Fara í efni

Bæjarstjórn Norðurþings

47. fundur 21. apríl 2015 kl. 16:15 - 20:55 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
 • Friðrik Sigurðsson Forseti
 • Olga Gísladóttir aðalmaður
 • Örlygur Hnefill Örlygsson aðalmaður
 • Gunnlaugur Stefánsson aðalmaður
 • Soffía Helgadóttir aðalmaður
 • Jónas Hreiðar Einarsson aðalmaður
 • Kjartan Páll Þórarinsson aðalmaður
 • Óli Halldórsson aðalmaður
 • Sif Jóhannesdóttir aðalmaður
 • Kristján Þór Magnússon bæjarstjóri
 • Gunnlaugur Aðalbjarnarson fjármálastjóri
Starfsmenn
 • test
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Aðalbjarnarson Fjármálastjóri - staðgengill bæjarstjóra
Dagskrá

1.Ársreikningur samstæðu Norðurþings vegna ársins 2014.

Málsnúmer 201504025Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu fyrri umræða um ársreikning samstæðu Norðurþings fyrir árið 2014. Ársreikningur samstæðu sveitarfélagsins var tekinn til afgreiðslu á 137. fundi bæjarráðs þar sem honum var vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Til máls tóku Kristján, Jónas, Örlygur, Kjartan, Gunnlaugur, Óli, Soffía og Friðrik

Samþykkt samhljóða að vísa ársreikningi til síðari umræðu í bæjarstjórn.

2.Breyting aðalskipulags vegna efnistökusvæðis norðan Húsavíkurfjalls

Málsnúmer 201501026Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur erindi sem tekið var fyrir á 127. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi var afgreiðsla nefndarinnar:

"Með tölvupósti dags. 25. mars s.l. leggur Skipulagsstofnun til að fylgt verði tillögu Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra um að fella ekki niður vatnsverndarákvæði í Skurðsbrúnum vegna fyrirhugaðrar efnistöku eins og gert var ráð fyrir í skipulagstillögu sem samþykkt var á síðasta fundi nefndarinnar. Þess í stað verði settir ítarlegir skilmálar um umferð og meðferð mengandi efna og tímamörk framkvæmda á efnistökusvæðinu í aðalskipulagsbreytingunni.

Skipulags- og byggingarnefnd fellst á sjónarmið Skipulagsstofnunar.

Skipulagsráðgjafi hefur gert tillögu að breytingu aðalskipulags þar sem vatnsverndarsvæði er haldið óbreyttu frá gildandi aðalskipulagi og settir inn ítarlegri skilmálar um umgengni um efnistökusvæðið í greinargerð. Breyting greinargerðar er unnin í samráði við Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagstillagan verði þannig send til yfirferðar hjá Skipulagsstofnun á grundvelli 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og auglýst til almennrar kynningar ef stofnunin gerir ekki frekari athugasemdir við hana."
Tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða

3.Steinsteypir ehf. sækir um að fá úthlutaðri lóð við Haukamýri undir steypustöð

Málsnúmer 201504001Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur erindi sem tekið var fyrir á 127. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi var afgreiðsla nefndarinnar:

"Óskað er eftir að Steinsteypir fái úthlutað um 2 ha lóð við Haukamýri undir steypustöð fyrirtækisins skv. framlögðum hugmyndum. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að Steinsteypi verði úthlutað umræddu svæði"
Friðrik vék af fundi undir þessum lið og varaforseti tók við fundarstjórn

Til máls tóku Sif, Jónas, Kjartan, Soffía, Kristján og Gunnlaugur

Tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða

4.Steinsteypir ehf. óska eftir framkvæmdaleyfi á úthlutaðri lóð við Haukamýri

Málsnúmer 201504002Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur erindi sem tekið var fyrir á 127. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi var afgreiðsla nefndarinnar:

"Steinsteypir óskar eftir leyfi til framkvæmda á lóð við Haukamýri til að undirbúa uppsetningu steypustöðvar. Fyrir fundi liggja hugmyndir að nýtingu lóðarinnar. Skipulags-og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að Steinsteypi verði heimilaðar undirbúningsframkvæmdir á lóðinni þegar samið hefur verið um skilmála lóðarinnar og greiðslur."
Friðrik vék af fundi undir þessum lið og varaforseti tók við fundarstjórn

Til máls tók Sif

Tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða

5.Breyting á aðalskipulagi Norðurþings vegna sjóbaða

Málsnúmer 201504022Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur erindi sem tekið var fyrir á 127. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi var afgreiðsla nefndarinnar:

"Unnin hefur verið tillaga að skipulagslýsingu fyrir breytingu aðalskipulags vegna uppbyggingar sjóbaða á Húsavíkurhöfða. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
Til máls tóku Kjartan, Sif, Soffía, Óli og Friðrik

Tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða

6.Deiliskipulag á Höfða vegna sjóbaða

Málsnúmer 201504023Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur erindi sem tekið var fyrir á 127. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi var afgreiðsla nefndarinnar:

"Unnin hefur tillaga að skipulagslýsingu fyrir deiliskipulag vegna uppbyggingar sjóbaða á Húsavíkurhöfða. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
Tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða

7.Níels Árni Lund f.h. eigenda Leirhafnarjarða óskar eftir stofnun 8 lóða og staðfestingu fjögurra lóða á landnúmeri út úr Leirhafnarjörðum

