Fara í efni

Andri Rúnarsson og Dana Ruth Aðalsteinsdóttir, Arnþór H. Birgisson og Jóna Björg Arnarsdóttir, sækja um byggingarleyfi fyrir tvíbýlishúsi að Túngötu 17a og 17b

Málsnúmer 201509039

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 132. fundur - 15.09.2015

Óskað er eftir umsögn skipulags- og byggingarnefndar um fyrirhugaða uppbyggingu á lóðunum að Túngötu 17a og 17b. Gengið er út frá að núverandi hús verði fjarlægt og í stað þess komi stærra tvílyft íbúðarhús innar á lóðinni. Fyrir liggja rissmyndir af fyrirhuguðu húsi. Með umsagnarbeiðni var skilað inn skriflegu samþykki nágranna.

Skipulags- og byggingarnefnd telur nýtingarhlutfall vegna fyrirhugaðrar byggingar á lóðinni of hátt og fellst því ekki á hugmyndir lóðarhafa. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ræða við umsækjendur um aðrar útfærslur.

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 133. fundur - 13.10.2015

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti breytt erindi þar sem fyrirhuguð nýbygging parhúss að Túngötu 17 hefur verið minnkuð nokkuð frá fyrri hugmynd sem hafnað var á fundi nefndarinnar 15. september s.l.

Skipulags- og byggingarnefnd fellst á að eldra hús á lóðinni verði rifið, enda talið í slöku ástandi, og nýtt byggt í staðinn innar á lóðinni eins of fyrirliggjandi tillaga gerir ráð fyrir. Fyrirliggjandi undirskriftir nágranna teljist fullnægjandi grenndarkynning. Nýtingarhlutfall lóðarinnar verði allt að 70%.