fram.

Fundi slitið - kl. 19:00.