Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings

133. fundur 13. október 2015 kl. 14:00 - 17:45 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Sif Jóhannesdóttir formaður
  • Röðull Reyr Kárason aðalmaður
  • Soffía Helgadóttir aðalmaður
  • Jónas Hreiðar Einarsson aðalmaður
  • Arnar Guðmundsson varamaður
Starfsmenn
  • test
Fundargerð ritaði: Gaukur Hjartarson Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Breyting á aðalskipulagi Norðurþings vegna sjóbaða

Málsnúmer 201504022Vakta málsnúmer

Nú er lokið kynningu á aðalskipulagsbreytingu vegna sjóbaða á Húsavíkurhöfða.
Athugasemdir/umsagnir bárust frá þremur aðilum.
1. Vegagerðin bendir á nauðsyn þess að hafa samráð við Vegagerðina þegar farið verður í sprengingar eða grundun bygginga á skipulagssvæðinu vegna nálægðar við fyrirhuguð jarðgöng undir Húsavíkurhöfða.
Viðbrögð: Athugasemdin er ekki talin gefa tilefni til breytingar á skipulagstillögunni.
2. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra telur ekki tilefni til athugasemda við skipulagstillöguna.
3. Umhverfisstofnun telur miður að ekki sé gert ráð fyrir útivistarstíg meðfram ströndinni eins og gert er í gildandi aðalskipulagi Norðurþings og telur að gera ætti ráð fyrir útivistarstíg meðfram klettaströndinni, einnig þar sem baðstaður er áætlaður.
Viðbrögð: Skipulags- og byggingarnefnd tekur almennt undir sjónarmið um aðgengi almennings að vatns- og sjávarbökkum eins og fram koma í gr. 5.3.2.14 skipulagsreglugerð. Gengið er út frá því að fært verði fótgangandi sjávarmegin við baðlón þó þar verði ekki gerður göngustígur. Nefndin telur einnig að hagsmunir verðandi lóðarhafa séu umtalsverðir með að ekki verði gerður göngustígur sjávarmegin fyrirhugaðra sjóbaða. Nefndin fellst því ekki á að breyta skipulagstillögunni vegna athugasemdarinnar.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagstillagan verði samþykkt eins og hún var kynnt og skipulags- og byggingarfulltrúa falið að senda hana til yfirferðar hjá Skipulagsstofnun skv. ákvæðum skipulagslaga.

2.Deiliskipulag á Höfða vegna sjóbaða

Málsnúmer 201504023Vakta málsnúmer

Nú er lokið kynningu á nýju deiliskipulagi sjóbaða á Húsavíkurhöfða.
Athugasemdir/umsagnir bárust frá þremur aðilum.
1. Vegagerðin bendir á nauðsyn þess að hafa samráð við Vegagerðina þegar farið verður í sprengingar eða grundun bygginga á skipulagssvæðinu vegna nálægðar við fyrirhuguð jarðgöng undir Húsavíkurhöfða.
Viðbrögð: Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsráðgjafa að setja inn í greinargerð texta sem áréttar samráð við Vegagerðina þegar unnið verður að undirstöðum mannvirkja.
2. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra telur ekki tilefni til athugasemda við skipulagstillöguna.
3. Umhverfisstofnun telur miður að ekki sé gert ráð fyrir útivistarstíg meðfram ströndinni eins og gert er í gildandi aðalskipulagi Norðurþings og telur að gera ætti ráð fyrir útivistarstíg meðfram klettaströndinni, einnig þar sem baðstaður er áætlaður. Í athugasemdum vísar stofnunin til greinar 5.3.2.14 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013 og grein 23 í lögum um náttúruvernd nr. 44/1999. Ennfremur bendir stofnunin á að ekki sé málsett fjarlægð frá lóðarmörkum og byggingarreit að strönd.
Viðbrögð: Skipulags- og byggingarnefnd tekur almennt undir sjónarmið um aðgengi almennings að vatns- og sjávarbökkum eins og fram koma í gr. 5.3.2.14 skipulagsreglugerð og grein 23. gr. laga um náttúruvernd. Á hinn bóginn hefur aðgengi almennings að sjávarbökkum á Húsavíkurhöfða verið skert með öryggisgirðingu til áratuga. Skipulagstillagan skilgreinir göngustíg meðfram sjávarbökkum, þó leiðin víki nokkuð frá bökkunum á um 80 m kafla strandarinnar. Fært verði inn í greinargerð að gangandi verði fært með ströndinni milli sjávar og sjóbaða þó þar verði ekki skilgreindur göngustígur. Nefndin telur ekki tilefni til að málsetja fjarlægð lóðarmarka og byggingarreits frá strönd. Á það er minnt að deiliskipulagstillagan er í skilgreindum mælikvarða á uppdrætti. Á honum má því mæla með nokkurri nákvæmni að fjarlægð frá lóðarmörkum/byggingarreit að sjó er minnst um 20/24 m. Í því samhengi er minnt á að fjarlægðarviðmið skipulagsreglugerðar eiga við utan þéttbýlis en deiliskipulagstillagan sem hér um ræðir tilheyrir þéttbýli.
4. Minjastofnun gerir ekki athugasemdir við deiliskipulagstillöguna en vekur athygli á 2. mgr. 24. gr. laga um menningarminjar nr. 80/2012 þar sem segir m.a. að stöðva skuli framkvæmdir tafarlaust ef áður ókunnar fornminjar finnast við framkvæmd verks.
Viðbrögð: Umsögnin gefur ekki tilefni til breytinga á deiliskipulagstillögunni.

