Fara í efni

Breyting á aðalskipulagi Norðurþings vegna sjóbaða

Málsnúmer 201504022

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 127. fundur - 14.04.2015

Unnin hefur tillaga að skipulagslýsingu fyrir breytingu aðalskipulags vegna uppbyggingar sjóbaða á Húsavíkurhöfða.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn Norðurþings - 47. fundur - 21.04.2015

Fyrir bæjarstjórn liggur erindi sem tekið var fyrir á 127. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi var afgreiðsla nefndarinnar:

"Unnin hefur verið tillaga að skipulagslýsingu fyrir breytingu aðalskipulags vegna uppbyggingar sjóbaða á Húsavíkurhöfða. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
Til máls tóku Kjartan, Sif, Soffía, Óli og Friðrik

Tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 129. fundur - 09.06.2015

Nú er lokið kynningu skipulagslýsingar fyrir breytingu aðalskipulags. Umsagnir við skipulagslýsinguna bárust frá Umhverfisstofnun, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra og Skipulagsstofnun.

Umhverfisstofnun telur skv. bréfi sínu dags. 27. maí s.l. breytinguna jákvæða en bendir á að borun eftir jarðhita á lághitasvæðum er tilkynningarskyld framkvæmd og leggur jafnframt áherslu á að göngustígur meðfram klettóttri ströndinni verði færður inn á deiliskipulagsuppdrátt.

Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra tilgreinir í bréfi sínu dags. 12. maí s.l. að ekki séð gerð athugasemd við skipulagslýsinguna.

Skipulagsstofnun bendir á að gera þarf grein fyrir stærð þess svæðis sem breytingin nær til, gera grein fyrir aðkomu að svæðinu sem og umfangi og yfirbragði byggðar. Tilefni sé til að víkja sérstaklega að samspili breyttrar landnotkunar við landnotkun og fyrirhugaða starfsemi á nærliggjandi svæðum s.s. iðnaðarsvæði á Bakka, hafnarsvæði og athafnasvæði á Höfða.

Skipulags- og byggingarnefnd þakkar fram komnar ábendingar. Gert er ráð fyrir að göngustígur meðfram ströndinni verði færður inn á deiliskipulag. Ábendingum Skipulagsstofnunar verður fylgt.

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu frá Alta að aðalskipulagsbreytingu þar sem tekið hefur verið tillit til athugasemda og ábendinga sem bárust við kynningu skipulagslýsingar. Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kynna tillöguna á almennum fundi skv. ákvæðum 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Jafnframt leggur nefndin til við bæjarstjórn að skipulagstillagan verði auglýst til athugasemda skv. ákvæðum skipulagslaga að fengnu samþykki Skipulagsstofnunar.

Bæjarstjórn Norðurþings - 49. fundur - 16.06.2015

Eftirfarandi var bókað á 129. fundi skipulags- og byggingarnefndar Norðurþings
Nú er lokið kynningu skipulagslýsingar fyrir breytingu aðalskipulags. Umsagnir við skipulagslýsinguna bárust frá Umhverfisstofnun, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra og Skipulagsstofnun.

Umhverfisstofnun telur skv. bréfi sínu dags. 27. maí s.l. breytinguna jákvæða en bendir á að borun eftir jarðhita á lághitasvæðum er tilkynningarskyld framkvæmd og leggur jafnframt áherslu á að göngustígur meðfram klettóttri ströndinni verði færður inn á deiliskipulagsuppdrátt.

Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra tilgreinir í bréfi sínu dags. 12. maí s.l. að ekki séð gerð athugasemd við skipulagslýsinguna.

Skipulagsstofnun bendir á að gera þarf grein fyrir stærð þess svæðis sem breytingin nær til, gera grein fyrir aðkomu að svæðinu sem og umfangi og yfirbragði byggðar. Tilefni sé til að víkja sérstaklega að samspili breyttrar landnotkunar við landnotkun og fyrirhugaða starfsemi á nærliggjandi svæðum s.s. iðnaðarsvæði á Bakka, hafnarsvæði og athafnasvæði á Höfða.

Skipulags- og byggingarnefnd þakkar fram komnar ábendingar. Gert er ráð fyrir að göngustígur meðfram ströndinni verði færður inn á deiliskipulag. Ábendingum Skipulagsstofnunar verður fylgt.