Málsnúmer 201504020Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur erindi sem tekið var fyrir á 127. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi var afgreiðsla nefndarinnar:

"Óskað er eftir samþykki fyrir stofnun átta nýrra lóða og staðfestingu fjögurra fyrirliggjandi lóða úr Leirhafnarjörðum. Fyrir liggja hnitsettar lóðarmyndir allra lóðanna og undirskriftir eigenda. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn Norðurþings að sveitarfélagið samþykki fyrir sitt leiti umræddar lóðarstofnanir allar og afmörkun þeirra fjögurra lóða sem til eru á landnúmerum."
Til máls tók Sif

Tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða

8.Siðareglur kjörinna fulltrúa Norðurþings

Málsnúmer 201504046Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggja tillögur að siðareglum kjörinna fulltrúa Norðurþings
Til máls tóku Óli og Gunnlaugur

Siðareglur kjörinna fulltrúa Norðurþings voru samþykktar samhljóða

9.KPMG, kynning á úttektarskýrslu

Málsnúmer 201503081Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur skýrsla unnin af KPMG um fjárhagsstöðu, rekstur og framtíðarhorfur Norðurþings
Kristján kynnti skýrsluna
Til máls tóku Soffía, Óli, Gunnlaugur, Jónas, Kjartan og Friðrik

10.Skýrsla bæjarstjóra

Málsnúmer 201504047Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar
Til máls tóku Soffía, Friðrik, Óli, Jónas, Kristján og Gunnlaugur

11.Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 53

Málsnúmer 1503006Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til kynningar fundargerð 53. fundar framkvæmda- og hafnarnefndar Norðurþings.
Fundargerð 53. fundar framkvæmda- og hafnanefndar lögð fram

12.Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 47

Málsnúmer 1503008Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til kynningar fundargerð 47. fundar fræðslu- og menningarnefndar Norðurþings.
Til máls tóku undir 10. lið. Soffía, Olga, Sif og Friðrik

Fundargerð 47. fundar fræðslu- og menningarnefndar lögð fram

13.Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 54

Málsnúmer 1503009Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til kynningar fundargerð 54. fundar framkvæmda- og hafnarnefndar Norðurþings
Fundargerð 54. fundar framkvæmda- og hafnanefndar lögð fram

14.Bæjarráð Norðurþings - 135

Málsnúmer 1503010Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til kynningar fundargerð 135. fundar bæjarráðs Norðurþings.
Til máls tók undir 7. lið fundarins: Kjartan
Til máls tóku undir 5. lið fundarins: Jónas, Gunnlaugur, Olga, Óli, Sif og Soffía
Til máls tók undir 16. lið fundarins: Gunnlaugur, Óli, Kristján, Soffía, Sif, Friðrik og Örlygur

Fundargerð 135. fundar bæjarráðs lögð fram

15.Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 55

Málsnúmer 1503011Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til kynningar fundargerð 55. fundar framkvæmda- og hafnarnefndar Norðurþings.
Til máls tóku undir 4. lið fundarins: Kjartan og Friðrik

Fundargerð 55. fundar framkvæmda- og hafnanefndar lögð fram

16.Bæjarráð Norðurþings - 136

Málsnúmer 1504002Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til kynningar fundargerð 136. fundar bæjarráðs Norðurþings.
Til máls tók undir 6. lið fundarins: Friðrik
Til máls tóku undir 7. lið fundarins: Olga og Kjartan

Fundargerð 136. fundar bæjarráðs lögð fram

17.Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 40

Málsnúmer 1504003Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til kynningar fundargerð 40. fundar tómstunda- og æskulýðsnefndar Norðurþings.
Fundargerð 40. fundar tómstunda- og æskulýðsnefndar lögð fram

18.Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 127

Málsnúmer 1504004Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til kynningar fundargerð 127. fundar skipulags- og byggingarnefndar Norðurþings.
Fundargerð 127. fundar skipulags- og byggingarnefndar lögð fram

19.Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 48

Málsnúmer 1504005Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til kynningar fundargerð 48. fundar fræðslu- og menningarnefndar Norðurþings.
Til máls tók undir 9. lið fundarins: Olga

Fundargerð 48. fundar fræðslu- og menningarnefndar lögð fram.

20.Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 56

Málsnúmer 1504006Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til kynningar fundargerð 56. fundar framkvæmda- og hafnanefndar Norðurþings.
Fundargerð 56. fundar framkvæmda- og hafnanefndar lögð fram

21.Bæjarráð Norðurþings - 137

Málsnúmer 1504007Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til kynningar fundargerð 137. fundar bæjarráðs Norðurþings.
Fundargerð 137. fundar bæjarráðs lögð fram

22.Félags- og barnaverndarnefnd Norðurþings - 48

Málsnúmer 1504008Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til kynningar fundargerð 48. fundar félags- og barnaverndarnefndar Norðurþings.
Fundargerð 48. fundar félags- og barnaverndarnefndar lögð fram

23.Norðurþing, kosning í nefndir til eins árs, fjögra ára og tilnefningar á aðalfundi 2014-2018

Málsnúmer 201406045Vakta málsnúmer

Tillaga kom frá forseta um að í stað Örlygs Hnefils Örlygssonar sem formanns í framkvæmda- og hafnanefnd komi Sigurgeir Höskuldsson. Ekki kom fram önnur tillaga svo hún var samþykkt.

Fundi slitið - kl. 20:55.