Færa þarf um 100 m² lóð umhverfis Húsavíkurvita inn á deiliskipulagsuppdrátt.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagstillagan verði samþykkt með þeim breytingum sem tilgreindar eru hér að ofan. Skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að auglýsa gildistöku deiliskipulagsins þegar aðalskipulagsbreyting hefur tekið gildi.

3.Breyting á deiliskipulagi miðhafnarsvæðis

Málsnúmer 201411063Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu skipulagsráðgjafa á breytingum deiliskipulags miðhafnarsvæðis skv. óskum nefndarinnar á fundi 15. september s.l.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að bílastæði á lóð Flókahúss verði fjarlægð af teikningunni og þar ekki gerð krafa um bílastæði innan lóðar. Torgsöluhús og bílastæði á stéttinni verði færð til norðurs og bílastæði einnig færð lengra frá götu svo þau séu ekki fyrir umferð um vigtina. Hámarkstærð á húsum til torgsölu og þjónustu við flotbryggjur verði 12 m². Staðsetning lyftu að Hafnarstétt 11 verði ekki bundin á uppdrætti heldur opin heimild fyrir staðsetningu í greinargerð. Nýtingarhlutfall nýrra lóða verði til samræmis við fyrri lóðir á svæðinu.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við framkvæmda- og hafnanefnd og bæjarstjórn að skipulagstillagan verði auglýst með tilgreindum breytingum skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 til almennra athugasemda skv. ákvæðum skipulags- og byggingarlaga.

4.Deiliskipulag í Reitnum

Málsnúmer 201510034Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti stöðu tillögu að deiliskipulagi íbúðarsvæðis Reitsins á Húsavík. Telur hann að fljótlega muni verða þörf fyrir lóðir undir ný fjölbýlishús í Reitnum.

Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að láta vinna tillögu að skipulagslýsingu fyrir deiliskipulag reitsins.

5.Guðmundur Vilhjálmsson f.h. Vélaleigu Húsavíkur ehf. sækir um lóð undir iðnaðarhúsnæði

Málsnúmer 201509040Vakta málsnúmer

Óskað er eftir 2.000 m² lóð undir allt að 600 m² aðstöðu og verslunarhús fyrir starfsemi fyrirtækisins. Æskileg staðsetning væri norðan til í bænum, helst á Bakka eða á hafnarsvæði.

Skipulags- og byggingarnefnd telur ekki rétt að ráðstafa lóðum að Bakka undir starfsemi Vélavara ehf. Í kynningu er deiliskipulag fyrir iðnaðarsvæði I5 að Hrísmóum og væri nefndin reiðubúin að gera tillögu að lóðarúthlutun á því svæði.

6.Óleyfisbyggingar á miðhafnarsvæði

Málsnúmer 201509044Vakta málsnúmer

Enn hafa óleyfisbyggingar Hafnarstétt 7 ekki verið fjarlægðar.

Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að senda enn og aftur ítrekun um að óleyfisbyggingar verði fjarlægðar. Ef mannvirkin verða ekki farin 1. janúar 2016 verði eigandi beittur dagsektum skv. ákvæðum gr. 2.9.2 í byggingarreglugerð.