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu frá Alta að aðalskipulagsbreytingu þar sem tekið hefur verið tillit til athugasemda og ábendinga sem bárust við kynningu skipulagslýsingar. Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kynna tillöguna á almennum fundi skv. ákvæðum 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Jafnframt leggur nefndin til við bæjarstjórn að skipulagstillagan verði auglýst til athugasemda skv. ákvæðum skipulagslaga að fengnu samþykki Skipulagsstofnunar.
Samþykkt samhljóða

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 133. fundur - 13.10.2015

Nú er lokið kynningu á aðalskipulagsbreytingu vegna sjóbaða á Húsavíkurhöfða.
Athugasemdir/umsagnir bárust frá þremur aðilum.
1. Vegagerðin bendir á nauðsyn þess að hafa samráð við Vegagerðina þegar farið verður í sprengingar eða grundun bygginga á skipulagssvæðinu vegna nálægðar við fyrirhuguð jarðgöng undir Húsavíkurhöfða.
Viðbrögð: Athugasemdin er ekki talin gefa tilefni til breytingar á skipulagstillögunni.
2. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra telur ekki tilefni til athugasemda við skipulagstillöguna.
3. Umhverfisstofnun telur miður að ekki sé gert ráð fyrir útivistarstíg meðfram ströndinni eins og gert er í gildandi aðalskipulagi Norðurþings og telur að gera ætti ráð fyrir útivistarstíg meðfram klettaströndinni, einnig þar sem baðstaður er áætlaður.
Viðbrögð: Skipulags- og byggingarnefnd tekur almennt undir sjónarmið um aðgengi almennings að vatns- og sjávarbökkum eins og fram koma í gr. 5.3.2.14 skipulagsreglugerð. Gengið er út frá því að fært verði fótgangandi sjávarmegin við baðlón þó þar verði ekki gerður göngustígur. Nefndin telur einnig að hagsmunir verðandi lóðarhafa séu umtalsverðir með að ekki verði gerður göngustígur sjávarmegin fyrirhugaðra sjóbaða. Nefndin fellst því ekki á að breyta skipulagstillögunni vegna athugasemdarinnar.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagstillagan verði samþykkt eins og hún var kynnt og skipulags- og byggingarfulltrúa falið að senda hana til yfirferðar hjá Skipulagsstofnun skv. ákvæðum skipulagslaga.

Bæjarstjórn Norðurþings - 52. fundur - 20.10.2015

Fyrir bæjarstjórn liggur eftirfarandi bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 133. fundi nefndarinnar:

"Nú er lokið kynningu á aðalskipulagsbreytingu vegna sjóbaða á Húsavíkurhöfða. Athugasemdir/umsagnir bárust frá þremur aðilum. 1. Vegagerðin bendir á nauðsyn þess að hafa samráð við Vegagerðina þegar farið verður í sprengingar eða grundun bygginga á skipulagssvæðinu vegna nálægðar við fyrirhuguð jarðgöng undir Húsavíkurhöfða. Viðbrögð: Athugasemdin er ekki talin gefa tilefni til breytingar á skipulagstillögunni. 2. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra telur ekki tilefni til athugasemda við skipulagstillöguna. 3. Umhverfisstofnun telur miður að ekki sé gert ráð fyrir útivistarstíg meðfram ströndinni eins og gert er í gildandi aðalskipulagi Norðurþings og telur að gera ætti ráð fyrir útivistarstíg meðfram klettaströndinni, einnig þar sem baðstaður er áætlaður. Viðbrögð: Skipulags- og byggingarnefnd tekur almennt undir sjónarmið um aðgengi almennings að vatns- og sjávarbökkum eins og fram koma í gr. 5.3.2.14 skipulagsreglugerð. Gengið er út frá því að fært verði fótgangandi sjávarmegin við baðlón þó þar verði ekki gerður göngustígur. Nefndin telur einnig að hagsmunir verðandi lóðarhafa séu umtalsverðir með að ekki verði gerður göngustígur sjávarmegin fyrirhugaðra sjóbaða. Nefndin fellst því ekki á að breyta skipulagstillögunni vegna athugasemdarinnar. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagstillagan verði samþykkt eins og hún var kynnt og skipulags- og byggingarfulltrúa falið að senda hana til yfirferðar hjá Skipulagsstofnun skv. ákvæðum skipulagslaga."
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og byggingarnefndar