7.Andri Rúnarsson og Dana Ruth Aðalsteinsdóttir, Arnþór H. Birgisson og Jóna Björg Arnarsdóttir, sækja um byggingarleyfi fyrir tvíbýlishúsi að Túngötu 17a og 17b

Málsnúmer 201509039Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti breytt erindi þar sem fyrirhuguð nýbygging parhúss að Túngötu 17 hefur verið minnkuð nokkuð frá fyrri hugmynd sem hafnað var á fundi nefndarinnar 15. september s.l.

Skipulags- og byggingarnefnd fellst á að eldra hús á lóðinni verði rifið, enda talið í slöku ástandi, og nýtt byggt í staðinn innar á lóðinni eins of fyrirliggjandi tillaga gerir ráð fyrir. Fyrirliggjandi undirskriftir nágranna teljist fullnægjandi grenndarkynning. Nýtingarhlutfall lóðarinnar verði allt að 70%.

8.Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra, ósk um umsögn vegna leyfisveitingar vega Pakkhússins á Húsavík

Málsnúmer 201510029Vakta málsnúmer

Óskað er umsagnar um leyfi til sölu veitinga og áfengis í kjallara Garðarsbrautar 6 á Húsavík.

Skipulags- og byggingarnefnd veitir jákvæða umsögn um erindið.

9.PCC BakkiSilicon hf. sækir um byggingarleyfi fyrir vinnubúðir að Dvergabakka 1-4

Málsnúmer 201510006Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti samþykki fyrir uppbyggingu vinnubúða að Dvergabakka 1-4. Fyrirhugaðar byggingar eru í samræmi við gildandi deiliskipulag 1. áfanga iðnaðarsvæðis á Bakka. Samþykki byggingarfulltrúa er háð lagfæringum framlagðra teikninga skv. athugasemdum eldvarnareftirlits.

Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemdir við afgreiðslu skipulags- og byggingarfulltrúa.

10.Halldór Svanur Olgeirsson sækir um byggingarleyfi fyrir ferðaþjónustuhús að Bjarnastöðum

Málsnúmer 201406071Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti samþykki sitt fyrir uppbyggingu 74 m² gistiskála að Bjarnastöðum í Öxarfirði til samræmis við ákvörðun nefndarinnar 9. júní s.l.

Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemdir við afgreiðslu skipulags- og byggingarfulltrúa.

11.Faglausn ehf. f.h. Fensala ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir innri breytingum og endurbótum að Stóragarði 13

Málsnúmer 201508061Vakta málsnúmer

Óskað er eftir leyfi fyrir innri breytingum og endurbótum á Stóragarði 13 á Húsavík.

Erindið var samþykkt af byggingarfulltrúa 29. september s.l.

12.Stofnun lóða á vatnsverndarsvæðum

Málsnúmer 201510036Vakta málsnúmer

Norðurþing óskar er eftir samþykki fyrir stofnun tveggja lóða utan um vatnsból, annarsvegar í Gvendarsteinsmýri og hinsvegar í Haukamýri. Fyrir fundi liggja hnitsettir uppdrættir beggja lóðanna.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að lóðarstofnanirnar verði samþykktar.

13.Sunna Sif Björnsdóttir og Helga Dagný Einarsdóttir óska eftir úrbótum fyrir hunda og eigendur þeirra

Málsnúmer 201510037Vakta málsnúmer

Óskað er eftir svæði fyrir hundagerði innan bæjarmarka.

Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að afla frekari upplýsinga hjá umsækjendum um þarfir og staðsetningu.

14.Hermann Benediktsson sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við húsnæði Lagnataks ehf. að Garðarsbraut 20b

Málsnúmer 201510048Vakta málsnúmer

Óskað er umsagnar skipulags- og byggingarnefndar vegna fyrirhugaðrar viðbyggingar við Garðarsbraut 20b. Fyrirhuguð viðbygging felst í lengingu hússins til norðausturs um 5 m.

Skipulags- og byggingarnefnd telur ekki heppilegt að húsið verði stækkað skv. framkominni rissmynd. Nú er í kynningu deiliskipulagstillaga sem ekki gerir ráð fyrir auknu byggingarmagni á lóðinni.

15.Fjallasýn ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir geymsluhúsnæði á lóð fyrirtækisins að Smiðjuteigi 7

Málsnúmer 201510057Vakta málsnúmer

Óskað er umsagnar um nýbyggingu á lóðinni að Smiðjuteigi 7. Meðfylgjandi erindi er rissmynd af fyrirhugaðri byggingu.

Skipulags- og byggingarnefnd getur fallist á fyrirhugaða byggingu, en telur að skoða þurfi nánar lóðarréttindi á svæðinu.

Fundi slitið - kl. 17:45.